Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Strangar reglur um leigu r » — Húsnœðismólastjórn mun hugsanlega “IDUOU ta^° 'búðir af eigendum sem leigt hafa ólöglega timsns: Hefðuö þér viljað fórna launahækkunum i nýafstöðnum samningum, ef sú fórn hefði getað stöðvað verðbólguna? Gunnvör S ig u r ða r d ó tt i r , húsmóðir: — Já, eða a.mk. hefði mátt láta litlar launahækkanir nægja og sjá, hvort það hefði getað haft eirihver áhrif. Annars er þetta endalaus eltingaleikur, og þessir samningar auka bara verðbólguna. Lúövik Kinarsson, nemi i Stýri- mannaskólanum: — Ég held að verðbólgan hefði haldið áfram eftir sem áður, þótt ekki hefði verið samið um neinar launa- hækkanir. Þessar launahækkanir verða þvi ekki til þess að auka verðbólguna á neinn hátt, þvi hún hefði haldið áfram. Það er nefnilega staðreynd, að verka- lýðurinn kemur á eftir. Stefán Sigurmundsson, fulitrúi: — Alls ekki, þvi launahækkanir hafa ekki áhrif á verðbólguna. Ég held að þeir einu sem vilja stöðva verðbólguna séu gamalmenni og ungt fólk, sem ekki er byrjað að byggja. Þorsteinn Eggertsson, kennari: — Alveg hiklaust, ef það myndi stöðva verðbólguna. En ég held það þurfi hagkerfisbreytingu og hugarfarsbreytingu, eða hreinsanir i þinginu, til að breyta þessu verðbólguástandi. Annars virðist nú ekki vera almennur vilji til að stöðva verðbólguna. Jón Pálsson: — Launin hafa áhrif á verðbólguna, þannig að með þvi að hækka launin eykst verðbólgan. Þó held ég ekki, að almenningur hefði getað borið það að fá ekki launahækkanir núna. Egill Jónsson, brunavörður: — Mér virðist ástandið vera þannig, að allir græði á verðbólgunni, svo það vekur spurningu, hvort ekki sé um tvöfaldan ávinning að ræða fyrir fólk, launahækkun og meiri verðbólgu. En almenningur hefði ekki getað verið án launa- hækkana. Bannað er að leigja út íbúðir, sem byggðar hafa verið á veg- um Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar i Breiðholti. í haust fóru hins vegar sögur að ganga um, að margar þessara ibúða væru leigðar og i þeim leigumálum ekki farið eftir reglum Húsnæðismála- stjórnar. Þessar reglur eru nokkuð strangar, enda hafa eig- endur íbúðanna fengið þær keyptar á sérstökum vildar- kjörum. Nú hefur félagsmálaráðu- neytið áréttað þessar reglur um leigu á FB-ibúðum með sér- stakri fréttatilkynningu. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastjórnar, tjáði Visi, að i haust hefðu 17 FB-ibúðir verið i leigu. Og þó nokkur fjöldi þessara Ibúða var leigður án þess að leyfi hefði fengizt frá Húsnæðis- málastjórn. Nú stendur til að athuga þetta nánar. Aðstæður verða metnar og athugað, hvaða viðurlögum verður beitt.” Verða ibúðir hugsanlega teknar af einhverjum, sem leigt hafa? ,,Það getur farið svo. Nú ligg- ur fyrir að kanna þetta nánar,en það er rétt að taka fram, að reglur og viðurlög eru nokkuð ströng, og ég er nú á þvi, að þær sögur, sem á kreik komust i haust, hafi verið nokkuð orðum auknar.” Reglur um leigu á FB-ibúðum eru frá þvi 1968, og segir i þeim, að bannaðsé að leigja FB-Ibúð- ir, nema sérstakt leyfi Hús- næðismálastofnunar komi til. Slikt leyfi er ekki veitt, nema ibúðareigandi geti sýnt fram á nauðsyn þess, að hann þurfi að dvelja utan lögsagnarumdæmis Reykjavikur um alllangt skeið vegna atvinnu eða af heilsu- farsástæðum. Leyfi er aðeins veitt til 12 mánaða, og að þeim tima liðnum ber ibúðareiganda að bjóða Húsnæðismálastofnun forkaupsrett að ibúð sinni, ef hann ætlar ekki að flytja i hana sjálfur. Arleg leiga fyrir FB- ibúð skal ákveðin af Húsnæðis- málastjórn i janúar ár hvert — og ef ibúð er leigð, verður að gera leigusamning i þririti á sérstök eyðublöð, sem Hús- næðismálastjórn lætur gera. Húsnæðismálastjórn hefur heimild til að segja upp án fyrirvara öllum þeim lánum, sem veitt hafa verið til ibúðar, brjóti ibúðareigandi gegn þeim reglum, sem settar hafa verið. -GG 17 framkvæmdanefndar-ibúðir voru leigðar út í haust, þegar Húsnæðismálastjórn kannaði málið. ,,Þó nokkur hluti þeirra leigður ólög- lega,” segir Sígurður E. Guðmundsson — ,,nú liggur fyrir að kanna málið nánar.” Ekkert afdrep á Seltjarnarnesi Asta skrifar: ,,Á Norðurströndinni á Sel- tjarnarnesi er ekkert skjól fyrir norðanáttinni, eins og gefur að skilja svona niðri við sjóinn. Það næðir þvi um mann að vera á ferli þarna gangandi og ekki hvað sizt, verði maður að hima og biða ein- hverja stund eftir almennings- vagni. Biðskýli mundi þvi koma sér mjög vel þarna, en ekkert bið- skýli er þarna við alla Norður- ströndina. Reyndar er það svo á Seltjarnarnesinu, að þar þyrfti að setja biðskýli eða eitthvert afdrep viðar fyrir notendur almennings- vagna. Mér kemur þá um leið i hug, að þarna á Norðurströnd stendur uppi við eina biðstöðina smákort með timaáætlun vagnanna. En þetta er svo fjarri næstu ljóstýru, að það þarf kattarsjón til þess að rýna i þetta. Ég hef ekki geti iesið staf á þvi, þegar ég hef ver þarna á ferð, enda ekki orðið nóf bjart af degi, þegar ég fer vinnu.” Limgerði í stað girðinganna Sara hringdi: ,,Það er eitthvað svo þung- lamalegt yfir múrveggjunum, sem sumir húseigendur hafa reist umhverfis garða sina hér i Reykjavik, að það orkar á mann eins og þegar komið er að fangelsi eða einangruðu hæli. Þégar maður um leið hugsar til ömurlegra girðingaslitranna, sem viða má sjá utan um garða, þá kemur manni i hug, að betur væri þetta allt komið út i hafs- auga. Af hverju hafa menn ekki held- ur limgerði um garðana? Það er svo miklu snyrtilegra, jafnvel þótt það felli laufið yfir veturinn. Yfirsumariðeru þau gullfalleg.” Vöggustofur eða móðurumhyggjan Bogga skrifar: „Menn stynja þungan undan þvi, hversu erfiðlega gengur að sjá fyrir vöggustofu-þörfum bæjarbúa. Enginn sýnist þó hreyfa þeirri hugmynd, að i stað þess að reisa fleiri vöggustofur verði lausnarinnar leitað með öðrum hætti. Hvernig væri t.d. að sjá til þess, að þessi þörf myndist ekki? Með þvi t.d. að styrkja mæður, svo að þær geti verið heima hjá sini ungbörnum að gæta þeirra, þurfi ekki að stunda vinnu ul heimilanna, meðan börnin ( ung. Ég hef alltaf heyrt, að böri hefðu mesta þörf fyrir móður si á þessum árum, að þau va mótuð á þessum uppvaxtartii og að ekkert fóstur gæti komi stað þessa. Hvi er þetta tvennt ekki sa einað?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.