Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Síða 47

Frjáls verslun - 01.02.1998, Síða 47
MARKAÐSMAL ALVARA EÐA GRÍN „Þegar sjónvarpið á íslandi var svarthvítt og stjórnmálamenn voru þéraöir á skjánum var ekki mikið um flím og spé í dagskránni. Undir- staða hennar var dauðans alvara og engin sjáanleg ástæða til þess að hafa lífið í flimtingum. Þó var eitt Ijós í myrkrinu. í ársbyrjun var oft hægt að hlæja sig máttlausan að auglýsingum Happdrættis Há- skóla íslands." anna tveggja. Á hverju ári voru þeir í nýju gervi og eitt árið dönsuðu þeir og sungu: Sértu hundheppinn, úr My fair lady. Það er jafnvel freistandi að halda því fram að þeir félagar hafi verið frumgerðir -prótótýp- ur- iýrir ákveðið form af kimni sem síðar birtist á skjánum, Kaffibrúsakörlunum og nú síð- ast í Boga og Örvari. Tveir al- þýðuspekingar sem skemmtu fólki með orðaleikjum og brönd- urum. „Á þessum tíma hélt ég því statt og stöðugt fram að auglýs- ingar ættu alls ekki að skennnta fólki heldur fræða það og upp- lýsa. Þetta stendur m.a. í bók sem ég skrifaði um auglýsingar. Á þessum árum voru happ- drættisauglýsingarnar alltaf frumsýndar á annan dag jóla og þjóðin beið eftir þessu. Kannski var maður viljugri að gera eitt- hvað skemmtílegt vegna þess.“ Á þessum tíma rak Ólafur auglýsingastofuna Argus og Happdrættið var meðal við- skiptavina. Það voru Ólafur og Hilmar Sigurðsson sem lögðu á ráðin við gerð fyrstu auglýsing- arinnar og með þeim unnu Jón Þór Hannesson og Snorri Þóris- son sem síðar stofnuðu Sagafilm. UPP MEÐ HÚMORINN Og hvernig er svo húmorinn hjá happdrættínu árið 1998? I ár sjáum við íjóra sérstæða karaktera sýsla við ýmsar íþrótt- ir. Einn baslar í keilu, annar puð- ar í biljarð, einn fleygir pílum og enn einn veifar golfkylfu. Þeir eru allir með réttu græjurnar, passandi skó og vita hvað á að gera en gengur kannski ekki vel. En þeir vilja vinna. Helgi Helgason hjá Góðu fólki sagði í samtali við blaðið að sjónvarpsauglýsingar um happ- drætti væru umfram allt stemn- ingsauglýsingar. „Það þarf ekki að segja fólki að ef það hlýtur stóra vinninginn þá geti það keypt sér þetta eða hitt. Það hafa allir sína drauma um það og vita út á hvað þetta gengur. Það, sem við vildum koma til skila á skemmtilegan hátt, er að þér getur gengið mis- jafnlega vel í íþróttum en í happ- drættinu eru allir jafnir. Þar koma menn til dyranna eins og þeir eru klæddir og eiga sömu möguleika og aðrir.“ Helgi sagði að hluti verkefii- isins í þessu tilfelli væri að hleypa nýju lífi í þekkta vöru. Bæði hér og erlendis væri vin- sælust sú leið, þegar þyrfti að auglýsa happdrætti eða lottó, að nota kímni og skemmtun til þess að skapa jákvæða stemn- ingu gagnvart leiknum. „Þetta er fyrst og fremst leik- ur og engin ástæða til að vera með neina alvöru og leiðindi. Persónurnar í auglýsingunum eru valdar með tilliti til þess að þetta sé fólk sem maður sér ekki í auglýsingum dagsdaglega. Það undirstrikar að allir geta verið með eða eins og þau segja: „Eg vil vinna.“ Við völdum persónur sem skapa umtal og vekja athygli. Happdrættið þurftí nauðsynlega á því að halda að komast í umræð- una og skapa sér stemningu. Það virðist hafa tekist með ágætum." S3 SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA Páll Ásgeir Ásgeirsson 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.