Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 55

Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 55
Þau voru 5.2 pör á dagsverk í nóvember og desember, en fóru hæst í sjö pör á dags- verk. Nú eru þau fullkomlega það, sem reiknað var með í upphaii. Annars er okkur það keppikefli að fara ekki hraðar en svo, að skórnir okkar geti með sönnu talizt vel gerðir skór. — En hvaðan fáið þið hrá- efnin? Haifdór: Þau eru svo til öll flutt inn, aðeins lítilsháttar, sem við fáum frá Iðunni á Akureyri. Efnin fáum við mikið frá Hollandi, Vestur- Þýzkalandi og Engiandi, auk margra fieiri Evropulanda. — Þið notið sem sé ekki mik- ið íslenzkt leður? Haiidor: Nei, og það stafar m. a. af því, að hér á landi er engin ieðursútun, heldur ein- ungis loðsútun. — En hvernig gengur salan? Halldór: Kaupmenn hafa mætt okkur af miKÍum skilningi og salan gengið vel, enda höf- um við ekki efni á að liggja með mikinn lager. Ég tel, að við höfum verið mjög heppn- ir með dreifingaraðila, en heildverzlunin H. Sveinsson h.f. sér um heildsöluna fyrir okkur á svæðinu frá og með Vík í Mýrdal að og með Ak- ureyri. Við sjáum hins vegar sjálfir um dreifinguna á Austurlandi og Norðurlandi eystra, að Eyjafirði. Nú, sam- keppnin á markaðnum er eðlilega hörð, en okkar skór seljast, og það sýnir, að fólki líkar þeir. — En hver er framleiðslu- getan? Halldór: Segja má, að hún sé nokkuð teygjanleg'. Við áætlum að framleiða 13 þús- und pör á þessu ári, en véla- kosturinn gæti skilað allt að þrisvar sinnum meiru. — En hvað haldið þið um framleiðslu og söluaukningu í framtíðinni? Sigurður: Við erum alltaf að leita að einhverju, sem gæti orðið til þess að nýta betur framleiðslugetuna. Það gera reyndar allir, ogmeð vaxandi reynzlu tekst okkur efalaust að finna það, sem við leitum að. — Þið eruð sem sé ekki mjög svartsýnir? Halldór: Við reynum að vera raunsæir. Margt fer öðruvísi en ætlað er, og þá er að læra af því. Upprunalega var það t. d. ætlunin að liggja ekki með efnislager. En það reynd- ist ókleift. I upphafi var sam- ið við IATA flugfélögin um flutninginn, en samt er ekki undir því eigandi að eiga ekki hráefnislager, og þurfa e. t. v. að hætta framleiðslu í miðju kafi vegna efnis- skorts. Ég vil taka það fram, að flugfélögin hafa staðið við sitt, það er bara afgreiðslu- tíminn, sem getur orðið furðu langur. En það kostar fé að liggja með efni, og vext- irnir eru háir eins og allir vita. FENGUM BARA BRÉF ... — Þið hafið að sjálfsögðu þurft á lánum að halda við þessa uppbyggingu? Halldór: Jú, við fengum eina milljón úr Atvinnujöfnunar- sjóði og eina milljón úr Iðn- lánasjóði. Úr Iðnþróunarsjóði sóttum við um styrk, en feng- um bara bréf. Við erum litlir, og þeir töldu sig ekki geta farið inn á þá braut að styðja litla til að verða stærri. En úr því að við erum að ræða afkomuna, þá vil ég láta það fylgja, að þó ekki sjáist hagnaður, þá virðast hlutirnir stefna til betri veg- ar. Þetta leitar upp á við. — Og undir lokin, hvað vinn- ur margt fólk hér? Sigurður: Hér eru yfirleitt stai'fandi 15-18 manns og skila að jafnaði 14 dagsverk- um. í þessum hópi eru hús- mæður, en sumar hverjar vinna einungis hálfan dag- inn. Þessu fólki á Skóverk- smiðjan mikið að þakka. Að- lögunarhæfni þess við störf- in hefur verið ótrúleg og ör- yggið vaxandi. Við erum ekki stærri en það, að enn gætir hjá okkur alúðar við hvern skó, og sú alúð verður aldrei fyrirskipuð, heldur kemur frá fólkinu sjálfu. — En að lokum: af hverju heitir verksmiðjan AGILA? Sigurður: Nú, ætli það sé ekki af því, að hún er staðsett hér á Egilsstöðum. Agila er forn- germanska og orðið Egill er myndað af því. Og við von- um, að undir nafni AGILA getum við séð æ fleirum fyr- ir hentugum, vönduðum og ódýrum skóm. Halldór: Já, það er einmitt stefnan. KI FRANCH MICHELSEN ÚRSMIÐUR LAUGAVEGI 39 REYKJAVÍK MÚRBROT SPRENGIVINNA ÖNNUMST hvers konar verk- takavinnu. Tíma- eða ákvæðisvinna. LEIGJUM ÚT loftpressur, krana, gröfur, víbratora, dælur. VÉLALEIGA STEINDÓRS SF. verkstæði 10544 skrifstofa 30435. FV 10 1971 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.