Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 12
12 Fóstrur Vantar til starfa við dagvistunarstofnanir Akureyrarbæjar. Uppýsingar eru gefnar á Félagsmálastofnun Akureyrar, Geisla- götu 5, simi 96-21000. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. september. SPÆRUNGS- TROLL Framleiðum spærlingstro/l Eigum mjög mikið efni fyríriiggjandi. Pantið með fyrirvara. NETAGERÐiN iNGÓLFUR, VESTMANNAEYJUM, SÍMAR 1235 OG 1309. __________ _____________/ ÚTIVISTARFERÐIR Föstud. 13/8 Hvanngil-Hattfell, skoðaö Markarfljótsgljúfur, Torfa- hlaup ofl. Fararstjóri Þorleifur Guðmundsson. 19.-25. ágúst Ingjaldssandur-Fjallaskagi fíönguferðir. aöalbláberja- land. Gist inni. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606 Otivist. Skólastjórastaðan við Iðnskólann á Selfossi er laus til umsóknar frá og með 1. september. Umsóknir sendist fyrir 20. ágúst til for- manns skólanefndar Daniels Þorsteins- sonar, Austurveg 19, Selfossi. Skólanefndin. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Óskað er eftir fósturforeldrum fyrir fjöl- fötluð börn sem stunda nám við öskju- hliðarskóla. Jafnframt eru þeir aðilaijsem höfðu börn i fyrra, beðnir að hafa samband við ráðu- neytið, séu þeir fúsir til að taka að sér börn á komandi hausti. Menntamálaráðuneytið verk- og tæknimenntunardeild. i ÚTB0Ð Tilboð óskast I jarðvinnu við Hólabrekkuskóla I Breiðholti, 2. áfanga. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuveg 3, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 19. ágúst 1976, kl. 14 e.h. INNKAUPÁSTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR ’ Frílcirkjuvegi 3 — Sími 25800 + Ctför Oddfríðar S. Jóhannsdóttur er lézt 6. ágúst, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. ágúst kl. 15. Guðmundur R. Oddsson Hörður Guðmundsson Steinunn Kristjánsdóttir Helgi Agústsson Hervör Jónasdóttir Barnabörn Björn Gfslason Fimmtudagur 12. ágúst 1976 all „Fagur fiskur í sjó” Nokkrar þorskuppskriftir Þorskur er góður matur, þó aðviðhérna heima viljum ýsuna heldur. Hún er fastari I sér, og svo er það einhvern veginn vani okkar að fúlsa við þvi, sem Bretarnir vilja. Matmönnum finnst þorskur- inn helzt til bragðlaus, en þeir, sem kunna gott að meta vilja hann frekar en annan fisk, þvi að bragðið á einstaklega vel við allskonar sósur og krydd. Góö kartafla getur oröiö ffnn matur með bræddu smjöri, og bökuð kartafla með sýröum rjóma og kaviar er herra- mannsmatur, en soðin þorskur eykur á bragöið af majónesi eða hollandis sósu og mornay. Gómurinn og bragðlaukar hans njóta þess að snerta þorsk og allt, sem honum fylgir, s.s. núðlum, spinat, osti eða bræddu smjöri með sitrónubragði. íslendingar vita, að við verðum að vernda fiskimiðin, og þorskurinn er þvi fáséður, en fagur fiskur i sjó er hann eigi að siður. Golþorskurinn er ef til vill heldur grófur, en hérna eru nokkrar uppskriftir, sem ættu að geðjast öllum vel, þó að ekki sé um að ræða „fish & chips”. Þorskur Flórentín. 2 1/2 mælibolli mornay-sósa (sjá uppskrift) 1 kg spinat 3 1/2 msk smjör (eða jurtasmjörliki) 3 msk fint skorinn laukur salt og pipar eftir smekk 1 3/4 til 2 pund roðtaus þorskflök 1/2 bolli hvitvfn 3 msk rifinn ostur 1 Hitið ofninn. 2 Búið til Mornay-sósuna og kælið hana. 3. Hreinsið spinatið. Takið trénaða stilka frá. Þvoið blöðin vel. Sjóðið spinatið i bullandi vatni, látið sjóða aftur og slökkvið eftir tveggja minútna suðu. Skolið spinatið i köldu vatni. Vindið allan óþarfa vökva úr þvi með höndunum. 4. Skerið spinatið gróft. Geymið það. 5. Smyrjið fat með 2 msk af smjörlíki. Stráið salti og pipar i botninn. 6. Skerið þorskflökin i sex álika stor stykki. Raðið þeim fallega i eldfast mótið. Stráið salti og pipar yfir og vætið með hvitvin- inu. Setjið álpappir yfir. Bakið i 12 til 15 minútur eða þangað til, að fiskurinn losnar i þykkar flögur, ef gaffli er stungið i hann. 7. A meðan á að hita eina til eina og hálfa msk. af smjöri i skaft- potti og bæta lauknum út i. Þegar hann er orðinn gulur á að setja spinatið út i og krydda með salti og pipar. Sjóða i 1 minútu, en alls ekki lengur. 8. Setjið spinatið i djúpt, eldfast mót og sléttið vel úr þvi. Færið bakaða þorskinn varlega yfir á spinatið og setjið lok yfir. Haldið þessu heitu. 9. Hellið vinsoðinu af bakaða fiskinum i skaftpottinn og sjóðið það niður unz um það bil 1/4 úr bolla er eftir. Bætið þvi út i Mornay-sósuna og hrærið vel i. Látið suðuna koma upp. 10. Hellið heitri sósunni yfir fiskinn og látið hana þekja hann.Stráið rifnum osti yfir og bakið i ofni án loks 15-20 minútur eða unz fiskurinn er fallega brúnn. Maturinn er ætlaður sex. Mornay-sósa 2 msk smjör smjörliki) (eða jurta- 3 msk hveiti 1 3/4 bolli mjólk 1/3 bolli rjóma salt og pipar eftir smekk 1 bolli rifinn ostur 1 eggjarauða 1/8 tsk múskat 1. Bræðið smjörið i skaftpotti og bætið hveitinu út i, hrærið vel i. Bætið mjólk og hveiti út i og þeytið vel. Kryddið með salti og pipar. 2. Bætið rifna ostinu út i og látið hann bráðna. Komið suðunni upp. 3. Bætið eggjarauöunni I og þeytið vel, Látið hitna að suðu- marki, en takið þá af hitanum. Bætið múskatinu úti. Þetta verða um 3 bollar af sósu. Gratin de Morue aux Nouilles. (þorskflök með mornay-sósu) (sjá fyrri uppskrift og núðlum) 1 1/2 pund af roðlausum þorskflökum vatn, sem þekur fiskflökin 1/2 bolli mjólk 1 lárviðarlauf 1/2 litill hvitlaukur 1/8 tsk cayenna-pipar salt eftir smekk 10 svört piparkorn 2 greinar af steinselju 1/4 punds núðla 3 bollar Mornay-sósa (sjá uppskrift) 1/2 bolli rifinn ostur 1. Hitiö ofninn vel á mesta hita. 2. Setjið þorskinn i skaftpott og bætið i hann vatni, mjólk, lárviðarlaufi, lauki cayenna- pipar, salti, piparkornum og steinselju. Vökvinn á að þekja fiskinn tæplega. Látið suðuna koma upp og sjóið i 1 min. Takið pottinn af og látið siga af fisknum. 3. Sjóðið núðlurnar i vatni I 5 til 8 minútur eða þangað til að, þær FRAMHALPSSAGAN ,,Ég veit það. Það er alltaf dragsúgur Jarna. Ef þaö er slæmt...” „Dragsúgur?” Brún augun störðu á hana. ,,Jæja, er allt til?” spurði frú MacDougal við hiiðina á Ruth. liún hafði skipt um persónuleika með dragtinni, sem hlaut að hafa kostað þúsund dali. „Ég veit ekki,” sagði Ruth hugsandi. Það er svo svalt hérna. Er það óþægilegt fyrir yður? Við gætum flutt borðið...” „Alls ekki. Pat sagði mér frá dragsúginum og þvi fór ég i dragt. Mér finnst það ágætt. Hvar eigum við að sitja?” Ruth leit á miðilinn, sem yppti öxlum og brosti. Griman var aftur á sinum stað. Ruth leit umhverfis borðið, þegar allir voru seztir. Litirnir voru tærari og andlitin skýrari. Henni fannst hún þurfa að muna allt. Miðillinn snéri baki við glugg- anum, en það var dregið fyrir hann. Samstarfsmaður Ruth, Jack Simmons, sat hægra megin við Maddömu Nada, og Ruth á vinstri hönd. Við hlið hennar sat Sara, friskleg og fjörleg, augu hennar leiftruðu af eftirvæntingu, kinnar hennar voru rjóðar, og brúnleit húðin fór vel við gulan kjólinn. Bruce sat andspænis henni Hann hafði hagað sér mjög vel um kvöldið,og aðeins sýnt það með þegjandahættinum, hvað honum fannst samsætiö leiðin- legt. Hann glotti til Ruth, þegar hún leit á hann. Ruth leit áfram. Mary Simmons, alvarieg og feimin. Pat. Það nægði ... Pat. „Við byrjum núna,” sagði Maddama Nada skyndilega. III I fyrstu var fundurinn ekkert ó- svipaður fundinum fyrir viku. Andadráttur miðilsins dýpkaði og hægðist — upphaf þess, sem kall- að er,‘trans',eftir þvi, sem Ruth hafði verið sagt. Fingur hennar luktu um úlnlið miðilsins, svo að hún fann strax, þegar Maddama Nada féll i „transinn”. Æðaslátt- urinn hægðist mjög. „Nafn,” sagði miðillinn. „Ann. Eitthvað ... Ann. Mary?” Það hreyfði sig einhver við borðið. „Heyrir hún til okkar?” Þetta var rödd Bruces. „Nei,” svaraði frú McDougal lágt. „Ekki nema við ávörpum hana beinlinis. Hún er i léttu dái núna og talar með sinni eigin rödd um, það sem henni finnst. Seinna fellur hún i djúpan<,trans* og þá fara andarnir að tala i gegnum hana.” „Mary,” greip miðillinn fram I. „Vill syngja. Ekki gera ..boð...” Ruth fann að Sara herti takið og vissi, að hún var i þann veginn að fara að hlæja. Hún þrýsti hönd hennar aðvarandi. Hún fann það sama og Sara, en það mátti ekki hæðast að gestunum. „Hver er Mary?” spurði frú McDougal. „Falleg! Mary, sæta Mary. Það kallar pabbi hana.” „Geturðu lýst henni?” „O, svo sæt... Gult hár. Gamal- dags, slöngulokkar. Skritið...” Komdu heim, Ammí Höfundur: Barbara Michaels Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.