Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 7
V í SIR . Mánudagur 4. maí 1970. 7 — gjörbreytt viðhorf á bilamarkoðnum eftir niðurfellingu leyfisgjaldsins ■ Síðustu tvö árin hefur bílainnflutningur lands- manna legið niðri og hefur aldrei verið svo lít- fll síðan innflutningur bifreiða var gefinn frjáls 1961. ■ Þessu olli gífurleg verðhækkun á nýjum bílum, sem varð vegna gengisbreytinga á árunum 1967 og 1968, og voru þá hvergi í heiminum bílar jafn dýrir og á íslandi, nema í einu ríki, í Suð- ur-Ameríku. Oreyttj þar litlu, þótt leyfis- gjöld af innfluttum bflum væru lækkuð — fyrst úr 120% í 90% (sama og tol'larnir eru) og svo niður í 60%. Það kostaði einstakling næstum hálft hús- verð að verða sér úti um nýjan farkost og þá völdu menn held ur hinn kostinn að láta gamla skrjóðinn endast þeim nokkuð lengur, þótt viðhaldið á honum færi upp úr öllu valdi. Enda sögðu bílainnflytjendur í viðtölum við Vísf snemma árs 1969 að þeir sæju ekki fram á, að nokkur bfll yrði fluttur inn — nema kannski einn og einn, sem nyti udanþágu frá gjöldum. Þetta rættist í því, að 1969 voru fluttir inn 1015 bílar, þar af 834 fólksbílar. 1968 höfðu þeir verið 2478 eða svipað og 1962, fyrsta árið eftir að inn- flutningur var leyfður frjáls. Til samanburðar skal þess getið, að 1967 voru fluttir inn 4225 bíl- ar, þar af 3148 fólksbtlar, og 1966 voru fluttir inn 5332 bflar, þar af 3514 fólksbilar, en það ár var líka mesta innflutningsár bíla hér. En aö fróöra manna mati þurfa íslendingar, til þess að viðhalda bilaflota sínum, sem ku vera um 43.000 bifreiöir að flytja inn árlega um 4000 nýja bila, og vantar þá mikið upp á aö það hafi haldizt í horfinu síðustu tvö árin. I Tj’ór ekki hjá því, að til sér- stakra ráðstafana yrði að grípa og i vetur voru felld nið ur með öllu leyfisgjöldin af inn fluttum bílum. Gjörbreyttust þá viðhorfin þegar bíiar lækkuðu með því í verði um tugi þús- unda króna, jafnvel hundrað þúsund krónur þeir dýrustu. Enda voru það ólíkt bjart- sýnnj menn. sem blaðamaður Vísis hitti að máli fyrir stuttu heidur en þeir, sem inntir voru álits í ársbyrjun 1969. „Það var líka gild ástæða til svartsýn; þá, því að verðið á mest selda bílnum okkar, Fíat 125, fór upþ í 331 þúsund krón- ur“ sagðj Davið Sigurðsson framkvæmdastjóri Fíat-umboðs- ins. „Þótt mönnum þætti ég taka djúpt í árinni þá, þegar ég benti á, að fyrirsjáanlegt væri, að ekkert mundi seljast af bílum, Davíð Sigurðsson. þá kom það bara á daginn. Við seldum árið 1969 mi'lli 10 og 20 bfla meðan við seldum árið 1966 470 bíla. En með niðurfellingu yfir- færslugjaldsins hefur viðhorfið gerbreytzt til batnaðar. Nú er þetta að komast í áttina til eðli legs ástands.“ sagði Davíð og bæti svo við: „Við þessar breytingar lækk aöi t.d. Fíat 125 um 50 þúsnud krónur og kostar núna 281 þús. enda hef ég núna þegar á borð inu hjá mér liggjandi pantanir á 100 bílum. Það hefur valdið okkur öþæg indum, að tafir hafa orðið hjá verksmiðjunum á Italíu, vegna verkfalla um áramótin, og ofan á það hefur bætzt, að eftirspum in á erlendum mörkuðum eftir Fíat hefur aldrei verið meiri, svo að þeir hafa ekki haft und an. í Þýzkalandj t.d. er 3ja mánaða afgreiðslufrestur. En við fáum bílasendingu eft ir hálfan mánuð og þá rætist úr þessu.“ TTg enn bætti Davíð við: „Hitt er svo kannski önnur saga að ýmsir erfiðleikar, sem þeir aðilar, er þessa inn'flutningsþjón ustu inna af hendi og leysa úr bílaþörf landsmanna, eiga við að stríða, hverfa ekki við niður- fellingu yfirfærslugjaldsins, þó að það hafi kannski leyst vanda bílakaupenda. Ennþá er leyfileg hámarksá- lagning á bílainnflutningi 6,8% en auknar kröfur bílakaupenda um fljóta og góða þjónustu hafa leitt af sér aukinn kostn- að bílainnflytjenda hin síðari ár. Kaupandinn vi'll fá bílinn helzt strax og hann hefur tekið sína ákvörðun, og þá vill hann hafa bflinn tflbúinn á götuna, skoðaðan og ryövarinn o.fl. o.fl. sem innflytjandinn veröur þá að vera búinn að koma í kring, en það gerist ekki fyriihafnar- eða kostnaðarlaust. Þessum viðskiptum fylgir líka ofboðsleg fjárfesting. Innflytj- andi sem selur bfla í t.d. 330 þús króna verðflokki, verður að snara út hálfri fjórðu milljón króna, þegar hann ætlar að leysa út 10 bfla sendingu. Að ekki sé minnzt á varahlutaþjón- ustuna, sem er samfara inn- flutningnum, en t.d. við sem þjónum þannig um 1600 Fíat- bílum hér, verðum að hafa við hendina varahlutabirgðir, sem nema 10—12 milljónum króna að verðmæti. Og svo bætast við lánin, sem við verðum aö veita kaupendun um í bflunum. Þetta er vandinn, sem innflytj endur standa frammi fyrir og verða fyrr eða síðar að leysa, að láta 6,8% álagningu mæta þess um kostnaði og öllum öörum." sagði Daivíð að lokum. „Eftir síðustu tvö árin er orö ið bílahungur í landinu og þvl margir, sem eru í þeim hugleiö ingum að fá sér nýjan bfl, eftir niðurfellingu leyfisgjaldsins. — Það eru svo margir, sem þurfa að endurnýja bíla sína, og sjá sér það nú loks fært. Viö er- um mest með ameriska bíla, sem að vísu eru orðnir nokkuð dýrir eftir verðhækkanir erlend is og hér heima, en við höfum átt stóran hóp viðskiptavina meöal leigubflstjóra og höfum að undanförnu leitað hófanna um hagkvæma samninga fyrir þá, sem við höfum nú góðar vonir um að náist, einkanlega ef nógu margir s'lá sér saman um kaupin. Svo erum við með Simca-bíla lfka og erum komnir með nýja tegund af hínum, Simca 1100, sem við gerum okkur miklar vonir um að fal'li mönnum vel í geð. Enda erum við þegar bún ir að fá töluvert margar pantan ir í hann þegar, og enn fleiri hafa sýnt honum áhuga.“ rn um sinn er bjartsýnin efst á blaöinu hjá bifreiðainn- flytjendum. „Þetta eru orðin aiit önnur viðhorf“, sagöi Jóhann Schreit- er framkvæmdastjóri Vökuls hf., sem flytur jnn ameríska bíla og hefur einnig umboð fyrir Simca-bíla. Jóhannes Ástvaldsson. á síðustu fimm mánuöum árs- ins 230 bílar, og á þessu ári höfum yiö þegar afgreitt 250 bfla, Þó hafa síðustu 5 vikumar verið dauður punktur hjá okkur vegna verkfallsins hjá verk- smiðjunum. Við erum með fyrir liggjandj 50—60 fastráðnar pant anir. — Enda héldum viö áfram okkar haglcvæmu skilmálum, þótt verksmiðjurnar hafi um áramótin hækkað verðið á mark aðnum úti. Nú kostar Cortinan 239 þús. kr.“ Jóhann Schreiter. 170 það er ekki aðeins niður- felling yfirfærsluverðsins, sem gerir bfflasala bjartsýna, eins og fram kom hjá Jóhann esi Ástvaldssyni, sölustjóra hjá Sveini Egilssyni, en þeir eru annar aðilinn. sem flytur inn Cortina-bfla. „Það virðist hafa batnað efna hagur fólks, því að ótrúlega margir greiða bfflana út í hönd“, sagðj Jóhannes, sölustjóri. Cortina-bfflar voru nánast einu bflamir, sem eitthvað seldust síðari hluta ársins 1969. Sumir sögðu: „Tízikan, bara tízkan! Það hefur verið í tízku.“ En mest mun það hafa verið verðið, sem réði. „Islendingar kornust aö sér- lega hagkvæmum samningum við ensku Ford-verksmiðjurnar í fyrra“. sagði Jóhannes. „Þeir lækkuðu verðið á bflunum um mánaðamótin júlí. og veittu okkur 10% afslátt, enda seldust Tjótt fólksbflar hefðu þótt hækka mikið á sínum tima í verði var það þó nánast smá munir miðað við vörubíla og fólksflutningabíla, sem flytja fleiri en 8 farþega, en einnig á þeim markaði hafa honfur breytzt. „Það er al'lt annað uppi á ten- ingnum núna og meiri hreyfing aö færast í þetta um leið og meira láf færist í athafnalífið með breyttu efnahagsástandi“, sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ræsi, sem flytur inn Mercedes Benz-bíl- ana. „Þetta var ekkert í fyrra, en núna erum við þegar búnir að afgreiða nokkuð marga fólks bfla til atvinnubílstjóra, og enn fleiri hafa pantað hjá okkur. Eins erum viö um þessar mund ir að afgreiða nokkra stærri fólksflutningabiíla og vörubfl- stjórar eru sumir farnir að huga að þyi aö endumýja bffleignir sínar, en fara sér hægar sem vonlegt er. því aö það er ekkert smáræðis fyrirtæki að kaupa vörubfl." Og þannig eru bílainnflytjend ur á einu máli um, aö fjörkipp ur hljóti að hlaupa í bfflaviðskipt in og sé reyndar þegar tekið að gæta hans. Aukin kaupgeta, fjörugra athafnalif og svo „bfla- hungur" eftir síðustu tvö árin bljóta að leiöa af sér aukna frftir spum. —GP—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.