Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 3
■II jJJlé'iFimmtudagur 12. ágúst 1976 FRÉTTIR 3 STARFSFOLKI FLUGFELAG- ANNA KENND BETRI SAM- SKIPTI VIÐ FARÞEGANA Hjá Flugleiöum hefur veriö bryddaö upp á þeirri nýjung, aö halda námskeiö fyrir starfsfólk á flugvöllum. Námskeið þessi eru byggö á rannsóknum tveggja banda- riskra visindamanna, sem gefið hafa kennsluaöferöinni nafniö TACT. Er þaö skammstöfun oröanna Transactional Analysis in Customer Treatment, sem á islenzku myndi þýöa gagnverk- andi könnun á samskiptum viö farþega. Aöferö þessi var fyrst reynd viö þjálfun starfsfólks hjá bandariska flugfélaginu American Airlines. Siöan hafa öll helztu flugfélög Bandarikj- anna tekiö upp þessi námskeiö og hiö sama mun nú á döfinni hjá stærstu flugfélögum Evrópu. Grundvöllinn aö TACT- kennslunni hjá Flugleiöum lögöu þeir Karl Sigurhjartar- son, deildarstjóri i viöskipta- þjónustu og Marinó Einarsson, ieiöbeinandi i markaðsdeild. Annast þeir jafnframt kennsl- una. Tilgangurinn með þessum námskeiðum er að veita fólki betri skilning á eigin viðbrögö- um og tilsvörum I daglegu starfi.sem og utan þess. Þannig eru þvi auövelduð samskipti viö farþega, starfsfélaga og al- menning, sem þaö hefur sam- skipti viö i starfi og einkalífi. Alls hafa veriö haldin niu námskeiö I TACT á vegum Flugieiöa — i Luxemburg, Keflavik, Reykjavik og New York City. Hvert námskeiö stendur yfir i tvo daga. Litskuggamyndir og segulbönd eru notuö sem hjálpargögn við kennsluna. Kennslunni er skipt i fimm hluta. Fara þrir fyrstu hlutarn- ir fram á fyrri degi námskeiðs- ins, en hinir tveir siöari dag þess — einni til tveim vikum siðar. Viö lok hvers hluta kennslunnar fara fram almenn- ar umræöur um hugmyndir, er fram hafa komið. Hléiö milli fyrri og siðari dags námskeiös- ins er ætlaö til frekari ihugunar á efninu og framkvæmda. Námskeið þessi hafa gefiö góða raun hjá starfsfólki. Fyrir- hugað er aö halda fleiri slik námskeið fyrir starfsfólk, sem hefur bein samskipti viö far- þega i starfi sinu. AV Norrænt stórkaup- mannaþing Fundur norrænu stórkaup- mannasamtakanna veröur haldinn i Reykjavik dagana 16.-17. ágúst næstkomandi. Félag isl. stórkaupmanna hefur annazt undirbúning fundarins en félagiö geröist aöili aö samtökum norrænna stórkaupmanna áriö 1962. Þetta er i annaö sinn sem slikur fundur er haldinn I Reykjavik, en hann var hald- inn hér á landi I fyrsta sinn áriö 1965. Fundir þessir eru haldnir annaö hvert ár til skiptis I þátttökulöndunum. Hiutverk þessara funda er aö skiptast á skoöunum og hugmyndum um rekstur og þróun heildverzlunarinnar á Noröurlöndum. A fundinum veröa á dagskrá m.a. þróun I fjármálum norrænnar heild- verzlunar á sföustu árum, vaxandi opinberar hörriur á samkeppni og einkaframtak i verzlun og skipulag og hlut- verk samtaka heildverzlunar á Noröurlöndum nú og i fram- tiöinni. NÁ TTFARI GÓMAÐ UR! Svo virðist sem sá al- ræmdi innbrotsþjóf ur, Náttfari, sé nú kominn undir lás og slá, ef hér hef- ur verið um sama mann að ræða i öllum tilvikum. Svo hljóðandi fréttatilkynning var I gær gefin út af sakadómi Reykjavikur: Skömmu eftir hádegið i dag handtók rannsóknarlögreglan i Reykjavik mann, sem hefir kann- ast við að hafa aðfaranótt 23. júli s.l. brotist inni ibúð kaupmanns hér i borginni og tekið þar 50 þús krónur i peningum. Maðurinn tók ennfremur lykla aö verzlun þeirri sem kaupmaðurinn veitir for- stööu og fór aö þvi búnu i verzlun- ina og tók þar 200 þús. krónur I peningum og um 400 þús krónur i tékkum úr peningaskáp og öðrum hirslum. Maðurinn hefir ennfremur viöurkennt að hann hafi að undanförnu farið á næturþeli inni ibúðir hér I borginni til þjófnaöar. Rannsókn málsins er á byrjunar- stigi. Eins og sjá má af tilkynning- unni er ekki komið fram hvort hér hefur verið um sama mann að ræða i öllum tilvikum, sem kennd hafa verið viö „Náttfara”. Frekari frétta af yfirheyrsium yfir þessum manni er að vænta i dag og á morgun. —BS Draumur um samkomu á öðmm hnetti Út er komið 6. hefti timaritsins LÍFGEISLAR, sem er tim arit um lifsambönd við aðrar stjörnur. Ctgefandi thnaritsins er Félag Nýalssinna. i heftinu kennir margra grasa og geta eftirfarandi kaflafyrir- sagnir gefið nokkra hugmynd um innihald þess: Uppruni sóikerfis- ins, Lifgeisli og Ufbjarmi, Tóifta öldin, HnaUlögun jarðar i Jobs- bók, Kraftur lifsins og fram- þróunarkenningin, Draumur um blágræna sól, Draumur um sam- komu á öðrum hnetti, Forn tákn eða spásagnadraumar, Peðið sem hvarf og kom aftur, Frásagnir af miðilsfundum. Heftið er prýtt nokkrum mynd- um til skýringar lesmáli. I Sérstakur póststimpill tilefni Reykjavíkurmótsins Eins og kunnugt hefur oröið, mun 7. Reykjavikurskákmótiö veröa haidið dagana 24. ágúst- 15. september. Ekki er enn búiö aö ákveöa fjölda keppenda, en öruggt er aö 7 tslendingar og 5 útlendingar taki þátt i mótinu. t sambandi viö skákmótiö veröur starfrækt sérstakt póst- hús I Hagaskóla þann 24. ágúst, en þar mun mótiö fara fram. Notaður veröur sérstakur stimpill i tilefni dagsins. Lág- marksburöargjald fyrir bréf send úr þessu pósthúsi er kr. 35 en 30 fyrir póstkort. Opnunartimi pósthússins hef- ur ekki enn verið ákveöinn, en setningarathöfn mótsins mun fara fram kl. 18 þriöjudaginn 24. ágúst. Menntamálaráöherra flytur ávarp og yfirskákstjóri, Guömundur Arnlaugsson, setur skákmótiö. Búizt er viö þvi aö borgarstjóri leiki fyrsta leikinn, eins og venja hefur verið á undanförnum Reykjavikurmót- um. AV ■ * ÍSLAND • k ■ - Ua • DD U.JÚNI 1957 Frímex 77 á næsta ári Félag frimerkjasafnara, Reykjavfk, hefur ákveðið að gangast fyrir frimerkjasýningu i Rcykjavik á næsta árii tilefni 20 ára afmælis félagsins, en félagið var stofnað 11. júnf 1957. Sýningin verður haldin I Alfta- mýrarskóla dagana 9.-12. júni 1977 og hefur veriö valið nafnið Frimex ’77. Þeir sem vilja koma efni á sýning- una eða afla sér annarra upplýsinga geta haft samband við formann sýningarnefndar, Guðmund Ingi- mundarson, Bogahiið 8, R. Norræn fiskimála- ráðstefna verður haldin í Reykjavík Á þriðjudaginn hefst Norræna Fiskimálaráð- stefnan í Reykjavík og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin hér á landi. Ráð- stefnan verður á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og sækja hana um 230 full- trúar, þar af um 80 íslend- ingar. Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráöherra setur ráöstefnuna og borgarstjóri flytur ávarp. Fimm fyrirlestrar veröa fiuttir og meöal fyrirlesara eru dr. Sig- fús Schopka, sem flytur erindi um islenzka þorskstofninn, dr. Björn Dagbjartsson talar um nýtingu nýrra fiskstofna og dr. Jónas Bjarnason ræöir um áhrifnæring arástands fisks og annarra lif- fræðilegra þátta á gæöi hráefnis. Sex vinnunefndir starfa og verða frummælendur frá öllum Noröur- löndum. Þar verður meðal ann- ars fjallaö um megnun, nýtingu sjávarafla, rannsóknir og útflutn- ing og markaöskönnun. Auk Matthiasar Bjarnasonar sækja sjávarútvegsráöherrar Dana og Færeyinga ráðstefnuna, sem haldin veröur aö Hótel Sögu. Henni lýkur á fimmtudagskvöld. —SG w Útsala í Hagkaup Hvers konar fatnaður á karla konur og börn, einnig vefnaðarvara. Hlægilega lágt verð og bútasala Opið til 10 föstudag lokað laugardag SKEIFUNNI lb

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.