Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 4. maí 1970. 3 >RGUN UTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Aftur loftárásir á Norður- Víetnam Á FLÖTTA. — íbúi Þorpsins Ang Tasom, 60 kílómetrum frá hö fuðborg Kambódíu, Pnom Penh, flýr frá heimili sínu með veikan mann. Á meðan geisa harðir bardagar rétt utan þorpsins. MótmælaaUa vegna Kambódíu — 641 skærulíði felldur MIKLAR mótmælaaðgerð- ir eru nú víða um heim vegna innrásar hersveita Bandaríkjamanna og S.- Víetnama í Kambódíu. — Mikil átök hafa orðið víða í Bandaríkjunum og fjöl- mörg samtök stúdenta hafa boðað aðgerðir, sem standa eiga í viku og munu líklega ná hámarki með fjöldafundum um helgina. í Óhiofylki í Bandaríkjunum eru 500 hermenn úr þjóðveröinum enn til taks, en þar hefur verið róstu- samt í þrjá daga. Hinn kunni ,,mót- mælamaður" Dr. Benjamin Spock var í gær tekinn höndum ásamt 75 öðrum, sem héldu fund án til- skilins leyfis. Spiro Agnew varaforseti Banda- ríkjanna sagði í gær, að tilgangur- inn með því að senda hersveitir inn í Kambódíu væri sá að flýta Hús í bjg*g*injfu heimtar tryg*g*ing*u Allir hiisbyggjendur leggja í talsverða áhættu. Margir taka há lán og leggja eignir sinar a5 veði. Þeim er því afar mikilvægt að óhöpp eða slys raski ekki fjárhagsafkomu þeirra. Brunatrygging fyrir hús i smíðum er mjög ódýr, tryggingartaki greiðir 1,5 af hverju þúsundi. Ábyrgðartrygging gegn óhöppum eða slysum á starfsliði er nauðsynleg hverjum húsbyggj- anda, því annars kann svo að fara að skaða- bótaskylda baki honum verulegt tjón. ÁLMENNAR TRYGGINGARþ POSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 stríðinu þar. Ella hefði þaö getað orðið óendanlegt. Þess vegna hafi verið óhjákvæmilegt að gera áhlaup með miklum þunga. Fleiri hersveit- ir verði til kvaddur í Kambódíu, reynist það nauösynlegt. Agnew var spuröur, hvers vegna ekki væri þá ráðizt á Norður-Ví- etnam á sama hátt. Hann svaraði, að unnt væri að hafa stjórn meö- fram landamærum Suður- og Norð- ur-Víetnam. Hins vegar væri nærri ógerlegt að tryggja landamæri Suð- ur-Víetnam og Kambódíu. Agnew sagði, aö Bandaríkin hefðu engar skuldbindingar að verja Pnom Penh, höfuðborg Kam- bódíu, ef kommúnistar réðust á hana. Þaö væri annað mál og ekki hið sa-ma og bgrátta viö kommún- ista við landamærin. Sagt er, að 641 skæruliði hafi verið felldur, rúmlega 80 hafi fall- ið af Suöur-Víetnam og einir tíu Bandaríkjamenn. Pnpírusbsitur Heyerduhls sjósettur í dug — fer 10. mai PAPÍRUSBÁTUR Thor Heyer- dahls verður sjósettur í dag í Safi í Marokkó. Verði vindur hagstæður, mun hann leggja af stað hinn 10. maí eða þar um bil. Einn þeirra, sem voru í áhöfn bátsins ,,Ra“ forðum daga, pap- írussérfræðingurinn Abdeil- hay Djebrine frá Afríkurfkinu Tsad, hefur boðað forföll. Kona hans mun fæða barn innan skamms, og taldi Djebrine nauð- synlegt að fara til Kaíró til að vera viðstaddur fæðinguna. — Thor Heyerdahl sagðist í gær- kvöldi harma þessi forföll, en kvað ferðina verða farna engu að síður. Reynir hann nú að fá einhvern í Djebrines stað, en hann var eini svertinginn í för ,,Ra“. Varamaður er svertingi frá Vestur-Indíum, Richard Al- exander. Bandarískir herforingjar iétu í gær í ljós þá skoöun, að kommún- istum f Kambódíu hefði verið kunn ugt um innrásina fyrirfram, og hefðu þeir hörfað undan á skipu- lagðan hátt lengra inn 1 landið. Bandarískar flugvélar hafa síð- ustu þrjá daga gert loftárásir á staði í Norður-Víetnam. Er tal- ið, að um 100 fliigvélar hafi varp að þar sprengjum. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja, að þetta boði enga grundvallar- breytingu á stefnu, en loftárásir höfðu legið niðri um langt skeið á N.-Víetnam. Útvarpið í Hanoi, höfuðborg Norður-Víetnam, segir, að flug- vélar Bandaríkjamanna hafi varpað sprengjum á þorp á suð- urhluta landsins, og margir al- mennir borgarar látið lífið, þeirra á meðal börn. Séu þess- ar árásir tilkomnar, vegna þess að bandarísk könnunarvél hafi verið skotin niður yfir Norður- Víetnam. Johnson, fyrrverandi Banda- ríkjaorfseti lét hætta loftárás- um á Noröur-Víetnam haustið 1968. Nixon forseti hefur jafnan sagt að loftárásir kunni að verða gerðar á Norður-Vietnam, ef and stæðingurinn gefi tilefni til þeirra, þðtt aðalstefnan sé sú, að gera þar engar loftárásir. Skógræktcirfélag Kópnvogs Framhaldsstofnfundur og aöalfundur Skógræktarfé- ,lags Kópavogs veröur haldinn í Félagsheimili Kópa- vogs, neöri sal, þriðjudaginn 5. maí kl. 8 síðd. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða fræðsluerindi og myndasýningar: I. Haukur Ragnarsson tilraunastjóri talar um vaxtar- skilyrði trjátegunda á íslandi. II. Einar Ingi Siggeirsson, mag. talar um grænmetis- rækt í heimagörðum. Áriðandi er að félagar fjölmenni á þennan fund vegna umræðna og ákvarðana um sumarstarfið og taki með nýja stofnfélaga. STJÓRNIN Forstöðukonustaða við barnaheimilið Laufásborg er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. — Nánar eftir sam- komulagi. — Umsóknir sendist skrifst. Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 20. maí 1970 n.k. STJÓRN SUMARGJAFAR Símar 23636 og 14654 Til sölu gott iðnaöarhúsnæði, 400 ferm., á tveimur hæðum á mjög góðum stað í borginni. Höfum kaupanda að 100 og 150 ferm. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð á borgarsvæðinu, Kópavogur kemur einnig til greina. SALA OG SAMNINGAR Tjarnarstíg 2. Kvöldsími sölumanns, Tómasar Guðjónssonar, 23636.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.