Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 39

Frjáls verslun - 01.02.1998, Side 39
NÆRMYND myndu segja að eina systírin í hópi bræðra væri oft ákveðnari og stefnufast- ari en stúlkur sem hefðu alist upp með öðrum systrum. LÆRÐI í LONDON Kristín hafði snemma áhuga á að læra snyrtífræði og ætlaði fyrst í Fjöl- brautaskólann við Armúla en fór síðan á samning hjá Maríu Dalberg sem rak snyrtístofu í Bankastrætí ásamt manni sínum, Hallgrími Dalberg. Þar lærði Kristín sitt fag og fór síðan til framhalds- náms í London og lærði þar við skóla sem hét Complexion International London School of Makeup. Kristín lauk námi 1983 sem förðunar- og snyrti- meistari og kom þá heim. Hún setti fljót- lega upp sína eigin snyrtístofu, sem var kennd við No Name snyrtivörur, og rak hana næstu sex árin. Næsta skref var að selja snyrtistof- una og setja á stofn heildverslunina Rek- Is sem einbeitti sér að innflutningi á snyrtivörum. Kristín sneri sér í auknum mæli að markaðsmálum og kom meðal annars á þeim sið að á hverju ári er út- nefnd sérstök No Name stúlka sem er nokkurs konar andlit snyrtivaranna hér- lendis og fulltrúi fyrirtækisins. Þessi út- nefning hefur oft vakið athygli þegar frægar fegurðardísir eins og Linda Pétursdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Edda Björg- vinsdóttir hafa borið titilinn. Nú- verandi No Name stúlka er Val- gerður Matthíasdóttir, arkitekt og sjónvarpsstjarna. HJÓNABANDIÐ Kristín giftist 1989 Halldóri Kristjánssyni, heildsala og at- hafnamanni. Hann er stundum talin tíl „Kók“ ijölskyldunnar en móðir hans, Iðunn Björns- dóttír, er systir Péturs Björns- sonar í Vífilfelli. Þau hjónin voru töluvert í sviðsljósinu um tíma, sérstaklega vegna kaupa sinna á framleiðslu- deild ÁTVR og framleiðslu og útflutnings á Eldur&ís vodka. Þau ráku saman heildversl- unina Rek-ís og fyrirtæki eins og Eld- haka kom við sögu þeirra um tíma. Hall- dór og Kristín voru í hringiðu sam- kvæmislífsins um tíma og töldust til ís- lenska þotuliðsins ef það er þá til í ís- lensku samfélagi. Þau slitu hjónabandi VINNUSAMUR KENNARI Hún á afar auövelt með að umgangast fólk og mynda tengsl við það, eins og er ákaflega mikilvægt í starfi eins og þessu. Kristín er fljóthuga og stundum gætir óþolinmæði í fari hennar en hún er samt góður kennari sem á auðvelt með að miðla þekkingu sinni til fólks. sínu 1994 og síðan heíur Kristín verið ein á ferð. Hún býr í dag á Leifsgötu 4 þar sem hún leigir íbúð. Skilnaður er hlutskipti margra og oft verða hatrömm átök í kjölfarið þar sem tekist er á um eigur, börn og annað sem getur komið til skipta. Það var, að sögn, ekki í tilviki Kristínar og Halldórs held- ur skildu leiðir þeirra í vinsemd og sam- band þeirra er án sárinda í dag. Þau höfðu verið í sambandi um árabil áður en þau giftust og voru því ágætlega und- irbúin þótt endingin væri ekki meiri en raun ber vitni. VINNUÞJARKURINN KRISTÍN Kristín vinnur gríðarlega mikið eins og margir sjálfstæðir atvinnurekendur. Dæmigerður vinnudagur hjá henni byrj- ar á því að hún fer í Baðhús Lindu P. og stundar þar leikfimi og líkamsrækt en það gerir hún að jafnaði þrisvar í viku. Þaðan liggur leiðin svo á Hverfisgötuna þar sem bækistöðvar hennar eru og eftír hefðbundin vinnudag í heildverslun og snyrtistúdíói tekur við kennsla í förðun- arskólanum á kvöldin sem stendur fram undir miðnætti. Starf hennar er fjöl- breytt því fyrir utan rekstur heildversl- unarinnar sinnir hún mikið ráðgjöf, fyr- irlestrum og þess háttar verkefnum fyr- ir félög, einstaklinga og sérstök tilefni. Það er oft orðið áliðið þegar Kristín stefnir heim og lítið um tómstundir tíl annars en að hvíla sig og horfa á sjón- varp. Þó hefur Kristín gefið sér tíma til þess undanfarin tvö ár að vera þátttak- andi í verkefni á vegum Reykjavíkur- borgar sem hefur hlotíð nafnið Brautar- gengi og er ætlað konum í atvinnulífinu. Markmiðið er að hjálpa þátttakendum til þess að koma undir sig fótunum í at- vinnulífinu veita þeim sjálfstraust tíl að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd og kenna þeim undirstöðuatrið- in í því að koma vöru og vinnu á markað. Fyrirkomulagið í Brautargengi hefúr verið með þeim hættí að fyrra árið sátu þátttakendur á skólabekk alla mánu- daga en seinna árið einn mánudag í mánuði. Þær sextíu konur, sem verið hafa þátttakendur í þessum fyrsta áfanga verkefnisins, hafa ákveðið að stofna með sér félag og halda áfram tengslunum eftir að náminu sleppir. Þarna virðist því vera að myndast nokk- urs konar grasrótarhreyfing kvenna í at- vinnulífinu. Þannig er vinnu- dagur Kiástínar alls ekki alltaf liðinn þótt hún loki dyi'unum á Hverfisgötunni og haldi heim á leið. Iðu- lega fer hún heim með stóran bunka af pappírum undir hend- inni sem hún situr yfir eitthvað fram yfir mið- nætti. LJÓSMYNDUN OG TÓMSTUNDIR Kristín hefur því nær engan tíma aflögu til þess að iðka hefðbundin áhugamál í tómstundum og er ekki félagi í neinum samtökum eða klúbbum. Þegar hvíldarstundir gefast horfir hún á myndbönd og eyðir tíma með vinkonum sínum. Hún hefur mikið samband við bræður sína og móður sem enn vinnur hálfan daginn í Múlakaffi. No Name 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.