Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 25

Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 25
frá samningum við Bretland, Danmörku, Noreg og frland fyrir næstu áramót, en síðan tekið til við að ganga frá samningum við EFTA-löndin sex, sem ekki hafa sótt um aðild, Austurríki, Finnland, ísland, Portúgal, Sviss og Sví- þjóð. 2. STJÓRNSKIPAN Bandalag Evrópuríkja, — eða „Samfélag Evrópuríkja“ — greinist í þrjú bandalög, sem stofnuð voa-u með sérstökum sáttmálum: Efnahagsbandalag- ið, Kjarnorkubandalagið og Kola- og stálsambandið. Nú orð- ið hafa þessi bandalög sameig- inlegt stjórnkerfi. Helztu á- kvörðunareiningar þess eru: 1. Ráð bandalagsins. 2. Framkvæmdastjórn. 3. Evrópuþingið. 4. Dómstóll bandalagsins. Mikilvægustu stjórnareining- ar aðrar eru: Efnahags- ogfélagsmálanefnd- in, Framkvæmdasjóður fyrir þróunarlöndin. Fjárfestingar- bankinn, Félagsmálasjóðurinn, Ráðgefandi nefnd um gjaldeyr- ismál. í bandalaginu á sæti einn ráð- herra frá hverju aðildarríkj- anna. Ekki þarf sami ráðherra að mæta hverju sinni, og sú venja hefur skapazt, að ráð- herra getur sent embættismann sem staðgengil sinn. Ráðherra er heimilt að gefa öðrum ráðs- manni umboð til að fara með atkvæði sitt, en þeirri heimild hefur sjaldan verið beitt. Svo fremi annað sé ekki tekið fram, kveður Rómarsáttmálinn svo á um, að einfaldur meirihluit at- kvæða skuli ráða við ákvarðan- ir ráðsins. Undantekningar frá þessari reglu eru hins vegar svo marg- ar. að aðalreglan um einfaldan . . . . viðskiptabandalaganna. meirihluta er í reynd orðin að undantekningu. í flestum mik- il vægum málum hefur reglan um skilorðsbundinn meirihluta orðið ráðandi. Skipting at- kvæða milli bandalagsríkjanna er þá, sem hér segir: Frakk- land. Ítalía og Vestur-Þýzka- land hafa hvert um sig fjögur atkvæði, Belgía tvö, Holland tvö og Luxemborg eitt, eða sam- tals 17 atkvæði. Til þess að á- kvarðanir ráðsins um tillögur framkvæmdastjórnar séu bind- andi þarf 12 meðatkvæði. Þann- ig er hugsanlegt, að hinir þrír stóru ráði á kostnað hinna fjög- urra smáu. í öllum öðrum málum eru tólf atkvæði ekki nægileg. Þar þarf atkvæði minnst fjögurra landa að koma til. í reynd hafa flest mál verið afgreidd með samhljóða atkvæðum. Hið svokallaða Luxemborgar- samkomulag frá árinu 1966 fel- ur í sér mikilvæga tilslökun frá ákvæðum Rómarsáttmálans um meirihluta ákvarðanir. Sam- komulagið ber með sér, að í málefnum, þar sem eitt eða fleiri bandalagsríkjanna hafi sérstaklega mikilvægra hags- muna að gæta. skuli leitazt við að ná einhuga samkomulagi „innan sanngjarna tímatak- marka“. Frakkar gengu lengst og vildu gera það að algeru skilyrði, að umræður um mikil- væg málefni héldu áfram, unz samþykki allra aðildarríkjanna lægi fyrir. Með tímanum hefur skapazt fastmótuð vinnutilhögun milli ráðsins og framkvæmdanefnd- arinnar, svo og m.yndazt venj- ur um samstarf þessara aðila annars vegar og hins vegar nefnda og sendifulltrúa aðildar- ríkjanna i Brússel. í Framkvæmdanefnd eru níu menn, tilnefndir af ríkis- stjórnum aðildarríkjanna með gagnkvæmu samkomulagi. Skal minnst einn nefndarmanna vera frá hverju landi, en mest tveir. Um tíma voru nefndar- menn fjórtán. Framkvæmdanefndin á að fylgjast með störfum bandalags- ins og framvindu mála. Hún á að sjá um, að aðildarríkin fari eftir gerðu samkomulagi. Hún getur kært einstök ríki fyrir dómstól bandalagsins — hvað og hefur átt sér stað. Hún kem- ur fram fyrir hönd bandalags- ins í Evrópuþinginu og er ábyrg gagnvart því. Ákvarðanir nefndarinnar skulu teknar með meirihluta atkvæða, þ.e. minnst 5 verða að vera með. En sem um ráðið hefur framkvæmda- nefndin yfirleitt afgreitt mál með samhljóða atkvæðum. Nefndarmenn hafa skipt með sér verkum og málefnum. Þann- ig heyra 20 sérdeildir undir nefndina. Sérfræðingar og aðrir starfsmenn þessara deilda eru valdir af aðildarríkjunum á sama hátt og fulltrúar í fram- kvæmdanefnd og gildir um alla, að þeir skulu vera óháðir skoð- unum ríkisstjórna viðkomandi landa. Á Evrópuþinginu eiga sæti 142 þingmenn frá bandalags- ríkjunum sex. Skipting þeirra milli ríkjanna er með svipuðum hætti og í Evrópuráðinu. Frakkland, Ítalía og Vestur- Þýzkaland hafa 36 þingmenn hvert, Belgía og Holland 14 hvort, og Luxemborg 6. Evrópuþingið hefur hvorki löggjafarvald né framkvæmda- vald eins og venja er um þjóð- þing. Hlutverk þess er nánast að vera ráðgefandi við fram- kvæmdaaðila bandalagsins. Gert er ráð fyrir, að þingmenn- irnir sén sjálfstæðir fulltrúar fólksins og taki ekki við tilsögn frá hlutaðeigandi ríkisstjórnum, þjóðþingum eða stjórnmála- flokkum. Aðalvald sitt getur Evrópu- þingið sýnt með því að gera skriflegar og munnlegar fyrir- spurnir til framkvæmdanefnd- arinnar. Þá getur þingið sam- þykkt vantraust á nefndina, og verður hún þá öll að segja af sér. Til þessa þarf a.m.k. tvo þriðju greiddra atkvæða. eða meira en helming allra þing- manna. Evrópuþingið hefur komið upp 13 fastanefndum um ýmis mikilvæga málefnaflokka. Fjármögnun starfseminnar var í upphafi skipt þannig á milli aðildarríkja Efnahags- bandalagsins (bein framlög): Belgía 7,9% Vestur-Þýzkaland 28,0% Frakkland 28,0% Ítalía 28,0% Luxemborg 0,2% Holland 7,9% 100,0% Framlögin voru svipuð hlut- fallslega til Kjarnorkubanda- lagsins og Kola- og stálsam- bandsins. Frá því 1. janúar 1971 hefur FV 10 1971 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.