Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 75
Sá, sem dvelur í London fáeina daga og hugsar til leikhús- anna, verður að velja og hafna. Það er ekki alltaf auðvelt; hvorki verður komist yfir að sjá allt áhugavert, né heldur er tryggt að hitta á það, sem maður er spenntastur fyrir í stofnunum með jafn viðamikla verkefnaskrá og NT og RSC. Mér þóttí t.d. svolítið súrt í brotí að missa af sýningu NT á nýjasta leikriti Tom Stopp- ards, The Invention of Love, sem var ekki sýnt þá helgi sem ég drap niður fæti í borginni. Ekki sá ég heldur sýningu á nýjasta verki David Hares, annars af kunnustu leikskáldum Breta, Amy's View, með þeirri írægu leikkonu Judi Dench í aðalhlut- verki, og enn síður voru tök á því að kynnast einhverju af verkum þeirra ungu leikskálda, sem hafa vakið mikla eftírtekt á allra síð- ustu árum, svo að sumir eru í alvöru farnir að tala um vakningu í breskri leikritun á borð við þá sem varð á sjötta og sjöunda ára- tugnum og fæddi af sér skáld eins og Pinter, Wesker, Osborne og marga fleiri. En breskur leikhúskúltúr lætur ekki að sér hæða; Bretar vita sem er, að leikrit þurfa einnig að eiga líf á bók, og því er hægt að ganga að flestum þeirra nýju verka, sem sýnd eru í leikhúsunum, í öllum góðum bókabúðum (í leikhúsbókadeild Foyles við Charing Cross Road eru þau m.a.s. lögð fram á sér- stöku borði). Því get ég stuttlega vikið að fáeinum þeirra í lokin, ef væntanlegir Lundúnafarar hefðu áhuga. Hið besta í breskri leiklist Þeim, sem fara til London í von um að sjá hið allra besta sem breskt leikhús hefur upp á að bjóða, get ég þó aðeins ráðlagt að drífa sig upp í Barbican-centre á einhverja þeirra Shakespeare- sýninga, sem þar eru í boði (vissara er að tryggja sér miða áður en farið er að heiman, einkum ef maður vill ná í góð sæti - sími miðasölu er 0171 638 8891). Nú í marsmánuði verða þar á fjöl- unum þrjú af verkum hans: Cymbeline, Hamlet og Much Ado About Nothing (Ys og þys út af engu í þýðingu Helga). Eg náði aðeins að sjá hið síðasttalda og get vel mælt með sýningunni, þó að ekki þætti mér hún leysa alla krafta leiksins úr læðingi. Þannig féll mér ekki hið lokaða rými, sem leikurinn var látínn fara fram í og skapaði nánast andrúm grafhýsis, sem ég á erfitt með að koma heim og saman við verkið sjálft, einn af þokkafyllstu og vinsæl- ustu gamanleikjum Shakespeares. En menn verða auðvitað alltaf að prófa eitthvað nýtt, einnig Bretar, sem hafa kannski betri afsök- un fyrir því en ýmsir aðrir að víkja frá „hefðinni". Þetta breytti ekki heldur þvi, að þarna voru mörg skemmtileg og falleg augnablik; hvað sem segja má um breska leikara, þá kunna þeir sinn Shakespeare. Alex Jennings í öðru aðalhlut- verkinu, Benedict hinum unga, var þó tvímælalaust stjarna sýn- ingarinnar, sem var stjórnað af ungum leikstjóra, Michael Boyd, samkvæmt leikskrá lærðum í Moskvu. Ætli sé tíl nokkurs að leggja tíl, að hinir ungu leikstjórnarmeistar- ar okkar, sem hafa á síðustu misserum verið að hossa sér á textum Shakespeares við fagnaðarlæti lítilþægra, verði sendir sérstaklega til London að sjá þessa sýningu eða aðrar á borð við hana? Það væri þó tíl nokkurs, kæmi það þeim í skilning um, að textar hans gefa túlkendunum heilmikið svigrúm tíl hugarflugs og hreins leikspuna, án þess að slíkt þurfi á nokkurn hátt að bitna á listrænni hugsun verkanna. Annars er löngu kominn tími til að sýna hér Ys og þys, og nú vill svo til, að Þjóðleikhúsið á kjörna leikara í aðalhlutverkin, Benedict og Beat- rice, orðhvata elskendur sem mega ekki sjást án þess að rjúka upp með pex og kýt- ing: Eddu Heið- rúnu og Hilmi Snæ. Enþáereins gott, að við stjórn- völinn sé maður sem hefur smá EMD m AND SUNDAY &CIMKINS theletter ■DarPriœtMMsttr, ■Ym witl rtcolkcl iktt« ccftiia rilcpúoas míc » 1 ™ 0'*”“í Teaítf VHHH 1N Ajjimoí BFSIGNMION DIRF.cn® KV CHRISIOPHR IWÍORRHRN | u YVOWffi nasasjón af Shake- speare. Hver veit nema RSC sjálft gæti verið Þjóðleik- húsinu þar innan handar; við höfum áður fengið góða gesti frá Bret- landseyjum. Öld Shakespe- ares var óhemju frjó í leikskáldskapnum, og ýmis verk samtíð- arhöfunda hans eru enn leikin, ekki að- eins þeirra frægustu, Marlowes og Ben Jonsons. Að þeim gengnum færðist deyfð og drungi yfir enska leikritun, og þó að kómedíuhöfundar sýndu stöku sinnum góð tilþrif, var það ekki fyrr en með Bernard Shaw, að Bretar eignuðust nýtt stórveldi á þessu sviði. Síðan hafa þeir átt mörg ágæt leikskáld, þó að fæst séu heimsnöfn á borð við Ameríkanana, O’Neill, Williams og Miller, að Pinter undanskildum. Pinter hefur reyndar sent frá sér fá meiriháttar verk siðustu ár, en látíð því meir að sér kveða sem baráttumað- ur gegn pólitískri spillingu og félagslegu óréttlæti af öllu tagi; nú sá ég það eitt til hans í fjölmiðlum, að hann var að skammast út í stjórn Tony Blairs. COSÍOMESBV Hinni kunni leikari Edward Fox sem Harold Macmillan í A Letter of Resignation. Inn á gafl hjá fræga fólkinu En þó að fá nútimaskáld leiksviðsins nái jafn hált og Pinter hefur gert í bestu leikritum sínum, er ekki þar með sagt, að kvöldstund í félagsskap þeirra þurfi að vera illa varið. Leikrit geta vel verið merkilegur aldarspegill, þó að þau séu ekki óaðfinnanleg list. Leikskáldið er alltaf í samkeppni við önnur skemmtana- og afþreyingarform; m.a.s. Shakespeare þurfti að keppa við menn sem nú myndu kallaðir dýraníðingar og skemmtu pöplinum með því að lífláta birni, naut eða hana á kvalafullan hátt. Nú hefur ríka og fræga fólkið, svo sem kunnugt er, tek- ið við þessu hlutverki, og hví skyldi þá leikskáld, sem þarf að halda sínu gagnvart subbublöðum og sjónvai'pi okkar tíma og ekki burðast með tiltak- anlega viðkvæma samvisku, standa utan leiks- ins? Er nokkur ástæða tíl að áfellast skáldið, þó Leiklist í London 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.