Dagblaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15.0KTÓBER 1981. Steingrímur Hermannsson á Alþingi: Vandi frystiiðnaðaríns verður ekki leystur með gengisf ellingu —Sjómenn höfðu rétt fyrir sér um hækkun skiptaverðs Ráðherrann kvað stöðu frystiiðn- aðarins óviðunandi og leitað væri ráða til úrbóta. Þar væri gengisfelling ekki úrræði því hvert % gengisfell- ingar hækkaði vísitölu innanlands um 1 %. Síldarverð Steingrímur kvað breytingar á mati saltsíldar hafa komið niður á launum síldarsjómanna. Þeir höfnuðu nú sildarverði sem gerði ráð fyrir 18,5% hækkun skiptaverðs. Ráðherrann kvað nú í ljós komið að breytt síldar- mat orsakaði að skiptaverðið hækk- aði ekki um 18,5% eins og sagt væri heldur 16,5%. Sjómenn hefðu því haft rétt fyrir sér. Hann kvað þá vilja kauphækkun sem næmi 28—34% sem jafngilti hækkun markaðsverðs síldar er- lendis. Myndi Verðlagsráð taka síldarverð aftur til umræðu á þessum grundvelli, enda hefði landfólk fengið 50% launahækkun milli ára. -A.St. sfldar „Mat Þjóðhagsstofnunar er að fiskfrysting í landinu sé nú rekin með 6,7% tapi. Hefur ástandið í frystingu versnað mjög verulega frá því í júní, en þá mat Þjóðhagsstofnunin að frysting væri rekin með 2,5% tapi,” sagði Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra í umræðum utan dagskrár á fundi sameinaðs þings í gær. „Saltfisk- og skreiðarverkun er áfram rekin með það miklum hagn- aði, að heildarútkoma fiskvinnslu er ofan við núllið,” sagði Steingrímur. Matthias Bjarnason (S) hafði beðið um skýrslu ráðherra um bágt ástand í sjávarútvegi. Kjartan Jóhannsson reið svo á vaðið i gær með nokkuð stóryrtri ræðu um ástand mála. „Margt í þessum málum er á svo viðkvæmu stigi nú,” sagði Steingrímur, „að ekki verður rætt á fundi í sameinuðu þingi. En ég hef hins vegar óskað eftir fundi með sjáv- arútvegsnefndum alþingis á fimmtudag og skýri þar gang mála.” Steingrímur kvað orsakir vandans margar. í Bandaríkjunum varð verð- fall á blokk sem nam 8—10%. Þá varð veruleg röskun á gjaldeyris- mörkuðunum og þar sem SH brást í fyrra mjög rösklega við óskum um aukna sölu til Bretlands hefur út- koman á þeim markaði orðið mjög slæm vegna þróunar í gjaldeyris- málunum. Breyting í verkunarað- ferðum til baka hefur gengið hægar en efni stóðu til, sagði Steingrímur. Þá kvað ráðherrann það nú ljóst, að skortur á vinnuafli i sumar hefði átt ríkan þátt í því að ekki var hægt að vinna aflann i nægilegu magni í frystingu flaka og þetta ætti stóran þátt í lakari útkomu frystingarinnar. Steingrímur sagði að samningar stæðu yfir um að Seðlabanki endur- greiddi um 24 milljónir króna til frystiiðnaðarins í landinu, en sú upp- hæð væri hagnaður bankans af fell- ingu 26. ágúst. Endurgreitt yrði einnig til annarra vinnslugreina og heildarendurgreiðslan yrði 34—35 milljónir króna. Staða Verðjöfnunar- sjóðs myndi því á næstu vikum batna verulega. Skrefatalning símtala væntanleg l.nóvember —eftir það getur hálf rar mínútu samtal reiknaz t tvö skref — Bæjarsímtöl verða ekki mæld f rá kl. 7 á f östudegi til 8 á mánudagsmorgni né heldur um nætur Búizt er við gjaldskrárhækkun sima um mánaðamót og á sama tfma komi til fram- kvæmda skrefatalning. „Við gerum ráð fyrir að fá.gjald- skrárhækkun síma 1. nóvember nk. og búast má við að samtímis verði skrefa- talning upp tekin, en það er ráðherra að taka þá ákvörðun,” sagði Þor- varður Jónsson, yfirverkfræðingur hjá Símanum, í viðtali við DB. „Þegar talning verður sett á verður skreflengd bæjarsimtala alls staðar á landinu 6 mínútur á dagtaxta, sem er frá kl. 8—19, mánudaga til föstudaga. Á öðrum tímum.þ.e. eftir klukkan 7 að kvöldi til kl. 8 að morgni, mánudaga til föstudaga, svo og alla laugardaga og sunnudaga.er skrefatalning ekki á bæj- arsímtölum en aðeins ein talning óháð tímalengd, eins og nú tíðkast,” sagði Þorvarður. Þorvarður kvað tímamælingu fara þannig fram, að þegar símhringingu er svarað telst fyrsta skrefið. Síðan byrjar skrefmæiing þannig, að talning númer tvö kemur á símtalið einhvern tíma á fyrstu sex mínútum þess og síðan á sex minútna fresti. Með þessu móti telst símtal, sem er nákvæmlega sex mínútur tvær skref- lengdir og símtal, sem er nákvæmlega 12 mínútur telst þrjár skreflengdir. Önnur skreflengdin getur „skollið á” hvenær sem er í símtali, allt frá fyrstu sekúndu þess þar til það hefur staðið i 5 mínútur og 59 sekúndur. Eftir að önnur skreflengdin telst líða ætíð nákvæmlega 6 mínútur milli skrefa. Sagði Þorvarður að samkvæmt lík- indareikningi væru líkurnar á að hálfr- ar mínútu símtal teldist tvær skref- lengdir 1 á móti 12 og á sama grund- velli væru líkurnar þvi 11 á móti tólf, að hálfrar mínútu símtal teldist aðeins ein skreflengd. „Á móti þessari hækkun, sem skrefamælingu símtala fylgir kemur lækkun á langlínutaxta, hvar sem talað er á landinu milli símstöðva. Stór- Reykjavíkursvæðið telst þó eitt og sama svæðið þó þar séu nokkrar sím- stöðvar. Milli allra annarra símstöðva eru símtöl talin á langlínutaxta,” sagði Þorvarður. Langlínusamtöl milli tveggja staða, sem tengd eru sömu hnútstöð telja á 60 sekúndna fresti að deginum til (8 að morgni til 7 að kvöldi, mánudaga til föstudaga). Gjald fyrir slík símtöl verður óbreytt. Hér er t.d. átt við sim- töl frá Þorlákshöfn til Laugarvatns, en báðir staðir eru tengdir hnútstöð á Sel- fossi og lúta gjaldtaxta I. Gjaldtaxti II, sem fram að gildistöku skrefatalningar er 12 sekúndur í skrefi, breytist þannig að skreflengd verður 18 sekúndur. Þetta nær til símstöðva milli tveggja hnútstöðva aðliggjandi eða hlið við hlið, t.d. zímtöl frá Reykjavík til Keflavíkur, Selfoss eða Akraness (og öfugt) eða t.d. símtöl milli Selfoss og Hvolsvallar. Gjaldtaxtar III og IV sameinast eftir gildistöku skrefatalningar oi verða að einum gjaldtaxta. Gjaldtaxti III hefur haft 10 sekúndna skreflengd og gjaldtaxti IV hefur haft 8 sekúndna skreflengd. Báðir þessir taxtar fá r.ú 12 sekúndna skreflengd. Segja má að þessi nýi taxti taki til allra símtala þar sem vegalengd milli þeirra sem saman tala er yfir 225 kílómetrar. Utan dagtaxtans — eftir kl. 7 á kvöldin, mánudaga til föstudaga, svo og alla laugardaga og sunnudaga er hægt að tala tvöfaldan tíma, sem áður er nefndur fyrir hvern gjaldtaxta, gegn einu gjaldi. Þetta þýðir að stytztu lang- línusamtöl fá þá 120 sekúndna skref- lengd, simtöl milli samliggjandi hnút- stöðva fá þá 36 sekúndna skreflengd og lengstu langlínusamtöl fá þá 24 sek- úndna skreflengd. Benti Þorvarður á að hér væri í raun um að ræða meiri lækkun langlínu- gjalda en fælist í tvöföldun skreflengd- ar því laugardagar, milli kl. 8 og 15, bættust við þann kvöld- og sunnudaga- tíma sem veitti færi á ódýrari sím- tölum. -A.St. SKAUTAR - SKAUTAR i * Hvítir skór, Stœrfiir 33—41. Svartir skór, Stærfiir 34-46. i ! if Verð kr. 312.- Litir: Hvítt — svart. Verð kr. 125.- PÓSTSEIMDUM. VERZLIÐ ÓDÝRT í Reykt rúllupylsa................kg verð 26,00 kr. Söltuð rúllupylsa..............kg verð 23,00 kr. Hvalkjöt.......................kg verð 26,00 kf. Hrefnukjöt.....................kg verð 27,00 kr. Dilkalifur.....................kg verð 40,30 kr. Dilka hjörtu.............. kg verð 26,70 kr. Dilka nýru.....................kg verð 26,70 kr. Dilka mör.................... kg verð 6,40 kr. Slagveffja með beikoni . ............. 21,00 kr. Kjúklingar, 4 stk. í poka,....kg verð 54,00 kr. Kjúklingar.....................kg verð 61,00 kr. Skankasteik....................kg verð 48,90 kr. Slög...........................kg verð 10,50 kr. Niðursagaðir lamba frampartar kg verð 31,80 kr. Saltkjöt.......................kg verð 38,95 kr. Hangikjöt allt á gamla verðinu. 5 slátur í kassa úr Borgarnesi. Verð á kassa 235,00 0PIÐ í ÖLLUM DEILDUM: FráT.okt verður optð: Mánud. — miðvikudag. kl. 9—18. Fimmtudaga kl. 9—20. Föstudaga kl. 9—22 — laugardaga kl. 9-12. JIE JON LOFTSSON H/F HRINGBRAUT 121 SÍMI 10600 OP/0 TIL KL. bíkvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.