Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 12. ágúst 1976 SSSSr 2 STJÖRNMÁL alþýöu- “Ctgefandi: AlþýOullokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Otbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgbtu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur I lausasölu. Olía og hungur l nýlegri skýrslu frá Alþjóða vinnumálastofnuninni, sem gef in var úttil undirbúnings alþjóðaráðstef nu um atvinnuleysi, eru rifjaðar upp nokkrar staðreyndir, sem varla koma neinum á óvart. Þær eru þessar: Nú er talíð að um 700 milljónir manna á jörðinni búi við sára fáfækt. Um 500 milljónir manna búa stöðugt við hungur. Milljónatugir þjást af ýmiss konar sjúkdómum, sem ekki aðeins veikja mótstöðuaf I fólksins, heldur halda því, að meðalaldur í fátækustu löndunum er miklu lægri en annars staðar. Flest af þessu fólki á engan kost á læknishjálp. Á áratugnum 1960 til 1970 fjölgaði ólæsu, fullorðnu fólki á jörðinni úr 700 milljónum í 760 milljónir. Slíkar upplýsingar hafa verið kynntar um allan efnaðri hluta heims, og f jölmargar þjóðir og alþjóða- stof nanir vinna mikið starf til að reyna að stytta bilið milli fátæku þjóðanna og hinna efnuðu. En það miðar ótrúlega hægt, og stundum stefnir enn í ógæfuátt, samanber f jölgunólæsra f ullorðinna um 60 milljónir á einum áratug. Hingaðtil hefurathyglín beinztmestað þvíað safna fétilaðkaupa eða koma upp atvinnutækjum og kenna fólki í fátæku löndunum að bjarga sér sjálft. Það þarf að vísu mikið að beinni aðstoð, svo sem til að seðja hungur eða til aðkallandi læknishjálpar. En því miður hef ur mikið af slíkri aðstoð lent í höndum spilltrar yf- irstéftar en ekki fátæka fólksins. Það verður að endurskoða viðhorf til þróunar- landanna. Þeim er slík aðstoð ekki nægileg. Flest þessara ríkja framleiða ýmis konar hráefni, sum í stórum stíl, oq önnur framleiða orkjugjafa eins og olíu. — Ein af undirstöðum velmegunar hinna iðn- væddu rikja hef ur verið að fá hráef ni og olíu. Það verður að endurskoða viðhorf til þróunar- landanna. Þeim er slik aðstoð ekki nægileg. Flest þessara ríkja framíeiða ýmis konar hráefni, sum í stórum stíl, og önnur f ramleiða orkugjafa eins og olíu. Ein af undirstöðum velmegunar hinna iðnvæddu ríkja hefur verið að fá hráefni og olíu á lágu verði. Þetta getur ekki haldiðáfram, og verður til frambúðar að koma til breytinga á verðhlutföllum til þess að skapa þróunarlöndunum tækifæri til að koma undir sig fótunum. Fyrstu umbrot í þessa átt, hinar miklu hækkanir á verði olíu og ýmissa hráefna síðustu ár, hafa valdið kreppu og vandræðum í iðnríkjum og leitt til verðbólgu, sem síðan hef ur komið hart niður á þró- unarríkjunum og eytt mestöllum ávinningi þeirra Þarna bíða hagspekinga og stjórnskörunga mikil verkefni að finna réttlátara jafnvægi en verið hefur og leiðirtil aðdraga úr hinum miklu hagsveiflum. Slæm samvizka A meðan unnið er að grundvallarbreytingum á hag- kerfi heimsins, sem leiða munu til meira jafnréttis þjóða, verða hinar efnaðri að halda áfram beinni að- stoð við þróunarríkin. Þetta gera þær í stórum stíl. Á þessu sviði geta islendingar þvt miður ekki horft blygðunarlaust framan í aðra. Við erum hjartagóð þjóð, sem oft hefur verið rausnarleg f hjálp til annarra, sérstaklega einstaklingarnir. En íslenzk yfirvöld hafa sýnt skammarlega framkomu með því að sníkja sjálf þróunarhjálp, taka meiri lán á íbúa úr alþjóða sjóðum en aðrar þjóðir og sýna svo í þokkabót ótrúlegan smásálarskap í f járveitingum til aðstoðar við þróunarlönd. Efnahagsvandræði okkar eru engin afsökun. Þrátt fyrir þau getum við friðað samvizku okkar með því að bæta úr vanrækslu margra ára á þessu sviði. Okkur ber siðferðileg skylda til þess. LAUNAMUNURINN HEFUR BREYTZT VERULEGA S(& USTU 10 ÁRIN! - milli iðnaðarmanna, verkamanna og veikakvenna Það vakti athygli að i gær birti ,,blað hinna vinnandi stétta” Þjóð- viljinn smáklausu á baksiðu þar sem sagði að launamunur milli iðnaðarmanna, verka- manna og verkakvenna hefði ekki breytzt sið- astliðin 10 ár. Þessi fullyrðing er hinsvegar með öllu rakalaus og fær i engu staðizt. Stað- reyndin er einfaldlega sú að launamunurinn hefur farið hraðvax- andi ár frá ári, og stærstu stökkin hafa gerzt á siðustu árum. Arið 1965 munaði 13,60 krón- um á timakaupi verkamanns og iðnaöarmanns, og fram til árs- ins 1969 er munurinn innan við 20 krónur. Upp úr þvl tekur að draga sundur með þessum hóp- um launþega. Munurinn fer stöðugt vaxandi eins og sézt á myndinni sem fylgir hér meö. Munurinn tekur siðan stökk milli áranna 1973 og 1974. Fyrr- nefnda áriðmunaði um 54 krón- um á timakaupinu, en áriðeftir er munurinn kominn 96 krónur fyrir hverja dagvinnustund Ariö 1975 munaöi 114 kr og á fyrsta ársf jórðungi ársins sem nú er að liða munaöi 135 krónum. Það sama verður sagt um launamuninn miili verkakvenna og iðnaöarmanna. Þar hafa stökkin gerzt á svipubum tima og er raunin á milli iðnaðar- og verkamanna, en þar skilur þó á milli að konur eru mun lægri hvað snertir krónutölu. Ekki skal farið út I prósentu- reikning hér, en þeim sem vilja kynna sér þessi mál að nákvæmni er bent á að kynna sér Fréttabréf Kjararann- sóknarnefndar semkom út I sið- asta mánuði. Þeim Þjóðviljamönnum skal bent á það að lógaritmiskur skalli plataði þá og ef þeir settu tölurnar upp f venjulegan skala Þetta línurit sýnir hvernig laun iðnaöarmanna hafa hækkað umfram laun verkamanna og verkakvenna. Eins og sézt á myndinni munar 202 krónum á tíma- kaupi iðnaðarmanna og verkakvenna og 135 krónum á tímakaupi iðnaðarmanna og verkamanna. þá er meðalhallatala linanna sem hér segir: Iönaðarmenn 30,7 verkamenn 23,5 og verka- konur 10. Þeim ætti að skiljast að munurinn felur I sér aö iðn- aðarmenn hækka mun meira en hinir hóparnir. Sú hækkun er trúlega afleiðing þeirra stefnu sem einkennt hefur alla kjara- samninga að þeir sem mest hafa bera mest úr býtum, en hinir sem minna hafa að bita og brenna fá sem þvi samsvarar I kjarasamningum. Þess má geta að miöaö viö sömu stefnu I þessum málum verða laun verkakvenna komin i það sem iönaðarmenn hafa nú, á öðrum ársfjórðungi ársins 1979. Landsráðstefna herstöðvaand- stæöinga, sem miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæfingagengstfyrir veröur haldin i haust. LANDSFUNDUR H ERSTÖÐVA- ANDSTÆÐINGA Það er ætlun þeirra sem halda ráðstefnuna að hún veröi eins konar stofnfundur Landssamtaka herstöðvaandstæöinga sem sam- eini innan sinna vébanda alla þá sem vinna að þvi markmiði, aö erlendur herhverfi héöan af landi brottog Island leggi fram úrsögn sina úr NATO. Ráöstefnan fer fram helgina 16-17. okLnk. og fer hún fram i Njarðvikum og i Reykjavik. Fyrri daginn verður fundur og kvöldvaka I félagsheimilinum Stapa og seinni daginn verður þingað i veitingahúsinu Sigtún I Reykjavik. Þátttökugjald fyrir ráðstefnuna verður um 2 þúsund krónur og veröur þvi að mestu leyti varið til þess að greiða niður flugfargjöld þeirra ráðstefnugesta sem lengra koma að. Það sem eftir kann aö veröa verður varið til þess að greiða kostnað af þvi að leigja hús o.fl. Þeir sem hyggja á þátttöku skulu láta skrá sig til ráöstefiiu haldsins, en þaö er unnt að gera á skrifstofu miönefndar herstööva- andstæðinga aö Tryggvagötu 10 i Reykjavik eða f sima 17966. Skrif- stofan er opin dag hvern frá 13 — 18.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.