Dagblaðið - 15.10.1981, Page 17

Dagblaðið - 15.10.1981, Page 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981. 17 N Kvartmflukeppni Kvartmáluklúbbsins: Sigurvegaramir endurtóku afrek sín Þrátt fyrir kulda og rok héldu kvartmílingar aðra kvartmílukeppni sumarsins og tókst hún alveg ágæt- lega þrátt fyrir erfið ytri skilyrði.* Varla var við öðru að búast því kepp- endur voru í góðu formi og keppnis- stjóri var örvar Sigurðsson fyrrver- andi formaður Kvartmiluklúbbsins. Örvar hafði einnig stjórnað undir- búningi fyrir keppnina, auk þess sem fyrirtæki hans Ö.S. umboðið gaf öll verðlaun í keppnina. Eins og í fyrri keppninni naut götu- bílaflokkurinnlmestrarhyllilkeppenda og voru þeir flestir þar, en auk þess flokks var keppt í standard-, street alterd-, og mótorhjólaflokki. Standardflokkur Þrír keppendur mættu til leiks í standardflokki og voru þeir allir úr Ford fjölskyldunni. Þeim fækkaði þó fljótt því að í forkeppninni bilaði 351 Cleveland Ford Torinoinn hans Hilmars Bryde svo að hann varð að hætta keppni. Eftir voru þá Jóhann Einarsson sem keppti á 302 cid. Ford Maveric og Guðmundur Kjartansson en Guðmundur keppti á Mercury Cyclone með 429 cid. í forkeppninni var töluverður tímamunur á þeim Guðmundi og Jóhanni og fékk Jóhann 70% þess munar í forskot, eða 1,12 sek. Guðmundur þurfti því að ná Jóhanni og komast fram úr honum til að sigra. Guðmundi tókst það og fór hann kvartmíluna á 14,90 sek. i úrslitaspyrnunni, en tími Jóhanns var 16,84 sek. Guömundur sigraði því í standardflokknum en hann sigraði reyndar einnig í sama flokki í fyrri keppninni. Street Eliminator Götubilaflokkurinn naut mestra vinsælda keppenda enda voru þeir Eins og i fyrri keppninni var 428 cid. Firebirdinn hans Benedikts Eyjólfssonar i hörku stuði og átti Benedikt i erfiðleikum með að halda honum við jörðina. 1 hvert skipti sem græna Ijósið kviknaði greip Eldfuglinn flugið og þeyttist af stað eins og þrumufleygur. DB-mynd Ragnar Th. ! götubílafiokknum stóð Gunnlaugur Emilsson i ströngu. I forkeppninni náoi nann irekar lélegum tima og þurfti þvi aó spyrna við alla hina keppendurna i flokknum. Felldi hann þá hvem af öðram úr keppninni og spyrnti að lokum til úrslita við Val Vifilsson en fyrir honum varð Gunnlaugur að láta f minni pokann. DB-mynd Ragnar Th. Guðmundur Kjartansson keyrði knálega og af miklu öryggi enda er hann farinn að þekkja Pioneer Mercury Cycloninn sinn mjög vel. Guðmundur sigraði i standardflokknum og náði 14,90 sek. i úrslitaspyrnunni. Hann hefur þó oft náð mun betri timum og i forkeppni fyrri keppninnar var hann kominn með Cycloninn niður i 13,70 sek. en kuldi og rok komu í veg fyrir að hann endurtæki þann tlma. DB-mynd Ragnar Th. langflestir þar. Sex keppendur komust í keppnina en nokkrum var snúið frá þar sem þeir stóðust ekki öryggiskröfur og komust ekki í gegn um skoðunina. Ættu væntanlegir keppendur að sjá til að einföldustu öryggisatriði eins og spindlar, hjóla- legur og spindilkúlur, auk bremsa séu ílagi. í forkeppninni fækkaði kepp- endum götubilaflokksins því að bíl- arnir hjá Hjörleifi Hilmarssyni og Gunnlaugi Bjarnasyni biluðu og féllu þeir úr keppninni. Fyrsta spyrnan var á milli þeirra Gunnlaugs Emilssonar á 383 cid. Dodge Charger og Jóns Birgissonar sem keppti á 327 cid. Camaro. Gunnlaugur felldi Jón úr keppninni og spyrnti síðan við Ágúst Þórólfsson á 327 Chevelle. Ágúst varð einnig að lúta í lægra haldi fyrir Gunnlaugi og var hann nú kominn í úrslitin en til aðvinnakeppnina þurfti Gunnlaugur að vinna sigurvegarann úr fyrri keppninni, Val Vífilsson, sem keppti á 440 cid. Valiant. Þeir Valur og Gunnlaugur spyrntu tvisvar og var Valur á undan í bæöi skiptin. í fyrri spyrnunni náði Valur tímanum 13,89 sek. en í seinni spyrnunni 13,86 sek. Tímarnir hjá Gunnlaugi voru 14,50 sek. fyrst en síðan 14,65 sek. Valur sigraöi því í götubílaflokknum i annað sinn og það þrátt fyrir að hann hefði einungis ekið á 7 strokkum að eiginsögn. Street Alterd Þrír keppendur tóku þátt í keppn- inni i S.A. flokki. Þeir voru Sigurður Jakobsson sem keppti á 302 cid. Chevy, Kókosbollunni hans Gylfa Pálssonar pústmanns. Finnbjörn Kristjánsson sem keppti á 350 cid. Chevy Kryppunni úr Hafnarfirðinum og Benedikt Eyjólfsson en hann keppti á Pontiac Firebird með 428 cid. vél. Lánið lék ekki við þá félaga á Kókosbollunni frekar en fyrri daginn, því að stöðugar bilarnir gerðu þeim lífið leitt. Bremsurnar biluðu og bensínbarkinn auk ýmiss annars. Fóru þeir félagar að minnsta kosti eina ferð í bæinn eftir varahlut- um en það dugði ekki til og tókst þeim ekki að ljúka keppninni. Úrslitaspyrnan varð þvi milli þeirra Benedikts og Finnbjarnar. j spyrn- unni sat Kryppan eftir á startlínunni og hreyfðist ekki. Hafði bíllinn orðið bensínlaus á startlinunni svo að hann komst ekki lengra. Finnbjörn hafði gefið merki um að eitthvað væri að hjá sér áður en kveikt var á jólatrénu svo að endurtaka varð spyrnuna. Fóru báðir bílarnir því aftur á upp- hitunarsvæðið og undirbjuggu spyrn- una með miklum tilþrifum. Lyftust báðir bílarnir upp að framan í snörp- um upphitununum og einnig á ráslin- unni þegar græna ljós jólatrésins kviknaði. Á miðri brautinni fór Kryppan að dansa til og átti Finn- björn í erfiðleikum með að stjórna henni. Var hann að slá af en missti bílinn yfir miðlínu svo að hann var þá þegar fallinn úr keppninni auk jtess sem hann kom á eftir Benedikt í mark. Tími Benedikts var 10,65 sek. en tíminn hjá Finnbirni var 11,32 sek. Benedikt vann því keppnina en hann hafði reyndar einnig unnið fyrri keppnina í haust. Mótorhjólaflokkur í mótorhjólaflokknum voru kepp-[ endur fjórir. í fyrstu tveimur spyrn- unum töpuðu þeir Rikharður Júlíus- son og Ari Jóhannesson fyrir Vil- hjálmi Magnússyni og Gunnari Geirssyni. Þeir Gunnar og Vil- hjálmur spyrntu því til úrslita en þá brá svo við að annar þeirra þjófstart- aði en hinn keyrði yfir miðlínu braut- arinnar svo að þeir féllu báðir úr keppninni. Þetta atvik leiddi Ul þess að Ari og Ríkharður komust aftur inn í keppnina og spymtu til úrslita. í þeirri spyrnu var Kawazaki 1000, hjólið hans Ara, fljótara en 750 cc Suzukan hans Ríkarðar og sigraði Ari á 12,94 sek. gegn 13,42 sek. Jóhann Kristjánsson. V Fjölþætt verkefni Stjómunarfélagsins Starfsemi Stjórnunarfélags íslands er hafin á þessu hausti. Á vetraráætlun fé- lagsins eru fjölþætt verkefni og er m.a. boðið upp á 34 tegundir innlendra námskeiða og fimm erlend námskeið. Þá verður spástefna um þróun efna- hagsmála á árinu 1982 haldin 10. desember nk. Rekstrartafl ’82 verður haldið i febrúar í samvinnu við IBM á íslandi. Þá verður í haust veitt viðurkenning fyrir beztu ársskýrslu, sem barst í sam- keppni, sem félagið efndi til um árs- skýrslur íslenzkra fyrirtækja og stofn- ana. Þá má þess geta að innan félagsins eru starfandi klúbbar starfsmanna- stjóra, fjármálastjóra, ritara svo og bókaklúbbur. Viðamesti þátturinn í starfsemi fé- lagsins eru innlendu námskeiðin. Af þeim 34 námskeiðum, sem boðið er upp á, eru 9 námskeið ný. Þau eru af- greiðslu- og þjónustustörf, framkoma í sjónvarpi, framleiðsluskipulagning í málmiðnaði, gæðastýring í frysti- húsum, mótun starfsferils — breyting- ar á starfi, sala á erlendum mörkuðum, skrifstofuhald og skrifstofuhagræðing, tilboðsgerð í málmiðnaði og tilboðs- gerð í prentiðnaði. Af erlendu námskeiðunum má nefna námskeið nú um miðjan október, sem nefnist Nýjar leiðir í stjórnun. Leið- beinandi er Jack Hautaluoma, prófess- or i stjórnunarfræðum við Colorado State háskólann i Bandaríkjunum. Þá má og nefna Einkaritaranám- skeið, en leiðbeinandi á því er frú Eiwor Bohm-Pedersen, sem leiðbeint hefur á námskeiðum sem þessum víða um Evrópu. Tímaskipulagning verður kennd í nóvember og er það námskeið fengið frá Danmörku. Loks skal nefna sérstætt námskeið, sem eingöngu er ætlað konum í stjórn- unarstörfum. Það námskeið er fengið frá Bandarikjunum og leiðbeinandi er frú Leila Wendelken frá Kaliforníu. -JH. Rekstrartafl, þar sem tölvur eru notaðar til keppni eða leiks um það hvernig stjórna á fyrirtækjum, var fyrst haldið á þessu ári og verður aftur í febrúar. Myndin er af liði Landsbankans i Rekstrartafli ’81.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.