Dagblaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 6
6 SHILTON' HEYNES ■ AUTO BOOKS BUahandbækur bíleigenda. Fyrír flestar gerðir bíia., , , fyriríiggjandi hiá okkur. BOKABUÐIN, BERGSTAÐASTRÆTI 7 Opið 1—6. Til sölu BMW518 BMW320 BMW316 BMW320 BMW318 BMW318 BMW320 árg. 1980 árg. 1980 árg. 1980 árg. 1979 árg. 1978 árg. 1978 4077 Renault20 TL árg. 1978 Renault 18 TS árg. 1979 Renault 12 TS árg. 1978 Renault 14 TL árg. 1979 Renault 14 TL árg. 1978 Renault4 VANF6 Renault4 VANF6 1070 V2 Nautaskrokkar 1 HALS Í HAKK * 2 GRILLSTEIK - 3 BÓGSTEIK 4 SKANKI Í HAKK G RIFJASTEIK 6 FILLET-MÖRBRA 7 SLAG i GULLASCH 5 ROAST-BEEF 9 INNANLÆRI SNITCHEL 10 BUFFSTEIK 11 GULLASCH 12 SKANKI i HAKK 13 OSSO BUCÚ 14 SÚPUKJÖT Núna er rétti tíminn ab gera góð matarkaup ÚTBEINUM EINNIG ALLT NAUTAKJÖT EFTIR ÓSKUM ÞÍNUM / Þetta umferöarmerki táknar að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. HlM UMFERÐAR 1 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981. Erlent Erlent Hinn nýi forseti Egyptalands: Mubarak tekinn við embætti — neyðartilskipamr enn i gildi Hosni Mubarak tók við embætti i gær sem fjórði forseti Egyptalands. í ræðu sem hann hélt við það tækifæri lagði hann ríka áherzlu á að hann myndi fylgja stefnu Sadats fyrir- rennara síns, með því væri minningu hans sýnd mest virðing. Mubarak, sem er fyrrum yfir- maður hersins, sagði að hann myndi sýna andstæðingum sínum fyllstu hörku og að hann hræddist ekki hótanir þeirra. Hann hefur nú látið fara fram hreinsanir innan hersins og rekið 18 hershöfðingja sem grunaðir voru um aðild að samtökum strang- trúaðra múhameðstrúarmanna. Hér eftir verða allir sem uppvísir verða að undirróðri gegn stjórninni skotnir samstundis, sagði forsetinn. Hann sagðist mundu halda áfram friðar- samningum við ísrael og ætla að fylgja þeirri umdeildu stefnu Sadats að opna landið enn frekar fyrir erlendum fjárfestingum. Sú stefna var, ásamt samningunum við Israels- menn, einna harðast gagnrýnd af strangtrúarmönnum. Mubarak hlaut 98,46% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um for- setaembættið. Þykir það mikill styrkur fyrir stjórn hans, því enn eru nokkrar viðsjár í landinu og tvenn meiriháttar átök hafa orðið sem kost- uðu tugi manna lífið. Stjórnin hefur brynjað sig með herlögum, og þeir sem uppvísir verða að að efna til upp- þota verða skotnir á staðnum. Mikilvægt er fyrir hinn nýja for- seta að enginn afturkippur verði á afhendingu svæðisins sem fsraels- menn halda enn á Sínaískaga en af- hending þess á að fara fram i apríl á næsta ári. Þar með gæti Mubarak bent gagnrýnendum í arabaríkjunum á raunverulegan árangur af friðar- stefnunni. Það er enda talið álit margra i Egyptalandi, að hinn nýi forseti verði að auka samskiptin við hinn arabíska heim á ný og með dauða Sadats hafi möguleikar þess aukizt. Hosní Mubarak, hinn nýi forseti Egyptalands, i miðið. Myndin er tekinn er Abdel Ghazala varnarmálaráðherra sór bráða- birgðastjórninni trúnaðareið. Við hlið Mubaraks er Sufi Abu Taleb er gegndi forsetaembættinu til bráðabirgða. Þjóðnýtingarfrumvarp frönsku stjórnarinnar lagt fram: 36 EINKABANKAR VERDA ÞJÓÐNÝTTIR og öll helztu iðnfyrirtæki landsins Umræður eru nú hafnar á franska þinginu um þjóðnýtingarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að frum- varpið njóti stuðnings allra stjórnar- þingmanna og að það verði endanlega afgreitt sem lög 21. þessa mánaðar. Forsætisráðherrann Pierre Mauroy hefur sagt að þjóðnýtingin muni koma efnahagslífinu aftur í gang eftir undan- farandi erfiðleika og veita iðnaðinum þann styrk sem hann þarfnast. Þjóðnýtingarfrumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið yfirtaki 36 franska einka- banka og stærstu fyrirtæki Frakklands á sviði stáliðnaðar, efna- og gler- iðnaðar og flugvélaiðnaðinn. Einnig mun allur vopnaframleiðsluiðnaður landsins verða þjóðnýttur. Iðnfyrir- tækin munu þurfa að leggja fram lang- tíma framleiðsluáætlun og greina frá markmiðum sínum og hvaða leiðir þau ætla að nota til að ná þeim. Þau munu samt halda áfram innbyrðis sam- keppni, innan þess ramma sem þjóð- nýtingin leyfir. Þjóðnýting bankakerfisins hefur vakið mikla andstöðu bankastjóra og eigenda einkabankanna, eins og við var búizt. Mauroy forsætisráðherra hefur sakað bankastjórana um að standa í skæruhernaði gegn ríkisstjórninni og sagt að þeir hafi sýnt skort á þegn- skyldu með athæfi sínu. Ekki greindi hann þó frá í hverju skæruhernaðurinn fælist. Þá hefur forsætisráðherrann varað við gagnrýni á kaupverð fyrir- tækjanna og bankanna og sagt að hlut- hafar hefðu fengið mikið minna í sinn hlut, ef tekið hefði verið tillit til ríkis- lána og aðstoðar sem ríkið hafi veitt gegnum tíðina. Ný lög munu verða sett um bankakerfið á næsta ári og þá verður einnig ákveðið nánar hvernig aðildverkamannaaðstjórnun ríkisfyrir- tækjanna verður háttað. Bankarnir munu halda áfram samkeppni sín á milli, en verða sett skilyrði um hámarksvexti og um stuðning við smærri fyrirtæki. Stjórnarandstaðan hefur reynt að tefja frumvarpið með því að leggja fram um 800 breytingartillögur. En Kommúnistaflokkurinn, sem aðild á að ríkisstjórninni, reynir hins vegar að auka enn umfang þjóðnýtingarinnar. Hafa kommúnistar sagt að enn víð- tækari þjóðnýting væri nauðsynleg til að brjóta á bak aftur yfirstjórn kapítal- ista yfir framleiðslutækjunum. En Mauroy hefur iýst því yfir að sam- starfsflokkur þeirra muni ekki koma að neinum breytingum i átt að frekari þjóðnýtingu. í skoðanakönnun, sem stjórnarand- stöðublaðið Le Figaro birti í gær, kemur fram að helmingur kjósenda er fylgjandi þjóðnýtingarfrumvarpinu, en aðeins tæpur þriðjungur á móti af þeim sem afstöðu tóku. Rúmur helmingur kjósenda var þeirrarskoðunar aðþjóð- nýtingin myndi skapa ný atvinnutæki- færi en vildi samt ekki að hún yrði umfangsmeiri en frumvarpið gerði ráð fyrir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.