Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. (i Utvarp 23 Sjónvarp i SÁRSAUKI—sjónvarp kl. 20,45: Deyfilyf líkamans sterkarí en morfín — nálastunguaðf erðin getur losað um þau Þetta er kanadlsk heimildamynd um sársaukaskyn og hvað rannsóknir á því fyrirbrigði hafa leitt í ljós. Fjallað verður um hversu mismun- andi sársaukaskyn getur veríð og hvaða þátta kann að gæta 1 því sam- bandi. Alkunna er hve menn bregðast mismunandi við sársauka en m.a. er athygiisvert að samanburður á sam- svarandi slysum á hermönnum og óbreyttum borgurum leiddi i ljós ólík viðbrögð. Hermennirnir særðust á vígstöðvum og 2 af 3 þeirra afþökk- uðu deyfilyf; sögðu þau óþörf. Þeir reyndust fegnir að sleppa lifandi, auk þess sem slys þeirra gátu haft heim- sendingu í för með sér eða alla vega hvíld frá bardaga. Hins vegar reyndust 4 af 5 óbreyttra, er særðust á vinnustað, finna mikið til og þurfa á deyfiiyfjum að halda. Fyrir þá gat fjarvera frá vinnu komið sér mjög illa og þeir höfðu enga viðmiðun sem gat gert slysiðhagstætt. Einnig verður fjallað um deyfilyf er likaminn framleiðir sjálfur, endor- fin, sem eru áhrifameiri en morfin, þegar þau fá að njóta sin aö fullu. I því sambandi hefur komið í ljós að neyzla deyfilyfja hefur i för með sér að Iíkaminn hættir, eða dregur úr, endorfin-framleiðslu og allt sársaukaskyn er mun næmara lengi á eftir fyrir bragðið. Nálastunguaðferðin reynist m.a. einmitt geta losað um endorfin líkamans þannig að þau koma að fullu gagni sem deyfilyf við meiri- háttar aðgerðir. Verður fjaUað um þá aðferð og ýmsar óhefðbundnar leiðir til þesss að deyfa sársauka. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. -FG. 0 Ætfll á eggjastokk fjarlægt án þess að tU komi önnur deyflng en nála- stunguaðferðln kinverska. IÐNAÐARM AL—útvarp í fyrramálið kl. 11,00: Útf lutningsmiðstöð iðnaðar- ins tíu ára um þessar mundir —fjallað verður um tilurð stof nunarinnar og tilgang Sveinn Hannesson og Sigmar Árna- son ræða viö Úlf Sigurmundsson um Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Tilefnið er tvíþætt. Annars vegar er Útfiutningsmiðstöðin 10 ára um þessar mundir og hins vegar var áðalfundur hennar haldinn mjög nýlega. Þeir félagar, Sveinn og Sigmar, spyrja Úlf Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóra Útflutningsmiðstöðvar- innar, meðal annars að því hvort hann telji menn hafa verið raunsæja fyrir tíu árum, varðandi möguleika íslenzks iðnaðar á erlendum markaði. Út- flutningsmiðstöðin á nefnilega tilurð sína að rekja til friverzlunarsamninga sem gerðir voru við EFTA og EBE. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins er að Hallveigarstíg 1 í Reykjavik og er hálf- opinber stofnun. Hún er þvi rekin að hálfu fyrir framlag frá rikinu og að hálfu af þrem aðilum: Félagi íslenzkra iðnrekenda, Landssambandi iðnaðar- manna og Sambandi íslenzkra sam- Úlfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. vinnufélaga. hún starfar og það kemur i ljós í fyrra- Mörgum ætti að leika forvitni á að málið. vita hvað þessi stofnun gerir og hvernig -FG. Útvarp Miflvikudagur 24. júní 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Miðvlkudagssyrpa. — Svavar Gests. 15.10 Miðdegissagan: „Læknirsegir fri” eftlr Hans Killian. Þýðandi: Freysteinn Gunnarsson. Jóhanna G. Möller les (7). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónletkar. Sinfóniu- hljómsveitin í Malmð leikur „Midsommarvaka”, sænska rap- sódiu nr. 1 op. 19 eftir Hugo Alf- vén; Fritz Busch stj. / Sinfóníu- hljómsveit sænska útvarpsins leikur Sinfóníu nr. 2, „Suður- ferð”, eftir Wilhelm Peterson- Berger; Stig Westerberg stj. 17.20 Sagan: „Hús handa okkur öllum” eftlr Thöger Blrkeland. Sigurður Helgason les þýðingu sína(3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Fréttlr. Tilkynningar. 19.35 Ávettvangi. 20.00 Sumarvaka. a. Kórsöngur. Samkór Árskógsstrandar syngur undir stjórn Guðmundar Þor- steinssonar; Kári Gestsson leikur með á pianó. b. „Sklp heiðríkj- unnar”. Arnar Jónsson les kafia úr „Kirkjunni á fjallinu” eftir Gunnar Gunnarsson i þýðingu Halldórs Laxness. c. Laufþytur. Helga Þ. Stephensen les vor- og sumarljóð eftir Sigriði Einars frá Munaðarnesi. d. Þegar landið fær mál. Torfi Þorsteinsson bóndi i Haga i Hornafirði segir frá bændaför Austur-Skaftfellinga um Vesturland og Vestfirði fyrir fjórum árum; Óskar Ingimarsson les frásöguna. 21.30 Útvarpssagan: „Ræstinga- sveitin” eftlr Inger Alfvén. Jakob S. Jónsson les þýðingu sina (13). 22.00 Sinfóniuhljómsvelt Lundúna lelkur ungverska dansa eftir Johannes Brahms; Willi Boskov- sky stj. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- Ins. 22.35 lþróttaþáttur Hermanns Gunnarssonar. 22.55 Kvöldtón- leikar. a. „Töfraskyttan”, for- leikur eftir Carl Maria von Weber. FUharmóniusveitin í Los Angeies leikur; Zubin Metha stj. b. „Slavneskur mars ” op. 31 eftir Pjotr Tsjaíkovský. Leonard Bernstein stj. c. Divertimento nr. 3 í C-dúr eftir Joseph Haydn. Blásarasveitin i Lundúnum leikur; Jack Brymer stj. d. „Nætur í görðum Spánar” eftir Manuel de Falla. Artur Rubinstein leikur á píanó með Sinfóniuhljómsveitinni í St. Louis; Vladimir Golschmann stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 25. júnf 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Leikflml. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð. Gisli Friðgeirsson talar. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dag- bl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Miflvikudagur 24. júnf 19.45 Fréttaágrip á táknmáll. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.40 Tommiog Jenni. 20.45 Sársauld. Kanadísk heimilda- mynd um sársaukaskyn. Meðal annars er fjallað um nálarstungu- aöferðina og nýjar leiðir til að deyfa sársauka, sem áður var ólæknandi. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 21.25 Dallas. Sjöundi þáttur. Þýð- andi Kristraann Eiðsson. 22.15 Dagskrárlok. I sjöunda þætti Dallas gerist ýmislegt sem ekki er J.R. að skapi. DALLAS—sjónvarp kl. 21,25: Lucy kemur foreldr- um sínum saman —ekki eru allir hrif nir af því Bobby rekst á bróður sinn, Gary, sem er faðir Lucy, á hóteli í Las Vegas og tekur hann með sér heim. Ewingarnir höfðu tekið Lucy frá móður sinni og flæmt konuna á brott úr fylkinu með hótunum um allt hið versta kæmi hún nokkurn timann aftur. Síðan hefur hún reynt að fylgjast með dóttur sinni og vinnur á matsölu- stað í grenndinni. Þegar Lucy kom úr skóla varð hún þess vör að þar fyrir utan var stundum kona sem henni þótti verða heidur star- sýnt á sig. Við nánari athugun reyndist þetta vera móðir hennar og varð Lucy endurfundunum fegin. Lucy ákveður að koma foreldrum sínum saman. Hún segir föður slnum ekkert en fer með hann á vinnustað móður sinnar. Úr þvi verður að Gary hríngir heim og boðar komu þeirra. Móðir hans tekur fregnunum vel en öðru máli gegnir um Jock og ekki sizt J.R., þótt hann láti ekki á því bera við þessa mágkonu sina sem hann telur fjölskyldunni til lftils sóma. Nú þarf að finna starf handa Gary. Hann hafði ætið haft mikinn áhuga á búskapnum og hefur enn. Hins vegar vill J. R. ekki hleypa honum i neitt það er að búgarðinum lýtur og leggur hart að Gary að taka við rekstri fyrirtækis nokkurs sem J. R. segist telja mjög arðvænlegt. Þýðandi Dallas er Kristmann Eiös- son. -FG. Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. Venlliréfa - iUsirkniliiriiia Nýja húsinu v/Lækjartorg. 12222

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.