Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 16
Aukið álag á starfs- fólk skattstofunnar FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1976 I alþýðu blaöið með tilkomu nfju bráðabirgðalaganna Alþýðublaðið hafði samband við Gest Steinþórsson skrif- stcrfustjóra hjá Skatt- stofunni i Reykjavik og spurði hann hvort bráðabirgðalög vegna sjúkragjalds hefðu ekki i för með sér aukið álag á starfsfólk Skatt- stofunnar. Hann sagði: „Jú, þetta þýðir mikla aukavinnu fyrir okkur. Við verðum að senda út skattbreytingarseðla til þeirra aðila sem þetta snertir”. Jafnframt sagöi Gestur, að nú væri kærufrestur nýútrunninn, og hefði komið til þeirra talsvert magn af kærum sem hluti af starfsfólki Skattstofunnar væri bundin við að vinna úr næstu vikurnar. Sá hluti starfsfólks- ins, sem ekki vinnur að kæru- málunum, mun að sögn Gests verðafengiðtil aðvinna að þessu nýtilkomna verkefni. Mun þvi verki verða hraðað eftir föngum. —gek Næg atvinna á Siglufirði Það sem af er sumri hefur atvinnuástand á Siglufiröi veriö meö eindæmum gott. Að sögn Skúla Jónassonar, fram- kvæmdastjóra hefur framboð á vinnuverið nægilegt enda hefur bærinn staðið I miklum fram- kvæmdum, einkum i sambandi við hitaveituna sem veriö er að leggja innan frá borholunum i Skútudal við Sigluf jörð. Þá sagöi Skúli að mikil vinna væri viö framkvæmdir þær sem Rafveita Siglufjaröar gengst nú fyrir við Skeiðsfoss I Fljótum, en þar er nú verið aö reisa við- bótar áfanga við rafstöö Sigl- firðinga, en auk Siglufjarðar sé sú rafstöð á Ólafsfirði og 1 Fljótum fyrir raforku. Skúli sagði einnig að afla- brögð hefðuverið nokkuö góð i sumar og sagði hann að fyrir- tækið sem hann veitir forstöðu, Hraðfrystihúsið lsafoki, hefði haft úr nægu hráefni að vinna, en á sumrum treystir frysti- húsið einkum á afla, sem smærri bátar bera að landi. Skúli sagði að það hefði aöeins veriö nú slðustu daga aö bátarnir hefðu ekki getað róið, enda hefði verið hvassviöri á vestan undanfarna daga. LIBANON: Norðurlöndin munu styrkja starf Rauða krossins Seinni partinn i gær barst Alþýðublaöinu eftirfarandi yfir- lýsing frá Utanrikis- ráðuney tinu: Sameiginleg yfirlýsing rikis- stjórna, Danmerkur, Finnlands, Islands, Noregs og Sviþjóðar um ástandið i Libanon. Ástandið i Libanon hefur valdið fólki um heim allan miklum áhyggjum og vakið samúð allra. Rikisstjórnir Norðurlandanna vilja lýsa djúpri hryggð vegna þjáninga fólks og verðmætataps þess, sem orðið hefur I landinu vegna styrjaldaátaka. Noröuriöndin lýsa yfir fullum stuðningi til að koma varan- legum friði á i landinu, þannig íiö uppbygging geti hafizt. Um leið vilja rikisstjórnir Norðurlandanna lýsa yfir fullum stuöningi við starf Alþjóða rauðakrossinn við að lina þjáningar, sem fólk hefur orðið fyrir vegna bardaganna. Af mannúðlegum ástæðum vilja rikisstjórnir Norðurland- anna hvetja hin striðandi öfl ákaft til að gera sitt itrasta til að gera Rauða krossinum kleiftað halda áfram liknarstarfi sinu i Tel al-zaatar flóttamanna- búðunum og annars staðar I Libanon. Noröurlöndin munu halda áfram að styrkja starf Rauða krossins i Libanon fjárhagslega. Þessi yfirlýsing var afhent aðalritara Sameinuðu þjóðanna með ósk um að henni yrði komið á framfæri við allar aðildar- þjóðirnar. Sjússamálið bíður enn Sjússamálið svokallaöa er enn hjá embætti rikissak- sóknara og biður afgreiðslu. Eins og menn muna voru þjónar þriggja vinsæla skemmtistaða staönir að þvi að svindla á gest- um húsanna með þvi að nota of litla sjússamæla. Lögð var fram kæra vegna þessa athæfis og aö rannsókn lokinni var málið sent saksóknara til athugunar. Samkvæmt upplýsingum Braga Steinarssonar fulltrúa kom þetta mál til embættisins þann 1. marz og liggur þar óaf- greitt. Er ekki vitað hvenær það hlýtur afgreiðslu. sg íbúar fjölbýlishúsa kanni hvort fasteignagjöld hafi verið greidd Að gefnu tilefni vilja Neytendasamtökin benda eig- endum ibúða i fjölbýlishúsum á eftirfarandi: Samkvæmt lögum nr. 19/1959 eruhús, sem ein heild, metin af fasteignamati rikisins og Reykjavikurborgar. Fasteigna- gjöldin I Reykjavik eru inn- heimt i einu lagi fyrir hverja eign og er lögveð fyrir gjöldun- um. Hafi einn eða fleiri eigend- ur ekki greitt fasteignagjöldin á réttum tima,er hætta á aöhúsiö allt veröi selt á uppboöi.Enda má benda á dæmi þess efnis. Það eru þvi tilmæli Neytenda- samtakanna að allir sem eiga Ibúð I fjölbýlishúsum athugi strax hvort öll fasteignagjöld hafi verið greidd. HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Hlerað: Að nær skattlaus hæstaréttarlögmaður i Reykjavik hafi i félagi við kunnan veitingamann gert tilboö i jörð austur i Skeið- um að upphæð 30 milljónir króna. o Séð: 1 kjallaragrein i Dag- blaðinu eftir Jón Hannes- son menntaskólakennara, að byrjunarlaun 70% háskólamanna i rikisþjón- ustu séu lægri en 113.000 krónur á mánuði. Enn- fremur segir Jón, aö nú verði launþegar aö taka höndum saman gegn þeirri kjaraskerðingarstefnu sem sé að gera Island að lág- launasvæði, girnilegt til fjárfestingar fyrir erlenda auöhringi. o Heyrt: Að nokkrir erlendir blaöamenn muni koma hingað til lands og fylgjast meö Norrænu fiskimála- ráðstefnunni, sem hefst næst komandi þriðjudag að Hótel Sögu. o Lesið: I 8. grein laga um jafnrétti frá þvi i mai: Auglýsendum er óheimilt aö birta nokkrar þær aug- lýsingar i orðum eða myndum, er orðið geti öðru kyninu til minnkunar eða litilsvirðingar. o Heyrt: Aö veizluhöld I sambandi við fund vest- ur-evrópskra flugmála- stjóra, sem haldin var nýlega i Reykjavik, hafi verið hin mestu sem hér hafa fariö fram. Ráðherr- ar, borgarstjóri auk fjölda annarra aðila voru látnir bjóða fundarmönnum til dýrðlegra fagnaða og svo var náttúrlega herjaö út boð að Bessastööum og þangaö ekið i lögreglu- fylgd. Þegar hinir erlendu menn héldu brott voru þeir ferjaðir i flugvél flugmála- stjóra til Keflavikurflug- vallar, þvi ekki þótti viö hæfi að þeir færu með áætl- unarbil eins og sauösvartur almúginn. Þvl hefur einnig verið fleygt, aö fundar- menn hafi veriö vaktir á morgnana með gjöfum. o Séö: I nýútkominni skýrslu Búreikningastofu landbún- aöarins, að þar er sifellt rætt um „árskýr” Segir þar meðal annars, aö sam- dráttur hafi orðið „I inn- veginni mjólk eftir hverja árskúfrá árinu áður.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.