Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. (jBB Erlent Erlent Erlent Erlent Sadam Hussein um árás Israelsmanna á kjarnorkuverið ílrak: Arabar þurfa kjamorkib vopn gegn ísrelsmönnum — þar sem allir kjamorkusérfræðingar hafa staðfest að ísraelsmenn ráði yf ir kjarnorkuvopnum Sadam Hussein, forseti íraks, sagði i gær að allar þjóðir sem þráðu frið ættu að hjálpa aröbum til að koma sér upp kjarnorkuvopnum til að vega upp á móti þeim kjamorku- vopnum sem ísraelsmenn réðu yfir. í fyrstu opinbem yfirlýsingu sinni vegna árásar ísraelsmanna á kjarn- orkustöð iraks, skammt fyrir utan Bagdad, sagði Hussein forseti:,,Allir kjarnorkusérfræðingar hafa staðfest að israelsmenn ráði yfir kjarnorku- vopnum.” Ísraelsmenn lýstu því yfir að þeir hefðu ráðizt á Osirak-kjarnorkustöð- ina í írak vegna þess að irakar hefðu verið komnir að þvl að framleiða kjamorkusprengju sem notuð yrði gegn ríki gyðinga. Irakar, Frakkar og fjölmargir kjarnorkufræðingar hafa mótmælt þessum fullyrðingum ísra- elsmanna. „Engin þjóð getur komið í veg fyrir að írak komi sér upp tæknilegri og visindalegri þekkingu til að þjóna þjóðarhagsmunum sinum,” sagði Hussein er hann skoraði á friðelsk- andi þjóðir að aðstoða araba við að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hussein forseti átti i gær viðræður við Olof Palme, sáttasemjara Sam- einuðu þjóðanna í deilu íraks og Írans. Palme, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar, er nú i Bagdad og gerir þar sina fjórðu tillögu til að koma á friði milli írans og traks. Kjamorkusprengja. Arabar futlyrða að Ísraelsmenn ráði yflr kjaraorku- vopnum. Rafsanjani þingforseti og Ayatollah Mohammed Beheshti þingforseti gegna nú störf- um forseta frans ásamt Rajai forsætisráðherra eftir að Ayatollah Khomeini vék Bani- Sadr úr embætti forseta írans siðastliðinn mánudag. Stuðningsmenn Bani- Sadr forseta leiddir fyrir aftökusveitir Iranskir embættismenn telja að Bani-Sadr, fyrrum forseti irans, sem sviptur var forsetaembættinu siðastlið- inn mánudag, sé ennþá i iran. Saksóknari byltingarstjómarinnar í Teheran sagði f gær að Bani-Sadr hefði ennþá verið i iran síðastliðið mánu- dagskvöld. „Hann hefur sennilega ekki ennþá komizt úr landi,” sagði embættis- maðurinn Assadollah Lajverdi á fundi með fréttamönnum i Evin-fangelsinu í Teheran. Ráðamenn i íran hafa ekki ennþá sagt álit sitt á fréttum frá Kairó, höfuð- borg Egyptalands, þess efnis að Bani- Sadr, sem ekki hefur sézt opinberlega í fran síðan 11. júní, sé kominn til Egyptalands og dvelji í Kairó. A.m.k. 32 menn hafa verið teknir af lífi af hersveitum byltingarstjómarinn- ar i Íran vegna þátttöku i mótmælaað- gerðum til stuðnings Bani-Sadr síðast- liðinn laugardag. með Flugleiðum Ferðir: í sumar, á hverjum föstudegi frá 3/7 til 28/8. Verð: 2305 krónur, - sérfargjald. Heimferð: Frá Amsterdam eða Luxemborg. Skilmálar: Pöntun, bókun í heimferð og greiðsla þarf að fara fram samtímis. Ef farþegar forfallast fá þeir endurgreitt hálft fargjaldið. FLUGLEIDIR Traust fólkhjá góóu félagi Sértilboð til þeirra sem búa úti á landi: í tehgslum við ferðina 3. júlí veita Flugleiðir 50% afslátt af fargjöld- um á innanlandsleiðum til Reykjavíkur. Kynnið ykkur ferðamöguleika í Evrópu í sambandi við Amsterdam hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.