Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 20

Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 20
og átti starfssvið hans einnig að ná til ráðningar manna í æðstu stöður, en Lotz hafði sjálfur skipað í þær stöður. Kristilegir demókratar héldu því fram, að með þessari stöðu- skipan hefði átt að tryggja sós- íalistum yfirráð yfir fyrirtæk- inu og þannig tryggja flokks- mönnum bitlinga, er þeir hættu stjórnmálaafskiptum, og það hefði verið í mótmælaskyni við þetta, sem Lotz sagði af sér. Hvort eitthvað er til í þessu eða hvort Lotz er raunverulega sökunautur, verður ekki fullyrt um, en stjórnmálasérfræðingar telja víst að Volkswagenmálið eigi eftir að verða eitt af helztu kosningamálunum í næstu kosningum, sem fram eiga að fara árið 1973. Sósíalistar hafa því tvö ár til að kippa málum fyrirtækisins í rétt horf og víst er að Willy Brandt mun leggja ríka áherzlu að það verði gert og sumir segja að það mál sé efst á lista hjá honum, Östpoli- tik og gengi marksins komi á eftir. Irland Laða skipulega að erlent fjár- magn, ná mikl um árangri 700.000.000 dollara erlend fjárfesting á 10 síðustu árum Síðasta áratug hafa írar gert markvissar og vel heppnaðar tilraunir til að laða erlend fju- irtæki til fjárfestingar á ír- landi. Tilgangurinn með þess- ari starfsemi. sem er m.a. fólg- inn í margháttaðri fyrirgreiðslu til hinna erlendu fyrirtækja, er aðallega tvenns konar: Annars vegar hefur frum reynzt nauð- synlegt að skapa nýjar atvinnu- greinar og hins vegar að stöðva þann mikla fólksflótta sem er frá landinu. SKORTUR Á GÓÐUM AT- VINNUTÆKIFÆRUM — FÓLKSFLÓ TTI. Það var ekki óalgengt að heilu fjölskyldurnar dreifðust út um allar jarðir. Árið 1946 fluttust 50 þúsund írar til ann- arra landa. Þessi tala hefur nú lækkað mikið eða niður í 16 þúsund manns. Engu að síður er fólksflóttinn mikið vanda- mál fyrir íra, sem á þennan hátt telja sig missa margt af sínu dugmesta fólki. Það var eins og áður segir til að stöðva fólksflóttann, en einnig til að bæta lífskjörin og draga úr at- vinnuleysi, að írar hófu fram- kvæmd áætlunar um stórfellda iðnaðaruppbyggingu sem byggðist á því að laða erlend iðnaðarfyrirtæki til landsins með miklum skattfríðindum og beinum styrkjum. IÐNVÆÐING — FRAMFARIR. Framkvæmd áætlunarinnar hefur nú borið þann árangur að írland, sem áður grundvall- aði efnahagslíf sitt á landbún- aði, aflar nú meira en helmings sýnilegra útflutningstekna sinna af iðnaði samanborið við 30% árið 1960 og 6% árið 1950. Um 200 aðilar hafa stofnað til yfir 300 fyrirtækja síðastliðin 10 ár. Fjárfestingin er yfir 700 milljónir bandarískra dala og er talið að þessi fyrirtæki veiti um 50 þúsund manns atvinnu. SKATTAÍVILNANIR — BEINIR STYRKIR. Um það bil þriðjungur hinn- ar nýju fjárfestingar kemur frá bandarískum fyrirtækjum. Hins vegar er fjöldi brezkra og þýzkra fyrirtækja meiri, en hinna bandarísku. Það sem að- allega hefur laðað hin erlendu fyrirtæki til írlands er völ á starfskrafti, en þó fyrst og fremst skattaívilnanir og bein- ir styrkir. Skattaívilnanirnar eru allt að að 20 ára skattfríð- indi á tekjum af útflutningi og beinir styrkir nema allt að 50% af kostnaði við fjár- festingu í vélum og tækjum og öllum kostnaði við þjálfun starfsfólks. Hefur írska stjórn- in notað um 170 milljónir doll- ara í þessu skyni síðustu 10 ár- in og 26 milljónir dollara sl. ár. FERÐAMANNAÞJÓNUSTA. Nátengt þessari viðleitni til aukningar iðnaðar er uppbygg- ing írska flugfélagsins Aer Lingus, sem he/ur með aðstoð Ferðamálaráðs írlands stórauk- ið tekjur íra af ferðamönnum þannig að þær eru nú taldar vera um 240 millj. dollara ár- lega. Félagið hefur nú um ára- bil verið rekið með hagnaði á sama tíma og flugfélög margra ríkja berjast í bökkum. Ferða- mennirnir, sem eru ýmist fólk í fríi ellegar fólk úr viðskipta- heiminum, hafa breitt út hróð- ur íra og aukið áhuga manna víða um heim á landi og Þjóð og þeim möguleikum, sem þar eru fólgnir. SKIPULEG EN SVEIGJAN- LEG VINNUBRÖGÐ. Sérstakt ráð fjallar um allar umsóknir frá erlendum fyrir- tækjum. Starfsemi ráðsins, við- horf öll og þær reglur, sem það leggur til grundvallar vali sínu á erlendum fyrirtækjum, sem og úthlutun styrkja og fríð- inda, hafa mikið breytzt síðan ráðið tók til starfa. Framan af voru gerð margvísleg mistök, og alltof algengt að fyrirtæki væru sett á stofn, sem síðan urðu að hætta starfsemi eftir tiltölulegan stuttan tíma. Iðnað- aruppbyggingin hófst í kring- um Shannon-flugvöllinn og þess voru dæmi að fyrirtæki næðu vart eins árs aldri. Síðan hefur vaxandi áherzla verið lögð á að laða að fyrirtæki, sem vilja staðsetja rekstur sinn í héruðum. sem skortir mann- afla. Um leið hefur verið lögð vaxandi áherzla á að fá inn fyrirtæki, sem rekin eru á grundvelli mikillar tækni, en þurfa hlutfallslega mikinn mannafla, helzt karlmenn. Þau fyrirtæki, sem setjast að á svæðum, sem hafa sérstök vandamál t.d. atvinnuleysis- vandamál fá hærri styrki, er geta numið 55% af verðmæti fasteigna en að öðrum kosti 20 FV 10 1971
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.