Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 22

Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 22
GREINAR OG VIÐTÖL Öllum breytingum slegið á frest, nema í utanríkismáium Allt að 6 mánaða umþottunartími talinn nauðsynlegur vegna kjarabótanna, sem lofað hefur verið Það er merkileg stjórnar- stefna, stefnan, sem enginn kemur auga á. Manni flýgur í hug sagan um Potemkin-tjöld- in. Fyrir alþingiskosningar full- yrtu núverandi stjórnarflokkar, einkum Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið, að þeir hefðu mótaðan valkost and- spænis þáverandi stjórnar- stefnu. Þeir hafa nú verið við völd á fjórða mánuð og það er ekki nóg með að stjórnarstað- an vaði í villu og svíma um fyrirætlanir stjórnarinnar. Ráð- herrarnir vita ekki hver stefn- an verður. Hvernig stendur á því, að valkosturinn liggur ekki ljósar fyrir en þetta? Fyrir kosningar, töldu núverandi stjórnarflokkar sjálfsagt, að gengið yrði að öllum kröfum launþegasamtakanna. Hvernig eru viðbrögðin um þessar mund- ir? Ríkisstjórnin telur sig þurfa allt að sex mánuðum til að átta sig á kröfum, sem áður var tal- ið sjálfsagt að ganga að án verk- falla. KRÖFURNAR UM 40%. í heild fela kröfur launþega- hreyfingarinnar í sér kringum 40% hækkanir. Þær eru hlið- stæðar hæstu kröfum á síðustu árum. Það hefur verið tilhneig- ing launþegasamtakanna að reyna að knýja fram verulegar kauphækkanir í góðærum. Ár- ið 1965 var t.d. samið um nál. 18% kauphækkanir, en þá voru heildarkröfurnar hlutfallslega svipaðar og nú, og mikill upp- gangur alls staðar í atvinnulíf- inu. Nú fara saman einkar hag- stætt verðlag á útflutningsaf- urðum og gylliboð ríkisstjórn- arinnar. Hvað er því eðlilegra, miðað við það sem á undan er gengið. en kröfurnar séu upp- spenntar? Einstakt góðæri segir í sjálfu sér lítið um greiðslugetu at- vinnuveganna. Um þessar mundir eru útflutningsgrein- arnar að ná sér eftir áföllin 1967-1969. Og framundan blasir við stórfelld útgjaldaaukning í hraðfrystiiðnaðinum, vegna endurbóta með tilliti til Banda- ríkjamarkaðar. Greiðsluhalli vofir yfir rikissjóði og versn- andi gjaldeyrisstaða virðist fyr- irsjáanleg. Nýr útflutnings- iðnaður er að skjóta rótum, en á við harða samkeppni að etja. Þannig mætti lengi telja upp dsimi þess, sem hafa verður hliðsjón af, þegar greiðslugeta atvinnuveganna er athuguð. BIÐLUND, EN HVERS ER BEÐIÐ? Svo virðist vera að verka- lýðsleiðtogar geri sér grein fyr- ir því, að ríkissjóður og at- vinnuvegirnir eiga erfitt með að mæta kröfum þeirra. Þeir sýna biðlund, sem vitað var að þeir áttu til, en hefur sjaldnast. verið látin þjóna hagsmunum launþega. Nú er útlit fyrir að ríkisstjórnin geti fengið allt að hálft ár til að átta sig fullkom- lega á ölum aðstæðum. Ég fæ ekki séð að íslenzka ríkisstjórnin, fremur en aðrar vinstri stjórnir, sem komist hafa að völdum í Evrópu síð- ustu áratugi, sé þess umkomin að gera stórfelldar breytingar á efnahagskerfinu. Raunveru- legur vinstri valkostur er að þessu leyti ekki til, annar en sá sem almenningur mundi und- ir eins hafna og þykir ekki leng- ur boðlegur. Hins vegar hefur ríkisstjórnin í málefnasamningi þeim, sem gerður var við stjórn- armyndunina, lagt áherzlu á, „að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþró- un, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum undanfarin ár og leitt hefur til síendurtekinna gengislækkana og óðaverð- bólgu.“ Hér er ekki verið að lofa stöðvun verðbólgunnar, eins og forsætisráðherra benti á í stefnuskrá sinni á Alþingi, skömmu eftir að Alþingi kom saman. Það er verið að lofa meiri stöðugleika en lengstum hefur ríkt. En hvernig ber rík- isstjórnin sig að, til að uppfylla þetta næst þýðingarmesta stefnuskráratriði sitt? Hún byrjar á því að skapa fólkinu í landinu meiri vonir en unnt verður með nokkru móti að uppfylla, án þess að tefla af- komu þjóðarbúsins í fullkomna tvísýnu. Hún býður heim hin- um miklu kjarakröfum, sem launþegahreyfingin hefur gert, og biður svo um marga mánaða 22 FV 10 1971
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.