Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 5
Maff"' Fimmtudagur 12. ágúst 1976 ÚTLÖND 5 Walter Laquer stjórnmálafræðingur: Fánýtí hryðjuverka nema til að vekja stundarathygli Hryðjuverk eru ekki nein ný bóla i veröld- inni. En það er bezt að gæta að þvi, að þau hafa aldrei haft af- gerandi áhrif til þess að vinna neinum málstað gagn, né heldur, að þau hafi komið i veg fyrir að menn sem beittu þeim biðu lokaósigur. Það er að visu rétt, að ekkert rikisvald get- ur gefið öllum þegnum sinum fullkomna tryggingu lífs og lima ætið og æfinlega. En fréttamenn skyldu gæta að þvi, að gera ekki of mikinn há- vaða úr einstökum hryðjuverkum, eða hræða fólk að óþörfu á ofurvaldi hryðjuverka- manna. Jafnvel þó þeim takist aö ræna nokkrum borgurum, eins og í Hollandi, eöa nái á sitt vald heilli tylft af oliuráöherrum, eins og I Wien, heföi heimurinn ekki veriö viö þaö aö hrynja. Heföu þeir t.d. myrt oliuráö- gjafana, sunnudagskvöldiö, sem þeir náöu þeim á sitt vald, er alveg vfst, aö þeirra heföi veriö rækilega minnzt I blööun- um I heimalöndum þeirra og lffsferill valdsmannanna veriö rakinn. En jafnvist er, aö innan sólar- hrings, heföu aörir veriö komnir i þeirra staö, og vel má vera jafn góöir og gildir. Blaöamenn og hryöjuverka- menn eiga þaö sameiginlegt, aö halda aö fréttir, sem birtast u;ndir a ða lfy r irsögnu m blaöanna séu þvi áhrifameiri, sem letrið er stærra! Þennan misskilning nota ill- virkjarnir til þess aö vekja á sér athygli og ótta hins almenna borgara. Sú hryðjuverkaalda, sem nú viröist ganga yfir, veldur mörg- um bæöum undrun og áhyggj- um. Margar skýringar hafa verib gefnar, en fæstar réttar. Látum okkur ihuga örfáar. Pólitisk hryðjuverk eru ekki ný af nálinni. I raun og veru eru þau jafn- gömul rikisstofnunum mann- kyns en satt er þaö, aö þau hafa tekið myndbreytingum. Rétt er einnig aö gera sér ijóst, aö þrátt fyrir allt eru hryöjuverk nútimans ekki jafn grimmdarleg ogáöur. A siöasta tug liöinnar aidar var stórum meira um morö valdamanna en nú bæöi i Evrópu og Ameriku, enda virtust hryöjuverkamenn þá eiga fleiri formælendur en nú. Siðfræöi þessara illvirkja er heldur ekki nýuppfundin. Arið 1834, gaf Johannes Most, fyrrum social demokrati, sem haföi gerzt stjórnleysingi, út handbók I hvernig reka skyldi byltingarstyrjöld. bar voru leiöbeiningar um notkun og gerö allskonar dráps- tækja, og þvi haldiö fram, aö hér væri ekki um aö ræöa morð, heldur aflifun „þessara svina”, sem f veginum stæöu! Sumir vilja fullyröa, aö skæruhernaöur og hryöjuverk hafi áöur veriö máttlitil boriö saman við þaö sem nú er, vegna þess aö skipulag skortir. En þetta er alrangt. Rússnesku anarkistarnir voru þrautskipulagðir, svo eitthvaö sé nefnt, og nitjándu aldar hryöjuverkamenn standa eng- um aö baki nema siöur sé. Þvi er óhætt aö fullyröa aö grund- vallar aögerðir bæöi Maós og Castros hafiallar komiðidags- ljósiö fyrir heilli öld! Hryðjuverk eru ekki í eðli sinu byltingar- kennd né vinstri stefna. Hryöjuverkamenn trúa ekki á frelsi, jafnrétti eöa bræöralag. 1 raun og veru fyrirlita þeir hinn breiða grunn ogtrúa á sögulega köllun til litils minnihluta. Sagt var, aö þvi aðeins gætu menn oröið félagar I Tupamar- os, t.d. að þeir bæru sómasam- legan lærdómstitii! Þetta kann að vera ofsagt, en ekki fjarri lagi. Ef til vill þótti þeim hentugt aö látast vera vinstri sinnaöir, en fyrirrennarar þeirra voru fasistar i eðli og framkvæmd- um. Nitjándu aldar skæruliöar, sem böröurst gegn Napoleoni, voru hægri sinnaöir ótvhrætt og spönsku skæruliðarnir vildu endurreisa rannsóknarréttinn. Itölsku skæruliöamir brenndu hispurslaust hús, þeirra sem taldir voru vinstri sinnaöir, og ef viö flytjum okkur nær okkar timum, hafa bæöi IRA og IMRO i Makedoniu oft haft náiö sam- band við bæöi fasista og kommúnista! Þegar allt kemur til alls og máliö er rannsakað niöur f kjöl kemur i ljós, aö hér er um of- stækismenn aö ræöa, sem geta hvort sem er heldur snúizt á vinstri eða hægri væng stjórn- mála. Hryðjuverk eru oftast sprottin af eðlilegri óánægju. Sé hún fjarlægð, hverfa þau af sjálfu sér. Þetta virðist skynsamleg á- lyktun, en þá er bezt aö hafa þaö i huga, aö ætiö munu verða menn, sem eru óánægöir meö þaö sem er, og menn sem trúa þvi, aö þvi aðeins sé unnt að bæta úr óánægjuefnunum, aö beitt sé til þess valdi! Hér geta átt I hlut minnihluta- hópar, sem skilja ekki, að ef aörir slikir fetuöu i þeirra fót- spor, yröu þjóöfélögin æöi mátt- litil. Þaögetur veriö bæöi raunhæft og réttmætt aö kenna einhverju kerfi um, hvaöeina sem mönn- um mislikar. En mála sannast er, aö það er ekki alltaf fljótgert aö leiðrétta kerfi, og svo hitt, aö ekkert riki eða kerfi er né getur veriö betra en einstaklingarnir innan þess. Þaö er einnig athyglisvert, aö þaö er sjaldnast eöa aldrei sem hryöjuverkamenn ná neinum árangri, nema þar sem ástandiö er ekki afleitt, þvert á móti. Takiö eftir þvi, að hvorki Þjóöverjar né ttalir áttu viö aö búa neitt slikt, meðan nazistar og fasistar réðu þessum rikjum, og þessa verður h eldur ekki var t i löndum sem kommúnistar ráöa. St jórn íraks tókst auöveldlega aö yfirbuga Kúrda 1975, en viö sjáum engan _ veginn fyr- ir endann á hryðjuverkum i Ulster. Er þó hlutskipti Ulster- búa á engan hátt sambærilegt við undirokun kúrdisku þjóöar- innar. Aöalmunurinn er sá, aö þar var kné látiö fýlgja kviöi hispurslaust, en stjórn Ulsters skirrist viö þvi. óttinn er áhrifamikill. Hryöjuverk vekja athygli og frásagnir af þeim birtast meö stóru letri I heimsblööunum. Þau eru hrollvekjur, en sögu- lega séö hafa þau aldrei haft lanevarandi áhrif. Skæruhernaður hefur aöeins veriö rekinn með nokkrum árangri gegn nýlendustjórnum og nú er timi nýlenduveldanna liðinn. 1 raunverulegri styrjöld hefur áhrifa hans litið gætt og i aðeins einu tilfelli (á Kúbu) hef- ur skæruhernaður leitt til valda- töku og þá á friðartimum. En þjóðfélagsástandið á Kúbu var lika sérstætt, og þaö uröu Castro mikil vonbrigöi, aö sllkt endurtók sig hvergi i rikjum Suöur Ameriku. Eöli Viet Nam striösins var engan veginn oröiö sama og skæruhernaöur, svo dæmi sé tekiö. Staöreynd er aö ekkert þjóöfélag lætur iföast til lengd- ar, aö hryöjuverk séu daglegt brauö. Fari svo, aö þeirra taki aö gæta aö marki, risa kröfur til stjórnvalda svo hátt, aö þau veröa aö taka i taumana. Þá er heldur ekki deildt á, þó gripa veröi til óyndisúrræöa^ sem skert geta i bili mannréttindi, þótt slikt sé fjarri hugmynda- heimi borgaranna, annars. Rikisvaldiö er i reynd ofurefli hryðjuverkamannanna, ef þvi er beitt. Mao-tse-Tung hefur sagt eitt- hvaö áþessaleiö: „Efviðlitum á hryöjuverkamennina eins og fiska má líta á þjóöfélagiö þar sem þeir starfa, eins og hafiö. Arangur þeirra byggist aöeins á, hvaö þeim er látiö haldast uppi”, og Mao veit hvaö hann syngur I þessu efni. Regis Debray, postuli skæru- liöanna I Suður-Ameriku, sagöi um Tupamaros: „Meö þvl aö grafa hinu frjálsa Uruguay gröf, grófu þeir slna eigin”! Margir óttast, að meö tilkomu áhrifamikilla vopna muni þeim, sem hryöjuverk stunda, vaxa fiskur um hrygg. Þetta er aö- eins hluti af miklu víötækari vanda, þvi þaö þarf ekki neinn hóp brjálæöinga, sem kæmust yfir kjarnavopn, til þess að vinna illbætanlegt tjón. Þar veröa þvi yfirvöld aö vera sér- staklega á varöbergi og gæta slikra ógnarvopna svo, að þau lendi ekki I höndum óábyrgra eöa glæpamanna. Pólitiskir hryðju- verkamenn og hinir almennu. Ýmsir telja, aö pólitiskir hryöjuverkamenn standi hinum framar á ýmsan hátt, sýni minni grimmd og hispursleysi i glæpaverkum. Þeir séu gjarnan betur menntaöir og ættaöir úr miö eöa „æöri” stéttum. Reynslan viröist sýna aö of- stæki þeirra ber þá oft hyggind- in ofurliöi, og þeir geta auðveld- lega oröiö handbendi leyniþjon- ustu erlendra. Almennir hryðjuverkamenn standa þeim ekki framar aö grimmd enda trúa þeir ekki á neinar handahófsaögeröir. Enda þótt þeir stundum mis- þyrmi föngum, er þaö fremur til aö afla sér fjárhagslegs á- vinnings, en byggist ekki á neinni ofstækistrú á málstaö, eins og hendir hina pólitisku. Glögg dæmi af þessu má sjá I framferöi, t.d. palestínsku ó- aldarmanna, sem viröast hafa sérhæft sig i barnamoröum. Aftur á móti virðast IRA-menn fyrst og fremst beina árásum slnum aö óbreyttum verkamönnum af mótmælenda- trú, þráttfyrir hina „alþjóölegu samhyggö verkalýösins”, sem þeir þykjast trúa á og vilja á- stunda. Markmiöið á aö vera, segja þeir, aö nota óttann til þess aö ná fram auknu réttlæti i veröldinni! Hungraðir og örvinglaðir menn! Þeir, sem halda aö hryöju- verkamenn séu hungraöir og örvinglaðir yfirleitt, ættu aö lesa upp og læra betur. Miklu heldur gefur starfsemi þeirra ó- mælt i aðra hönd. Talsmaöur paiestinskra Araba hefur viöurkennt i blaöa- viötali viö spænska blaðamenn I MADRID BLAÐINU Plat- forma, aö tekjur þeirra séu sizt minni en sumara Arabarikja, eins og t.d. Jórdanlu. Hæst settu íoringjarnir fá 5 þús. dollara mánaöarlaun og svo auövitaö margskonar hlunnindi. Þeir eiga iika ómælt fé i bönkum i Sviss. Samtökin sjálf eru eins og aöur er sagt ekki á neinum horleggjum, auk þess sem þau drýgja tekjur sfri- ar meö bankaránum og f járkúg- un. Mörg riki I Austur-Evrópu og Miö-Austurlöndum gredöa milljónir dollara til samtaka hryöjuverkamanna vlöa um heim. Þetta gerir þeim fært aö leggja i allskonar kostnaö, múta valdsmönnum og kaupa nýtizku vopn, svo nokkuö sé taliö. Dvöl foringjanna á dýröleg- ustu hótelúm og viö hverskyns bflífi, gerir þá hinsvegar ekki dugmeiri viö aö framkvæma „áhugamálin.” Vissulega er unnt aö setja dæmin þannig upp, aö þeir gætu haft áhrif á veraldarsöguna. Heföi þaö t.d. heppnast aö ráöa Hitler eöa Stalin af lifi i tæka tiö, nrrætti þaö hafa lengt lif milljóna, ef ekki milljónatuga manna. En yfirleitt komast þeir ekki upp meö neinn moöreyk, þar sem haröstjórn annars rikir. Hryöjuverk og hryöjuverka- menn eru auövitaö nokkur þjóö- félagsleg hætta. En ef betur er aö gáö, eru áhrif þeirra raun- verulega hverfandi. Einstökflug vélarán breyta þvi ekki, aö flug heldur áfram truflunarlitiö, sama má segja um bankarán, aö bankakerfin halda sin strik , og þó allir oliufúrstarnir væru handteknir tapaöist ekki svo mikiö sem ein oliutunna! Arabiu Lawrence segir frá þvi i endurminningum sinum, aö þrátt fyrir ágæti Bedúinanna sem hermanna, gengu þeir meö þá firru, aö þvl háværari, sem vopnin væru, þvi áhrifameiri væru þau! Afstaöa Vesturlandabúa til hryðjuverkamanna er ekki ó- svipuö. Vitaniega veröur aö gjalda viö þeim allan varhuga, en ekki fyllast ótta viö hávaö- ann, sem þeir skapa kringum starfsemi sina. Geri menn sér i alvöru ljóst hverjum tökum á aö taka þá og fylgi þvi eftir, er hættan, sem þeir skapa miklu óverulegri en menn vilja vera láta. Menn skyldu gæta þess, að sögulega séð hefur aldrei unnizt neinn málstaður með hryðjuverkum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.