Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 04.05.1970, Blaðsíða 10
10 V1SIR . Mánudagur 4. maí 1970. SSsiMCA SIMCA 1100 SIMCA 1100 SIMCA 1100 SIMCA 1100 er ný bifreið frá Chrysler. hefur frábæra aksturseiginleika og hentar sérstaklega íslenzkum staðháttum. er fáanlegur í 6 útgáfum er sparneytinn — Bensíneyðsla aðeins 71 á 100 km. KYNNIÐ YÐUR SIMCA 1100 JÖKULL h.f. Hringbraut 121 Félagsfundur Verzlunarmannafélag íslands heldur félags- fund að Hótel Sögu (Siilnasal) í kvöld mánu- daginn 4. maí 1970, kl. 20.30. Fundarefni: Lagðar fram tillögur um breyt- ingar á kjarasamningum. Gunnar vagnsson: TöfSurnar eiga að veita upplýsingar Herra ritstjóri. í heiðruðu blaði yöar s.l. miö- vikudag er í grein eftir Þorstein Thorarensen veitzt aö mér með þeim hætti, að ég tel rétt að biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemd. 1. Það er ekki rétt, að í greinar- gerð þeirri frá mér sem Þorsteinn vitnar til, sé „fjaliaö um þau vanda mál“, sem hann gerir aö umtalsefni í henni er einungis lýst þróun náms aðstoöarinnar á undanförnum þrem ur árum, og tilgangurinn var sá, aö veita almenningi tölulegar upplýs- ingar þar um, ásamt nokkurri vitn- eskju um reglur þær, sem nú gilda um úthlutun námslána. Á þessu hvorutveggja sýndist vera full þörf í ljósi síðustu atburða. Tölutöflur þær, sem greinarhöfundi virðast af minni hálfu til þess ætlaöar, að „drekkja og sökkva veinandi ein- staklingum“ hafa sem sagt ekki svo ómannúölegan tilgang. Þetta' ætti að vera þeim mun augljósara þar sem þær eru fyrst og fremst unnar fyrir stjórn lánasjóösins og samtök námsmanna og birtar meö samþykki fulltrúa þeirra í stjórn sjóösins. Vonandi ætlar greinarhöf undur þeim ekki siíka fólsku hvað sem áliti hans á mér líöur. 2. Það er alveg rangt hjá greinar- höfundi, að „vandamál náms- manna“ hafi verið auðkennd meö óskiljanlegnm talnatáknum. Um þetta getuWí.ver og einn sannfærzt sem nennir að hafa fyrir því. Merk ing talnanna var skýrö í greinar- geröinni á þann hátt, sem hverjum meöaigreindum manni átti að vera auðskilinn. 3. Hamingjan gæfi, að vandamál íslenzkra námsmanna, heima og er- lendis, væru eigi erfiðari viðfangs en svo, að einungis þyrfti til lausn ar þeim að gera annað tveggja: Vekjar mig til þess að sinna þeim, ellegar að fá annan í minn stað til þess aö veita forstöðu stjóm lána- sjóðs íslenzkra námsmanna. Ég mun láta það alveg ógert aö verja aðgeröir mínar eöa aðgerðaleysi í málefnum námsmanna fyrir Þor- steini Thorarensen. í öllum þeim hvassyrtu orðræðum, sem átt hafa sér stað síðustu vikurnar um vanda mál námsmanna, hafa ekki verið hafðar uppi ásakanir á hendur stjórn lánasjóðsins, og Þorsteinn Thorarensen má mín vegna vera aleinn um það, að kveða upp yfir mér eða sarrjstarfsmönnum mínum hvatvíslega sleggjudóma sína. Mér er alveg nóg að vita, að þeir, sem (Skipað hafa stjórn sjóðsins undan- farin þrjú ár, þar á meðal hinir ágætu fulltrúar námsmanna heima og erlendis, hafa allt aðra skoðun á „samúð, skilningi og mann legri réttsýni" minni í garð náms- manna en Þorsteinn Thorarensen. Þeirra dómi læt ég mér nægja að hlíta í þessu efni og einnig í því, hvort vandamál námsmanna séu m.a. í því fólgin að ég hafi ekki haft tíma til þess að sinna þeim. Hins vegar skiptir einkaskoðun Þor steins Thorarensen á mér og mínum störfum mig engu máli. Með þökk fyrir birtinguna. Gunnar Vagnsson. Þar sem þjónustan er bezt er öryggið mest STJÓRNIN. FAÁ FLUCiFÉLAGHSIU Chloride rafgeymar eru heimsþekktir fyrir gæði og endingu. Notið aðeins það bezta. Flugfélag Islands hf. óskar eftir að ráöa fólk til eftir- farandi starfa í bókhaldsdeild félagsins: 1. Fulltrúastarf — Viöskiptafræðimenntun æski- leg. 2. Almenn bókhalds- og skrifstofustörf. — Verzl- unarskóla- eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Þeir sem einu sinni nota j CHLORIDE | A \ nota alltaf CHLORIDE Nú fyrst getum við veitt yður þá fullkomnu þjónustu með beztu tækjum sem völ er á í still- ingum og viðgerðum. Ljósastillingar Hjólastillingar MótorstiIIingar Ennfremur viðgerðir og stillingar á rafkerfi, skoðun á bifreiðum o.fl. Lucas-verkstœðið Suðurlandsbraut 10, sími 81320. Háaleitishverfi Kaffifundur fyrir stuöningsmenn D-listans í Háa- Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu félagsins í Lækjargötu 2 og Bændahöllinni. Umsóknum ber aö skila eigi síöar en 8. maí n.k. # FLUGFELAC ISLAJVÐS leitishverfi verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í húsnæði Dansskóla Hermanns Ragnars, Miöbæ við Háaleitis- braut. Á fundinn mæta frambjöðendurnir Kristján J. Gunnarsson og Markús Örn Antonsson og ræöa við fundargesti. Gunnar Hannesson sýnir lit- skuggamyndir úr Reykjavík. Kaffiveitingar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hverfissamtök sjálfstæðismanna í Hátleitishverfi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.