Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.10.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 15.10.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981. Útlaginn, Gísla saga Súrssonar, frumsýndur 31. október Stundum mátti ekki miklu muna aö allt fœri úr böndunum segir Arnar Jónsson sem fer með aðalhlutverkið „Agúst Guðmundsson bauð mér þetta hlutverk. Ég las handritið en það er eins og með leikhandrit, það er iítið að marka eftir fyrsta lestur — það er eins og sagt er þúsund leiðir að markinu,” sagði Arnar Jónsson leikari í spjalli við DB. Arnar fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Útlaginn sem frumsýnd verður [ Austurbæjarbíói 31. október — hlut- verk Gísla Súrssonar. „Upptökur byrjuðu i marz í Hítardal. Við höfðum aðsetur í Borg- arnesi en ókum í Hitardal, sem er nánast í öræfunum. Ég get sagt að það var anzi töff, vægast sagt. Við unnum fram í myrkur og fengum jarðýtu til að ryðja fyrir okkur leiðina. Þetta var mjög spennandi en erfitt og það má vel líkja þessu ferðalagi okkar við ævintýri. Innitökur byrjuðu síðan í maí og eftir þær var farið út á land. Þá var farið aftur í Hitardal, Breiðafjarðar- eyjar, Barðaströnd, Vatnsfjörð, Geiradal og að lokum í Hítardal. Upptökum var ekki lokið fyrr en i lok júlí. Starfið við þessa mynd var mikil reynsla fyrir mig, maður lærði mikið Amar Jónsson í hkrtverki sinu sem Gisl/ Súrsson i kvikmyndinni Útíag- inn. Arnar starfar mað Alþýðuleikhúsinu þar sam hann eefir nú i þremur laikrrtum. DB-mynd Haigi Már Halldórsson. Hélstu að lífið vœrí svona? — ný bók efitir Ingu Huld blaðamann á Dagblaðinu: Langaði til að skrifa um hversdags- líf verkakonunnar — og hvernig hún upplifir sjálfa sig „Ætli ég hafi ekki verið með bókina í smíðum í tvö ár,” sagði Inga Huld Hákonardóttir blaðamaður hér á DB, er við spurðum hana út I bók hennar, Hélstu að lifið væri svona, sem út kemur nú fyrir jólin frá bóka- forlaginu Iðunni. f bókinni eru viðtöl Það færist æ meira i vöxt að íslenzkir tónlistarmenn haldi utan til náms og Pétur Grétarsson er einn íslendinganna á meðal hinna 550 nemenda frá 66 löndum í hinum fræga tónlistarskóla í Bandaríkjunum, Berklee College of Music. Pétur, sem er sonur Grétars Hjartar- við tíu konur á aldrinum 19—77 ára. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa starfað á vinnumarkaði án þess að hafa starfsmenntun. Auk þess eru flestar mæður og með heimili. „Konurnar vinna við ýmis störf, t.d. i fiskvinnslu, við ræstingu, á sonar, forstjóra Laugarásbiós og for- manns Félags kvikmyndahúsaeigenda og konu hans, Guðlaugar Pálsdóttur, hefur undanfarin tvö og hálft ár stund- að nám í trommuleik við skólann og vegnað vel. Erlendir nemendur hafa aldrei verið fleiri við skólann en einmitt nú. kaffistofu, saumastofu eða á hamborgarastað. Þetta eru konur sem vinna mikið en lítið er talað um. Konur sem vinna tvöfalt starf,” sagði Inga Huld ennfremur. — En hugmyndin að bókinni? ,,Ja, ég fékk hana eiginlega þegar Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í veizlu, sem haldin var til að bjóða erlendu nemendurna velkomna, er Pétur fyrir miðju, en honum á hægri hönd eru forstjóri skólans, Lee Eliot Berk, og skólastjórinn, Lawrence Beth- une. Honum á vinstri hönd eru svo tveir nemendanna. -SSv. af þessu. Hvernig á að gera hlutina og ekki siður hvað á að forðast. En ég komst að því að starf kvikmynda- leikara er ekkert letilíf og ég get líkt því við það sem ég er að gera með frjálsum leikhóp sem gerir allt sjálfur. Stundum mátti ekki miklu muna að allt færi úr böndum og ég held að þetta hafi verið talsvert erfiðara og meira en við höfðum gert okkur grein fyrir — en allt er þetta skemmtilegt eftir á,” sagði Arnar. Hann hefur ekki séð útkomuna og því spurðum við hann hvort hann væri kvíðinn eða hvort hann hlakkaði til að sjá myndina. ,,Ég er bara alveg þrælspcnntur að sjá hana,” svaraði hann. Útlaginn er byggðurá sögunni um Gísla Súrsson. ísfilm framleiðir undir stjórn Ágústs Guðmundssonar og Jóns Hermannssonar. Með helztu hlutverk fara fyrir utan Arnar Ragnheiður Steindórsdóttir, Bene- dikt Sigurðsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Sveinbjörn Matthiasson, Þráinn Karlsson, Helgi Skúlason,, Bjarni Steingrímsson og Kristín Bjarnadóttir. Alls koma niutíu manns fram í myndinni. Um líkt leyti og sýningar hefjast á myndinni kemur út bók hjá Prenthúsinu, byggð á kvikmyndahandriti Ágústs í samantekt Indriða G. Þorsteins- sonar. Bókin verður skreytt myndum úr kvikmyndinni. -ELA. Inga Huld Hókonardó ttír sendir frá sér sína fyrstu bók, nú fyrir jóiin, en hún er þekkt af skemmtilegum viðtölum sem hún hefur skrifað í gegnum árin í biöð og þá sérstaklega Dagblaðið. ég var við sagnfræðinám í Dan- mörku. Þá las ég mikið kvennabók- menntir og mig langaði að skrifa um konur sem ekki eiga að baki list- sigra, pólitiska sigra eða einhver magnþrungin örlög — heldur fá mynd af hversdagslífi verkakonunnar og hvernig hún upplifir sjálfa sig,” svaraði Inga Huld. — Hvernig náðirðu sambandi við þessar konur sem þú ræðir við í bókinni? „Ég hafði ekki þekkt neina þeirra áður. Ég leitaði til verkalýðsfélagsins Sóknar og síðan bentu konurnar hver á aðra. — Ertu ánægð með útkomu bókarinnar? ,, Já, ég er ánægð að hafa gert hana og vildi óska þess að hún gæti orðið til að fleiri skrifuðu um þessa stétt —- og einnig að þetta geti orðið til að koma verkakonum meira á framfæri, þvi þetta - eru konurnar sem bera þjóðfélagiðáherðumsér.” -ELA. Lífshlaupið og fésýslumaðurinn Austri, blað Austfirðinga birtir 9. október sl. nokkur gullkorn um Jóhannes Kjarval sem Valtýr Péturs- son listmálari hafði skrifað og flutt á Reykjavíkurviku. En áður en gull- kornin hefjast er smáfyrirlestur frá aðstandendum blaðsins sem við látum fjúka hér: „Það hefur varla farið fram hjá neinum að Jóhannes Sveinsson Kjar- val, sá mikli llistamaður, hefur verið mjög á dagskrá fjölmiðla undan- farið. Tilefnið er að nýlega kom heim frá Danmörku veggfóður úr vinnu- stofu Kjarvals í Austurstræti, sem hann málaði margskonar myndir á á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld. Nú eru þessar myndir kallaðar „Lífs- hlaup Kjarvals” og þjóðsaga orðin til að hann hafi málað á veggina vegna þess að hann ætti ekki fyrir striga, eða öðru efni til að mála á. Hitt mun þó sönnu nær að Kjarval hafi málað þetta að gamni sínu, gripið i þetta árum saman. En vegg- fóðrið úr vinnustofunni, sem líka var heimili hans, lenti í höndunum á slyngum fésýslumanni, sem nú vill selja þetta fyrir upphæð sem svarar til verðs ástóru einbýlishúsi. . . Opnað í nœsta mánuði Nýja veitingahúsið hans Ólafs Laufdals Hollywoodkóngs er komið öllu lengra á veg en menn grunar. Hefur Ólafur þegar ráðið til sín kokk, Einar nokkurn, sem er fyrrver- andi kokkur í Vesturslóð, og er nú ’urinið dag og nótt við að standsetja húsnæðið. Allt á að verða fyrsta flokks, meira að segja eldhúsið þar sem verða allar hugsanlegar vélar. Má þar t.d. nefna sérstaka vél sem býr til sósur. Hugmyndarinnar að þessum stað hefur ÓIi leitað víða um heim, heimsótt frægustu diskótek í heimi, enda verður hvergi sparað. Og það sem athyglisverðast er, Óli ætlar að opna staðinn með pompi og prakt þann26. nóvember. Ópólitíska SÍS Blaðið íslendingur á Akureyri segir að í áróðursplaggi sem SÍS hefur dreift í barnaskóla landsins sé sér- staklega tekið fram að SÍS sé óháð pólitísku flokkunum . . . . . . og nú sé beðið eftir því að SÍS reyni dreifingu á plöggum sínum í kirkjum landsins. Siðferðislöggjöf- in Og áfram höldum við okkur við það sem íslendingur segir og nú í blaðinu fyrir fjörutíu árum: Fyrir nokkrum dögum hélt Stúdentafélag Reykjavíkur fund til að ræða um sið- ferðismálin og var dr. Broddi Jóhannesson, er sæti átti I rannsókn- arnefndinni í sumar, frummælandi á fundinum. Allmargir tóku til máls. M.a. skýrði forsætisráðherra þar frá því að von væri á bráðabirgðalöggjöf um siðferðismálin. Myndi stúlkum innan 18 ára verða bönnuð umgengni við hermennina, börn vændiskvenna tekin á barnaheimili en konur sem reyndu að leiða unglingsstúlkur til saurlifnaðar settar á sérstök heimili og skækjur „teknar úr umferð”. Væntanlega kemur löggjöf þessi bráðlega frá rikisstjórninni. . . Pétur í góðum félagsskap í Berklee College

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.