Alþýðublaðið - 09.03.1977, Page 11

Alþýðublaðið - 09.03.1977, Page 11
Miðvikudagur 9. marz 1977 vm n spékoppurinn Ef allt gengur eftir áætlun þá á ég að rota hann i næstu lotu, ekki satt? og nú ætla ég að sýna þér nýja sjálf- virka svefnsófann sem við vorum að fá!! Sæmundur G. Lárusson: Skattamálin í ólestri Skattalagafrumvarpið á skjánum Fyrir nokkru var skattalaga- frumvarpiö tekiö til meöferöar i sjónvarpssal, og var þaö Ólafur Ragnarsson ritstjóri, sem stjórnaöi þeim þætti. Heldur þótti mönnum daufur bragur yfir þeim, sem voru aö reyna af veikum mætti aö halda þvi fram, aö þessar breytingar, sem frumvarpiö felur i sér veröi til bóta. Hins vegar mun það hafa ver- iö almannarómur, aö málsmeö- ferö þeirra Gylfa Þ. Gislasonar og Ragnars Arnalds hafi verið mjög til fyrirmyndar. Þeir voru ekki myrkir i máli, og sýndu meö rökum, aö frumvarpið er meingallaö og jafnframt furöu- legt að skattlagning stærri fyr- irtækja skuli háttaö á sama veg ár eftir ár, þrátt fyrir augljósar gloppur i þvi fyrirkomulagi. A sama tima eru svo lagöir skatt- ar á áttræö gamalmenni, sem eru eignarlaus, og litilfjörleg ellilaunin skattlögö. Þetta er ekkert annaö en sviviröing. Hvaö ætli þessum „stóru” .ætti, ef þeir ættu að lifa af svipaöri upphæö og gamla fólkinu eru ætluö. Erfiðleikar einstæðra foreldra Þá eru einstæðar mæöur ekki betur settar, og hrein skömm hvernig að þeim er búið. Ef ung stúlka veröur fyrir þvi óláni aö eignast barn, en hafa ekki fyrirvinnu, þá veröur hún ab vinna alla daga, myrkranna á milli, til aö sjá sér og barni sinu farboröa. Hún veröur aö kaupa daggæzlu fyrir barniö, og slik gæzla kostar 20.000-25.000, ef barnið er á einkaheimili. Stúlkan veröur aö leigja sér húsnæði fyrir aörar 20.000 krónur, og sleppur I rauninni vel, ef hún þarf ekki aö greiða hærri leigu. Nú, þaö veröur aö greiöa bæöi hita og rafmagn, fæöa barniö og klæða, og svo mætti lengi telja. Meöallaun útivinnandi kvenna eru um það bil 70 þúsund krónur á mánuði. Og auövitaö veröa einstæöar mæöur að greiða fullan skatt af sinum launum, án tillits til aöstæöna viökomandi. Þaö eru vissir hóp- ar innan þjóöfélagsins, sem ættu aö vera lausir viö skattpin- ingu þá, sem hér tiökast. Skólafólkið stendur nú i mála- ferlum viö fjármálaráöh. og menntamálaráöherra. Þaö þætti liklega saga til næsta bæj- ar ef gamla fólkið, einstæöar mæöur og fleiri minni hluta hóp- ar færu að þeirra dæmi. Almenn óánægja Svo aftur sé vikiö að þessu dæmalausa skattalaga- frumvarpi, þá báru þessir háu herrar sig borginmannlega i fyrrnefndum umræöuþætti, og kváðust ekki óttast um framtlð frumvarpsins, þar sem svo fáar óánægjuraddir heföu heyrst. En þá má I þvi sambandi benda þeim á greinar þær, sem t.d. konur hafa skrifað um þetta frumvarpsskripi. Þar hefur ekki aðeins komiö fram gagn- rýni heldur hefur einnig veriö gertgengdarlaust grin aö þvi og þeim er þaö sömdu. Þaö er engin furða, þótt svo sé, vitleys- urnar eru svo fáránlegar, aö engu tali tekur. En I næstu grein mun ég minnast á nokkrar greinar sem ritaöar hafa verið um málið, og vekja athygli á ýmsu sem þar kom fram, og má ekki gleym- ast. F ramhaldssagan F órnar- lambið halda i hendina á henni.er þau voru úti aö ganga, hugsaöi Drúsilla, en hönd hennar titraði litiö eitt i lófa Sebastians. Hvernig haföi henni dottiö i hug aö hún væri hrifin af Davið? Hún var þaö ekki. Hún haföi verið mjög sár daginn áöur, þegar hann gagnrýndi hana og dáöist aöEvu. Nú fannst henni þaö engu skipta, og þaö haföi bara veriö heimsku- legt af henni aö leyfa Daviö aö græta sig. En hvaö Sebastian hlautaö þykja hún barnaleg! Hún roðnaði viö tilhugsunina! Henni fannst hún svo mikiö eldri og bitr- ari... eins og hún heföi orðið full- orðin á einum sólarhring. Þú varöst ekki ástfangin af manni, sem þú haföir þekkt alla ævi, vegna þess aö hann var sá eini, sem þú þekktir, hugsaöi hún. Þú verður ástfangin á augabragöi, þegar ókunnur maöur brosir til þin... dansar viö þig eöa kyssir þig. Þig langar ekkert til aö verba ástfangin... þú veröur þaö bara. Fyrir sólarhring haföi hún ver- iö krakkakjáni, sem grét, þegar gamall vinur var ókurteis. En nú var hún fulloröin og hrasaöi áfram i myrkum skógi, meöan hún hélt dauðahaldi i karlmann og hugsaöi: hann er maöurinn! Hann er sá eini rétti og ég elska hann! Hvernig geröist þaö? Og hvenær, hugsaöi Drúsilla rugluð. Hún vissi það ekki, og henni var sama. Hún elskaði Sebastian, hvernig eöa hvers vegna skipti engu. Hún elskaöi hann og þau voru ein saman I dimmum, kyrr- látum heimi, sem virtist tilheyra þeim tveim. — Þú hefur rétt fyrir þér. Þaö er aö koma þoka, sagöi Sebastian allt i einu. — Þaö gerir ekkert til! — Nei, en viö verðum aö kom- ast að bilnum án þess aö villast. Þú verður ekki bliö á manninn, ef viö veröum aö flakka svo klukku- stundum skiptir milli trjánna! — Sama væri mér! — Er þaö? Hann þrýsti hönd hennar aö hjarta sér og Drúsilla fékk ákafan hjártslátt. — Þú ert elskuleg stúlka. Ég hef ekki heyrt þig kvarta neitt i dag. Hún gatengu svaraö. Hún var of hrædd um aö ljóstra uppi þvi sem innra bjó. — Hvað veröuröu lengi á „Jocelyn”, Sebastian? spuröi hún óróleg. — Svona viku! Fram yfir næstu helgi a.m.k. Hvers vegna viltu vita þaö? — Ég.. ég var baraaö hugsa um þaö! Heldurðu, aö þú bjóöir mér I ökuferð seinna? — Dagurinn er enn ekki aö kvöldi kominn, vinan. Eitt i einu. Hún þagnaöi, svo aö Sebastian óttaöist, aö hann heföi sært hana, og flýtti sér að segja: — Auövitaö förum viö út saman, ef þú vilt. Þú ertsábeztifélagi, sem ég hef haft á göngugerö um skóginn. Fullt af stelpum veröa dauðþreyttar áöur en ein míla er að baki. En viö höf- um vist villzt! Ég þori aö veöja, aö viö höfum aldrei gengiö fram hjá þessari risaeik... — Ég held, aö billinn sé lengra til hægri, sagöi Drúsilla hikandi. Hún var yfirleitt mjög áttglögg, en óskaöi þess, aö hún heföi villzt núna. En Sebastian var orðiö kalt... og hann var nýstaöinn upp úr flensunni, svo aö hann mátti ekki vera lengi úti. Hana langaði allt i einu svo mikiö til aö vernda hann og gæta hans. — Ertu viss? spuröi hann á báö- um áttum. — Já,þarna erhann! Hún leiddi hann i réttu áttina þangaö til, aö þau sáu bilinn i þokunni! — Vel af sér vikið! sagöi Sebastian viöurkennandi og klappaöi á öxlina á henni. — Nú förum viö til menningarinnar og fáum okkur eitthvaö heitt aö drekka. Einhversstaöar hef ég teppi til aö breiða yfir þig. 9. kafli Drúsilla lét fara vel um sig i bilnum, meöan hann settist viö hliðina á henni. Svo setti hann vélina af staö ogók út úr rjóðrinu, sem þau höföu lagt bilnum i, en billin-stöövaöist áöur en þau kom- ust út á þjóöveginn. Sebastian reyndi hvaö eftir annað aö koma honum I gang, en þaö tókst ekki. Þá stökk hann út og leit undir vél- arhlifina. — Ég veit ekkert hvaö aö er, sagöi hann og strauk svit- ann af enni sér. — Höfum viö nóg bensin? spuröi Drúsilla — Auövitaö... littu á mælinn! Geymirinn er hálffullur. Hann leit inn og benti á mælinn, sem sýndi aö 25 litrar voru eftir. Svo stöövaöi hann vélina, en mælirinn sýndi enn tuttugu og fimm litra. Hann baröi fast i hann, en hann haggaöist ekki. — Guö minn góö- eftir JAN TEMPEST K0STAB0Ð á kjarapöllum - (D KJÖT & FISKUR S P0STSENDUM TROLOFUNARHRINGfl 'Jlnli.imirs V ritBSon Breiöholti iL.ma.iurai 30 Sim i 7 1200 — 71201 <Bimii 10 200 Dúnn Síðumúla 23 sími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Ytir 40 ára reynsla Rafha við Óöinstorg Simar 25322 og 10322 Loftpressur og traktorsgröfur til leigu Véltækni hf. Sími ádaginn 84911 á kvöldin 27924

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.