Alþýðublaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 1
BL4ÍÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1971 — 52. ÁRG. — 202. TBL. ÞIÐ SMJOR- ÞEFINN Þessir ætla að komast að því! □ Alþýðublaðið hefur að undanförnu skýrt frá tveim- ur stórfróðlegum málum, sem bæði verða tekin fyrir í auka dómþing-um í lok nóvember. Bæði snúast þau um spurn- inguna: „Hver á landið — við eða „þeir“? Með „þeir“ er átt við landeigendur, ann- ars vegar í Ásahreppi og Djúpárhreppi í Rangárvalla- sýslu og hins vegar landeig- endur í Mývatnssveit. Mývatnsmálið snýst um það hvor aðiiinn, ríkið eða landeigendur við Mývatn, eigi eignaréttinn að botni Mývatns með tilheyrandi vt. ðmætum. í því máli er um að tefla tugi milljóna króna, þar sem ríkið heimiiaði Kísil- iðjunni á símim tíma afnot af botnefnum vatnsins án endurgjalds, Cn landeigend- ur halda því hins vegar fram, að botnverðmætin séu þeirra eign. Hitt málið snýst hins vegar um eigna'rétt að Holtamanna- afrétti og Þórilsvatni. Fjár- málaráðherra hefur gefið út eignardómstefnu í því máli, þar sem krafizt er viðu'rkenn- ingar á „eignarétti ríkisins að Þórisvatni og Holtamannaaf- rétti og almenningum, til forna nefnt Þjórsártungur. Gagnaðilar eru Ásahrepp- ur og Djúpárhrepur og í við- tali við Alþýðublaðið lýsti' oddviti Ásahrepps, Ölve'r Karlsson, því yfir, að íbúar hreppana myndu verða harð- ir í þessu máli. Er hér um verulegt hagsmunamál um 500 íbúa beggja hreppanna að ræða. í gærmorgnn kl. 11 áttu fund saman Ölver Karlsson, oddviti Ásahrepps, talsmaður hreppanna beggja Bjöm Fr. Björnsson, sýslumaður Rang- árvallasýslu og dómari í af- réttarmálinu og Sigurður Óla son, málflutningsmaður ríkis- • ins. Myndin hér að neðan er | tekin við það tækifæri. — Enn hefur ekki verið ákveð ið liver verjandi landeiganda í Ásahreppi og Djúpárhrcppi verður, en þess er ekki langt að bíða. — O í gær fengu Sunnlendingar smjörþefinn af þeirri mengun andrúmsloftsins, sem þjóðimar á meginlandi Evrópu eiga við! að búa, og um helgina munu flestir landsmenn eiga þess kost j að dæma um mismuninn á liinu hreina og tæra lofti, sem ein- j kennvr ísland, og skítugu verk- smiðjulofti flestra annarra Ev- rópulanda. „Þetta er sams konar loft og Krakkar fiktð í Ijósunum □ Allt gekk tiltölulega snurðulaust fyrsta dag nýju gangb'rautarljósanna við Bú- staðaveg. Þau eru í því fólg- in, að þegar fólk kemur að gangbrautinni yfir götuna, get ur það ýtt á hnapp sem kveik ir rautt ljós á móti bílum úr báðum áttum. Ljósið logar síðan smástund og þegar það [slokkna'r líðlur stundavkorij áður en hægt er að kveikja á því aftur. í fyrstu var nokkuð um að krakkar gerðu að leik sínum að fikta í ljósunum, og sumir gangandi vegfarendur héldu að nóg væ'ri að þrýsta á hnappinn og ana svo út á götuna strax. Sem betur fer lilauzt ekk- ert óhapp af þessu nema ein aftaná keyrsla sem varð und- ir kvöld í gærkvöldi. Ekki urðu þar nein slys á fólki en tinhverja>r skemmdir á bíl- um. Gangbrautarvörður var til leiðbeininga í allan gær- dag, og er ráðgert að hann verði áí'ram næstu daga þar til fólk er farið að venjast þessari nýjung. — algengast er úti um Evrópu“, sagði Jónas Jakobsson veður- fræðingur í samtali við blaðið í gæ'r. „Loftið hefur lagt leið sína frá meginlandinu austur og norð austur um hafið og hefur ekkert rignt úr því á leiðinni og það því ekki náð að hreinsast“, sagði Jónas ennfremur. í gær náði liið hlýja en ó- hreina loft um allt sunnanvert landið og síðdegis var það farið að teygja sig norður yfir landið. Evrópuloftinu fylgja mikil hlýindi og komst hitastigið í Reykjavík yfir 16 stig í gær. Á Hellu á Rangárvöllum va'r hit- inn um tíma í gær 19 stig. Hlý- indiu náðu til alls suðvestur- landsinS og jafnvel norður á Hóls fjöllum komst hitastigið upp í 15 gráffur, en í útsveitum norff- 'Framli. á bls. 2. MIKID VERÐFALL □ Mikið verðfall liefur orðið á rækjumörkuðum erlendis frá því í fyrrahaust, og hefur þetta ko,m- ið íslenzkum rækjuiðnaði afar illa. Liggur1 nærri að verðfallið hafi numið um 20%. Rækja frá Bandaríkjunum, Kanada og AI- aska liefur troðfyllt þá markaði, sem íslenzka rækjan hefur far- ið á, og hefur þetta valdið mikilli sölutregðu. Liggur nærri að nú séu í landinu 150 tonn af óseldri rækju. samkvæmt upplýsingum NÆR 150 I0NN LIGGJA HÉR ENN sem Alþýðublaðið hefur aflað sér. Sérfræðingar álíta að þessi þrð un muni haldast, og að hún standi a. nr. k. út allt næsta ár. Stöðugt eykst rækjuveiðin .meðal keppinauta okkar um markaðinn, t. d. hafa Danir ákveðið að f jór- falda það rækjumagn sem veiða má við Grænland. Nær öll rækj- an beinist á sama markað og viíl seljum á, Evrópiunarkaðinn. Þar Fnaímlh. á bls. 3. Rækjurnar renna á færibandi í rækjuverksmiðju á Bíldudat.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.