Alþýðublaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 16
 ■f Kaupmenn jákvæðir gagnvart tilmælum Kauþmanna- samtakanna um að auglýsa ekki tóbak Á ekki von á svona segir sigurvegarinn í tóbaksauglýs- ingakeppninni einmitt til verölauna I sam- keppni um auglýsingar Viceroy- sigaretta, fyrir skömmu. — Ég á sjálfur sæti i stjórn Kaupmannasamtakanna, og átti þannig þátt i þessari yfir- lýsingu samtakanna. Viöbrögö min eru þau aö ég er fyrir nokkuö löngu búinn aö taka niöur allar tóbaks- auglýsingar hjá mér, og ég á ekki von á að svona samkeppni fari á staö aftur i bráö. — Viö höfum tekið þátt i þessum samkeppnum, en viö litum ekki á þær sem neinn sér- stakan áróöur fyrir reykingum, nema ef þaö væri þá áróöur fyrir einni sigarettutegund frekar en annarri, og þá aöal- lega fyrir þá sem reykja hvort sem er. — Ég held aö þaö sé þyngst^ metunum aö þetta er bara fag. Þaö er kennt i skólum, svona auglýsingarstarfsemi og upp- stillingar, þó svo aö þaö væri æskilegra aö þetta yröi gert viö aðrar vörur en tóbak, sagöi Hreinn. AB samkeppniaftur Kaupmannasamtökin hafa beint því til félagsmanna sinna aö auglýsa ekki tóbaksvörur, og vill á þann hátt koma til móts viö skólana i baráttu þeirra gegn reykingum barna og unglinga. Alþýöublaöiö leitaöi álits nokkurra kaupmanna á þessum tilmælum Kaupmannasamtak- anna og spuröist fyrir um viöbrögö viö þeim. Hefur enga þýöingu að auglýsa tóbak — Viö erum mjög jákvæö gagnvart þvi aö auglýsa ekki tóbaksvörur, sagði .Freyja Jór.sdóttir verzlunareigandi i Réttarholti. Almennt finnst mér þaö ekki hafa neitt upp á sig aö auglýsa tóbaksvörur og viö erum mjög hlynnt þvi hér aö gera þaö ekki, sérstaklega vegna krakka og unglinga. Finnum að þetta er vilji fólksins Viö auglýsim ekki tóbaks- vörur hérna. Viö geröum þaö i Viceroy-samkeppninni, en ég sagöi þeim aö þaö yröi i seinasta skipti sem ég tæki þátt I svona. krakkarnir komu lika hingað meö undirskriftarlista og ég sagöi þeim þaö sama, aö þetta yröi 1 seinasta skipti sem ég geröi þetta, sagöi Jón Sigurös- son i verzluninni Straumnesi i Vesturbergi i Breiöholti. — Viö finnum inn á aö þaö er vilji fólksins aö viö auglýsum ekki tóbak, og erum mjög jákvæö gagnvart tilmælum Kaupmannasamtakanna. Verzl. Straumnes starfrækir einnig söluturn á kvöldin og um helgar og er það trúlega eini söluturninn i Reykjavik sem bannað er aö reykja innan dyra, jafnt starfsfólk sem viöskipta- vinir. En Jón sagöi aö allt frá upphafi heföu reykingar veriö bannaðir i „sjoppunni”- Auglýsingarnar aðeins vinargreiði Jú, ég er mjög ánægöur með tilmæli Kaupmannasamtak- anna. Viö höfum einstaka sinnum auglýst tóbak, en það hefur venjulega aöeins veriö einskonar vinargreiöi, gert fyrir vini og kunningja, sem flytja tóbakiö inn, sagöi Ölafur Torfason I verzluninni Þingholt, á Grundarstignum. Ég er búinn aö taka niöur allar tóbaksauglýsingar og skilti fyrir löngu, og ég er mjög hlynntur þvi aö auglýsa þessa vöru ekki. Sé ekki eftir auglýsingunum — Ég sé ekkert eftir þvi þó aö þessar auglýsingar hverfi, og mér finnst viðbrögðin vera þau sömu hjá samstarfsmönnum minum, sem ég hef rætt viö. Ef aö þettá yröi til aö stuöla frekar aö minnkandi reykingum, þá erum viö mikiö meira en til i að taka þátt I þessu. A þessa leiö fórust orö Hreini Sumarliöasyni, eiganda verzlunarinnar Laugarás viö Noröurbrún, en sú verzlun vann lógjöld tryggingarfélaga 40% hækkun nauðsynleg segir í umsögn tryggingaeftirlits * Eins og Alþýöublaöiö skýröi frá i gær, hafa tryggingarfélögin lagt fram beiöni til rikisstjórnarinnar um hækkun á iögjöldum, og er fariö fram á 44% hækkun. FtB hefur nú mótmælt svo mikilli hækkun, á þeirri forsendu aö stuöst sé viö vafasama forsendu viö útreikning á tekjuþörf trygg- ingafélaganna, og aö hún sé sú, aö gert sé ráö fyrir aö verölags- hækkanir veröi hinar sömu nú og á sföasta ári. Stangist þetta gersamlega á viö yfirlýsta stefnu rikisstjórnarinnar svo og spá Þjóöhagsstofnunar, en þar sé gert ráö fyrir aö hækkun vfsitölu framfærslukostnaöar veröi 18% nú I staö 34,5% i fyrra. Alþýöublaöiö snéri sér til Bjarna Þorsteinssonar tryggingafræðings, sem samdi greinargerö meö beiðni trygg- ingarfélaganna og innti hann eftir þvi hvernig stæöi á þessum mismun. Sagöi Bjarni, aö þarna væri gengiö út frá tvenns konar forsendum I útreikningum, og þarna væri þvi um matsatriöiö aö ræöa. „Þær forsendur sem viö gengum út frá, byggjast á þvi aö frá þvi aö iðgjöld voru ákveöin siöast, hefur oröiö ákveöin verölagshækkun, og hana notuðum viö, þegar viö reikn- uöum út þessa 44% hækkun. Undanfarin ár hefur vandinn veriö sá, aö áætla framtiöarhækkanir, þvi þær hafa viljaö reynast of lágar. Til þess aö fyrirbyggja þetta, studdumst við nú viö reynslu á tjónaverðlagi siöasta árs, og miöuöum viö þá hækkun á framfærslu visitölu, er varö á timabilinu frá 1. febr. 1976- 1. febr. 1977”. Umsögn Tryggingaeftirlitsins Vegna beiðni um veröhækkun, leitaöi rikisstjórnin eftir umsögn Tryggingaeftirlits rikisins. Aö sögn Erlendar Lárussonar uröu niöurstööur þær, aö 40% hækkun iögjalda reyndist nauösynleg. Sagöi Erlendur aö verölags- breytingar frá fyrra ári höföu veriö lagöar til grundvailar, og þaö heföi alls ekki þótt óskyn- samlegt aö fara fram á þetta mikla hækkun, þvi meö þvi móti jafnaöist þetta yfir lengra tima- bil. „Viö teljum algerlega óraun- hæft aö miöa viö spá Þjóöhags- stofnunar, sagöi Erlendur, þvf nú eru kjarasamningar framundan, og likur á miklu meiri hækkun á verðlagi, en þeirri sem Þjóöhags- stofnun gerir ráö fyrir. Ef hækkunin heföi oröiö eins og FIB vildi, þá heföu trygginga- félögin tapaö um 200 milljónum króna, og það hefði oröiö meira en þau þola. Hins vegar skeikar örlitlu i útreikningi okkar annars vegar og tryggingafélaganna hins vegar. Byggist sá mismunur á þvi, aö okkar tölur eru byggöar á upplýsingum frá öllum félögunum, en þeir nota upplýsingar frá 6 félögum af 8 i sinum útreikningum.” —JSS Gulleita- rykið: Komið trá Ameríku 'Viö vorum aö Ijúka viö að rannsaka sýniö, og þaö reyndist vera smágert ryk blandaö meö örsmáum og fingeröum kristalkornum og kisilþörungum, sagöi Siguröur Þórarinsson, jarö- fræöingur, þegar Alþýöu- blaöiö spuröist fyrir um gul- leita rykiö, sem féll á nokkr- um stööum á landinu i fyrradag. Sagöi Sigurður að rykiö heföi aö öllum likindum borizt einhvers staðar frá Ameriku, eftir þeim upplýsingum um vindáttir aö dæma sem bárust frá veður- stofunni. Væri þetta liklega komiö frá einhverju svæöi, þar sem væru vatnaset. Þar hefðu myndast kisil- þörungar, sem heföu þornaö, rokiö upp og borizt hingað með loftstraumnum. JSS ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR Nýr togari Súgfirðinga 1 gær var sjósettur nýr togari fyrir Súgfirðinga hjá Skipa- smiöastööinni Stálvik I Garöa- hreppi. Skipiö var kampavíni ausið og skirt Elin Þorbjarnar- dóttir, og ber einkennisstafina 1S 700. Þessi nýi togari er i eigu Hlaösvikur hf. á Suöureyri við Súgandafjörð, þaö er 400 brúttólestir aö stærö og skip- stjóri þess veröur Arinbjörn Sigurösson. Skipiö er með fullkomnum búnaöi fyrir svartoliubrennslu. Fiskileitartæki eru frá Simrad og i skipinu eru tveir Decca radarar, tvö lórantæki, 400W Sailor talstöö, veöurkortariti og yfirleitt er búnaöur allur sá full- komnasti sem fáanlegur er. Þaö er byggt fyrir átta tima, mann- laust vélarrúm, meö fullkomnu aðvörunarkerfi frá Iðntækni hf. Lestarrými er 440 rúmmetrar og er lestin meö kælingu fyrir 0 gráður á Celsius. Kveölingar flugu viö sjó- setningu Elinar Þorbjarnar- dóttur og var þar aö verki Páll Janus Þóröarson: Þó aö sigli svala dröfn þig signi drottins hendi, komdu alltaf heil i höfn meö happasælan endi. Lániö varöi veginn þinn, vinsældir og gróska. Færöu heim í fjöröinn minn fylling beztu óska. Viö kaffiboröið eftir sjó- setninguna ávarpaöi Páll svo starfsmenn Stálvikur á svo- hljóöandi hátt: Megi störfin margvisleg marka sporin lengi. Ykkar smiöju óska ég alira bezta gengi. —hm MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 Séö: 1 KEA-fregnum, aö stjórn KEA hefur boöiö áhugamannasamtökum á Akureyri eða viö Eyja- fjörö, sem vilja varöveita hiö kunna aflaskip, Snæfell, aö afhenda þeim skipiö i núverandi ásigkomulagi, vélarlaust, enda verði varöveizla þess aö öllu leyti á ábyrgö slikra samtaka. Aöur haföi veriö fyrirhugaö að sökkva skipinu á hafi úti, en stjórn KEA tók þessa ákvöröun vegna blaöaskrifa og ályktana. Segir stjórn KEA, aö þaö muni kosta milljónir króna að varöveita skipiö I sinni upphaflegu mynd. Þarna hefur KEA vafalaust komiö ýmsum i vanda, a.m.k. þeim, sem hafa verið mót- fallnir þvi aö skipinu yrði sökkt. Lesiö: 1 Sambandsfréttum, aö I fyrradag hefur byrjaö i Reykjavik fundur i fram- kvæmdanefnd Alþjóöa- samvinnusambandsins. Þessi fundur stendur til 1. marz, og er haldinn á Islandi i tilefni 75 ára af- mælis SfS. * Tekiö eftir: Að Kröflunefnd er aldrei iönari við fundar- höld i Mývatnssveit en ein- mitt þegar goshætta er þar mest. Hvaö ræöir svo nefndin á þessum hættu- stundum, þegar jarðeldar gætu aö engu gert milljarða framkvæmda? Jú, frekari framkvæmdir og meiri framkvæmda- hraöa. Þaö er munur aö geta glott framan I náttúruöflin. * Frétt: Að þegar sé fariö aö bera á þvi aö fólk kaupi óvenjumikiö af kaffi. Einkum kaupir þaö kaffi i loftþéttum umbúöum, sem geymist vel. Og ástæöan! Jú, fyrirsjáanleg mikil veröhækkun á kaffi á næstu mánuöum. & Heyrt: Aö hópar manna innan Sjálfstæöisflokksins séu farnir aö undirbúa kosningar þegar i vor. Þessir menn hyggjast ekki biöa eftir þvi aö ráöherrar og þingflokkur Sjálfstæöis- flokksins sliti stjórnarsam- vinnunni við Framsókn. Þeir hyggjast sprengja stjórnarsamatarfiö innan- frá: setja forystu flokksins upp aö vegg meö ýmsum hótunum og heimta stjórn- arslit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.