Alþýðublaðið - 09.03.1977, Page 9

Alþýðublaðið - 09.03.1977, Page 9
SKX" Miðvikudagur 9. marz 1977 FRÉTTIR 9 \ T Engin hætta á vatnsskorti í bili: Vatnsyfirborð Gvend- arbrunna hefur hækkað Vatn hefur verið af skornun skammti á höfuðborgarsvæðinu um helgina og nokkra siðustu daga. Hefur vatnsleysis gætt i nokkrum húsum, aðal- lega háhýsum þar sem vatn á erfitt með að ná upp þegar kraftur er ekki eins mikill og venjulega. Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitu- stjóri sagði i viðtali við Alþýðublaðið, að horf- ur i vatnsmálum væru nú bjartari en þær hefðu verið fyrir sið- ustu helgi. — Við erum ekki á neinum hættumörkum lengur. Það safnaðist fyrir vatn i geymana um helgina og yfir- borðið hefur hækkað talsvert, sagði Þórodd- ur. Hættumörk sagði Þóroddur vera, ef vatnsyfirborð lækkaði niður fyrirvissa hæð, 90 cm. Þá kæmi sú hætta upp að dæling yrði ekki nógu örugg. En rign- ingin um helgina og i gær gerði það að verk- um að vatnsyfirborð var komið upp i 70 centimetra, er Alþýðu- Þóroddur Th. Sigurftsson vatnsveitustjóri. blaðið ræddi við Þór- odd og sagði hann enga hættu á ferðum að svo stöddu. Er við inntum vatns- veitustjóra eftir þvi hvort lokun bilaþvotta- stöðva hefði verið fyrirskipuð af þeirra hálfu, sagði hann svo vera. — Þetta var orðin svo gegndarlaus sóun á vatni. Þegar hitastig var um og rétt yfir frostmarki létu þeir vatnið renna allan sólarhringinn. En ætli við hleypum ekki vatninu á til þeirra núna, sagði Þóroddur. AB Vinnuaðstaða í sveitum Á fundi Búnaðarþings í síðustu viku voru lögð fram tvö ný mál, sem send voru frá Alþingi. Annað málið var um athugun á sölu graskögglaverksmiðj- unnar í Flatey á Mýrum og hitt fjallaði um lausa- skuldir bænda. Aukið eftirlit með öryggis- búnaði Erindi Snæþórs Sigurbjörns- sonar um öryggisráftstafanir viö notkun dráttarvéla og annarra búvéla var afgreitt meö ályktun. 1 ályktuninni segir, aö meö slauk- inni vélvæöingu á sviöi land- búnaöar beribrýna nauösyn til aö auka eftirlit meö öryggisbúnaöi véla og tækja, sem notuö eru viö bústörf. Þingiö telur eölilegast, aö þetta verkefni falli undir störf öryggis- eftirlits ríkisins, og lögum um öryggisráöstafanir á vinnustöö- um veröi breytt þannig, aö þau takí til almenns búreksturs. Þá var stjórn Búnaöarfélags Islands faliö aö hlutast til um framgang málsins. Vinnuaðstoð i sveitum. Frumvarp milliþinganefndar Búnaöarþings um vinnuaöstoö I sveitum var afgreitt meö sma- vægilegum breytingum frá bú- fjárræktarnefnd. I frumvarpinu er gert ráö fyrir, aö búnaöarsam- böndum sé heimilt aö setja á stofn vinnuaöstoö, hvert á sinu sam- bandssvæöi. Tilgangur vinnuaöstoöar er, aö bændur geti fengiö aöstoöarfólk, þegar veikindi, slys eöa önnur forföll ber aö höndum. Kostnaöur af störfum aöstoöarmanna greiö- ist aö 2/3 úr rikissjóöi og aö 1/3 úr sveitasjoöum. Aætlaö er aö einn aöstoöarmaöur sé ráöinn fyrir hverja 150 bændur. I áliti búfjárræktarnefndar var minnt á samþykkt Alþingis frá 1973, þar sem rikisstjórninni var faliö aö kanna á hvern hátt veita megi öllum konum I landinu fæöingarorlof og tryggja tekju- stofna I þvi skyni. —AG Sala áfengs öls hvergi orðið til góðs Landsamband gegn áfengisböl- inu hefur sent Alþingi áskorun um aö fella breytingartillögu Jóns G. Sólness viö frumvarp til laga um breytingu á áfengislögunum nr. 82 2. júli 1969. Stjórn Landsambands gegn áfengisbölinu minnir á aö fyrir liggja niöurstööur rannsókna á ýmsum þáttum áfengismála svo aö óþarfi viröist aö fara i þvf efni eftir þvi hvaö einhverjir kunna aö halda eöa einhverjum finnst. Vill sambandiö benda á aö ekki er hægt aö nefna neitt land þar sem sala áfengs öls hefur oröiötilgóös en dæmin um hiö gagrstæöa eru mýmörg.Enn fremur vill sam- bandiö vekja athygli á þeirri staöreynd aö lækkun meöalaldurs viö byrjun áfengisneyzlu varö svo ör I Sviþjóö eftir aö fram- leiösla og sala milliöls var leyfö þar I landi aö sænska þingiö hefur samþykkt aö banna öliö frá og meö 1. júli næstkomandi eftir hörmulega áratugs reynslu. Mætti teljast undarleg ráöstöfun aö etja islenzkum börnum og ung- mennum út i þá ófæru sem aörir eru nú aö leitast viö aö ryöja úr vegi. Kvenfélagasambandið á móti bjórnum Kvenfélagasamband tslands hefur sent þingmönnum eftir- deildar Alþingis áskorun um aö fella tillögu Jóns Sólnes um heim- ild til aö leyfa tilbúning áfengs öls hér á landi. —AB Sæmileg færð um allt land - vegir þó víða blautir á Suðurlandi Mannslíf er númer eitt og árekstrarlaus umferð Færðin á landinu er með sæmilegasta móti þessa dagana, að sögn Vegaeftirlitsins. Ágæt- is færð er um allt Suðurland, nema hvað vegir eru viðast hvar heldur blautir. Fært er allt til Hornafjarðar frá Reykjavík, suðurleið- ina, og um Snæfellsnes er fært allt til Reyk- hóla. Á Vestfjörðum er fært milli fjarða, en heiðar voru allar meira og minna ófærar i gær. Holtavörðuheiði er greiðfær og góð færð til Akureyrar og Húsavik- ur. Fært var einnig til þaðan og til Þórshafn- ar. Frá Þórshöfn átti hins vegar að ryðja til Vopnafjarðar í gær. Fært er frá Héraöi niöur á Reyöarfjörö og Eskifjörö en Fjaröarheiöi (til Seyöisfjaröar) og Oddskarö (til Neskaupsstaö- ar) voru ófær sökum snjóa. Vel fært var frá Reyöarfiröi til Hornafjaröar, nema hvaö rásir höföu myndast á vegum vegna mikillar úrkomu, og er jafnvel hætta á aukningu. I fyrradag og kvöld féllu snjó- skriöur á veginn milli Breiöa- dalsvikur og Stöövarfjaröar, úr Kambanesskriöum. Ekkert tjón varö af skriöunum, né heldur af skriöum semfélluá veginn milli Reyöarfjaröar og Fáskrúös- fjaröar, úr Vattanesskriöum. Vegaeftirlitið vill beina at- hygli fólks að þvi aö vegurinn á milli Vatnsskarös og Krýsuvik- ur er ófær öllum bilum. ÍJtnesvegur á Snæfellsnesi, frá Gufuskálum til Malarrifs er Raufarhafnar en ófært einni§ ófær meö öllu Hafnarfjarðar- prestakall Stuðingsmenn séra Gunnþórs Ingasonar hafa opnað skrifstofu að Lækjargötu 10. Simi — 52544. Opið kl. 5-10 e.h. Laugar- daga kl. 2-6 og sunnudaga kl. 3-7. Stuðn- ingsmenn séra Gunnþórs eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrif- stofuna. Stuðningsmenn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.