Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 37

Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 37
við þessu vandamáli. Þetta er ekki þrautreynt enn, og við munum reyna að nota tímann vel til þess að tryggja hag okk- ar, eftir þeim leiðum, sem að er stefnt. FV: Komumst við af utan tollmúra stækkaðs Efnahags- bandalags? LJ: Það er ekki endilega aðalatriðið, við höfum verið ut- an tollmúra EBE og lifum enn. Að vísu verður það óneitanlega breyting, er EBE stækkar. En þessar þjóðir verða auðvitað að sætta sig við sams konar tolla hjá okkur, ef til þess kemur. Nei, aðalatriðið er þetta, að hér er um að tefla viðskipti við okkar gömlu viðskiptaþjóðir, og viðskipti, sem við höfum vanist, vörur, sem við fellum okkur við og henta okkur. Það yrði mestur vandinn, að snúast við því, ef fótunum yrði að verulegu marki kippt undan þessum viðskiptum, hvað snert- ir venjur og smekk. STRANGT VERÐLAGSEFTIR- LIT ÁFRAM FV: Verðlagshöftin hafa ver- ið verzluninni hvað mestur þyrnir í augum innanlands, og það kom í ljós, m. a. með skýrslu verzlunarmálanefndar, að matvöruverzlunin var rekin með tapi. Það er fullyrt, að rekstur í ýmsum verzlunar- greinum sé erfiður, jafnvel á þessum miklu veltutímum síð- ustu misserin. Er að vænta ein- hverra breytinga í verðlagsmál- unum? LJ: Það er eins og í fleiri málum á þessu sviði, ósköp lít- ið hægt að segja um þetta, enn sem komið er. En ég tel það óhjákvæmilegt að halda uppi ströngu verðlagseftirliti á mikl- um þenslutímum, og það mun verða gert. Mín skoðun er sú, að það séu engan veginn til staðar þau skilyrði, að frjáls samkeppni geti ein saman tryggt sanngjarnt og eðlilegt verðlag. Það er möguleiki í ein- staka tilvikum, en í okkar til- tölulega litla umhverfi, er ekki um það að ræða, þegar gæt- ir verulega þenslutilhneiginga, eins og nú. MIKIL ÞÖRF AÐ TAKA VERÐLAGSKERFIÐ TIL ENDURSKOÐUNAR FV: En ert þú þá ánægður með verðlagskerfið, eins og það er? LJ: Nei, því fer víðs fjarri. Það er mikil þörf að taka það til gagngerðrar endurskoðunar, FV 10 1971 og gera það eðlilegra og virk- ara. Álagningarreglur eru í mörgum tilfellum ónákvæmar og beinlínis ósanngjarnar, það þarf að finna eðlilegt samræmi, og sanngirni þarf að gæta bet- ur en gert er. FV: Er þá að vænta breyt- inga á næstunni? LJ: Nei, þetta er flókið og viðamikið mál, og viðkvæmt, það hafa verið flutt um þetta frumvörp, og þau valdið mikl- um deilum, og allar meirihátt- ar breytingar hljóta að taka vissan tíma, eins og á stendur. Þetta mál þarf að vinnast í samráði við þá aðila, sem starfa að verzlun og þjónustu, og það mun verða gert. Það mun ekki verða gengið fram hjá þeim aðilum við neinar þær breyt- ingar, sem hugsaniegt er að gerðar verði. ÚTTEKT Á VERZLUNINNI FV: Er það ef til vill þannig, að það skorti gögn til að byggja á breytingar? LJ; Já, það skoi'tir gögn. Það hafa ekki enn verið gerð- ar skýrslur um verzlun, eins og aðra atvinnuvegi. Ég vakti á sínum tíma athygli á því í Hagráði, að það vantaði til- finnaniega haidgóðar upplýs- ingar um þörf verziunarinnar, og þörf fyrir verzlun, hvernig hún hentar okkur bezt, og sam- anburð við nágrannalöndin. Það væri mjög gagnlegt, að fá heild- arúttekt á verzluninni. FV: Er það þá ekki bein- línis forsenda breytinga? LJ: Jú, það er það. FV: Verður þá slík úttekt gerð á næstunni? LJ: Slíkar úttektir og öll slík skýrslugerð um atvinnu- vegina hefur verið í höndum Efnahagsstofnunarinnar, og ég teldi mjög eðlilegt, að verzl- unin yrði á sama báti. Ég get ekkert sagt um það, hvort má vænta þess, að úttekt verði gerð alveg á næstunni, og það verður ekki, nema ef það verð- ur gert af hálfu Efnahagsstofn- unarinnar. VERZLUNIN MIKILVÆGUR ÞÁTTUR í EFNAHAGS- KERFINU LJ: í þessu sambandi vil ég leggja áherzlu á þá skoðun mína, og sem bjó að baki því, að ég vakti máls á skýrslugerð um verzlunina í Hagráði, að ég tel það ekki einungis gagnlegt og nauðsynlegt fyrir verzlun- ina sjálfa, það er gagnlegt fyr- ir alla, verzlunin er það mikil- BUXUR ÁVALLT MIKIÐ ÚRVAL • Herrabuxur • Drengjabuxur • Telpnabuxur • Táningabuxur • Dömubuxur • Skíðabuxur • Barnaúlpur • Herrasloppar Fatagerðin 1 ji& B Hn m B Skulagötu 26 — Reykjavík Slmi 20765 LEIÐAMDI IVIAT- OG MÝLEMDLVÖRL- HEILDVERZLLM SÍDAM 1912 Nathan & Olsen hf. Ármúla 8, Reykjavík. Sími 81234. 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.