Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 23

Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 23
Oialur jóhannesson íorsœtis- ráðherra ílytur stefnuskrárrœð- una á Albingi. Jóhann Haístein talar við sama tœkifœri af hálfu Sjálfstœðis- flokksins. Beneaikt Gröndal skýrir af- stöðu Alþýðuflokksins. Handverkfæri og búséhöld V%*1» »»»//, á tmœent RFYKJAVÍK frest til að átta sig á öllu sam- an. KERFISBREYTING ER EKKI í VÆNDUM. Ég sagði, að ríkisstjórnin ætti þess ekki kost að gera kerfisbreytingu, án þess að magna á sig andstöðu almenn- ings í landinu. Ríkisstjórnin hefur ekki áhuga á slíkri and- stöðu í bili, né átökum, sem tefla lífi hennar í tvísýnu. Ég held að stjórnarflokkarnir séu að reyna að búa sig undir að geta setið við völdin sem allra lengst. Ég hygg að þeir muni reyna að tróna á þjóðhátíðinni 1974, ef til vill halda upp á brottför varnarliðsins, þetta sögulega ár. EIN STEFNUBREYTING. En að einu leyti verður unn- ið markvisst að stefnubreyt- ingu. Áður en núverandi ríkis- stjórn settist að völdum var daglegt brauð að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli yrði vör við flugvélar, skip eða kafbáta frá Rússum á sveimi í námunda við ísland. Eftir valdatökuna hefur hins vegar ekkert borið á þeim. Ég hygg, að Sovétmenn muni í náinni framtíð reyna að draga fjöður yfir nærveru sína við íslandsstrendur, meðal ann- ars til að leggja ekki vopn í hendur þeirra. sem eru andvíg- ir brottför varnarliðsins. Ég á einnig von á því, að reynt verði að auka og styrkja viðskipta- tengsl okkar við Sovétríkin, bæði eftir lánaleiðinni og með auknum vöruskiptum. í þessu sambandi þykir mér rétt að minna á för nokkurra komún- ista austur til Moskvu, þegar deilurnar um þátt erlends fjár- magns í atvinnuuppbygging- unni stóðu sem hæst. Þá komu Einar Olgeirsson og Lúðvík Jós- efsson til baka og fullyrtu að Sovétríkin væru reiðubúin til að kaupa allt sem við kynnum vilja framleiða af fullunnum sjávarafurðum. Mér kæmi ekki á óvart, þótt hugmyndir komm- únista um aukinn fiskiðnað á íslandi, séu nátengdar loforðum um markaði í Sovétríkjunum. í stuttu máli sagt held ég að nú sé í uppsiglingu aukið sam- spil milli innlendra og erlendra afla til að styrkja pólitíska, efnahagslega og hernaðarlega stöðu Sovétríkjanna í landinu og umhverfis það. Þetta er sú stefnubreyting, sem unnt er að vinna að, án þess að ríkisstjórn- in eigi mikið á hættu næstu tvö til þrjú árin. Það vakti ekki sérstakar áhyggjur, þegar við stórjukum viðskiptin við Sovét- rikin á sjötta áratugnum og ég á ekki von á því að menn verði neitt áhyggjufyllri í þetta sinn og kempr margt til. En það mun að minni hyggju velta á afstöðu einstaklinga og sam- taka í atvinnulífinu hvernig af- leiðingarnar verða af hinni nýju tilraun til að tengja ís- land og Sovétríkin „traustari böndum“ en hingað til. FV 10 1971 23.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.