Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 16
Nýr miðbœr í Kringlumýrmni: FRAMKVÆMDIR HEFJAST í SUMAR Framkvæmdir vegna nýja miðbæjarins á Kringlumýrarsvæðinu hefjast i vor eða sum- ar. „Það er stefnt að þvi, að framkvæmdir hefj- ist i sumar, fram- kvæmdir við gerð gróðurreita, götur og holræsi,” sagði Jón Kristjánsson, skrif- stofustjóri borgarverk- fræðings, er Visir innti hann i gær eftir byggingarmálum miðbæjarins nýja. „Þaö er hins vegar ekki ljóst ennþá, hverjir eða hvaða aðilar og fyrirtæki muni núna geta gengið inn i hvers konar fram- kvæmdaáætlun,” sagði Jón, „þess vegna hefur endanleg ákvörðun um framkvæmdir ekki enn verið tekin.” Sagði Jón, að sennilega yrði fljótlega auglýst eftir fyrirtækj- um með ákveðna starfsemi, sem gætu hafið framkvæmdir við byggingar i sumar. Vitað er um ýmsar stofnanir og fyrirtæki, sem ætla sér að byggja á Kringlumýrarsvæð- inu, svo sem Borgarbókasafn, Iðnó, Útvarpið, Kron og reyndar marga aðila fleiri. Jón Kristjánsson vildi að svo stöddu ekki tjá sig neitt um fyr- irhugaðar húsabyggingar — en ljóst er, að endanleg ákvörðun verður tekin á næstunni, og sennilega verður „nýr miðbær” risinn upp úr mýrinni fyrr en menn varir. — GG Loðnan: Heildaraflinn 340.000 tonn — Skírnir sprengdi nótina út af Eystra-Horni í gœr — loðnan í Faxaflóa komin að goti. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Prófkjörið Utankjörstaða- kosningu lýkur ó morgun Utankjörstaðakosningu i próf- kjöri Sjálfstæðismanna i Reykja- vik lýkur á morgun. Kosningin fer fram að Laufás- vegi 47 klukkan 5-7 i dag og á morgun. A laugardaginn byrjar svo prófkjörið fullum fetum, og verður þá kosið á átta kjörstöðum viðs vegar um borgina. — HH Peningalausir íslendingar í London sluppu naumlega — Flugfélagsvélin með 15-20 auð sœti bjargaði þeim Nú hefur komið í Ijós, að Flugfélagsvélin, sem fór frá Kaupmannahöfn á miðvikudag, kotn ekki með 15-20 auð sæti til Reykjavikur, þótt hún færi þannig á loft. Vélin lenti i London á leiðinni til tslands og tók þar islendinga sem þurftu á heiniferð að halda. Einn farþeganna, sem fór i vélina i Glasgow, hafði samband við blaðið i gær. Hann sagði, að það hefði verið hin mesta mildi fyrir þessa is- lendinga, sem voru i London, að vélin fylltist ekki i Kaupmannahöfn. „Um það leyti sem ljóst var, að verkfallið var að skella á, var haft samband við þá, sem höfðu áætlað far til tslands frá Glasgow. Sagt var að vegna hættu á stöðvun flugsins i verk- fallinu, þyrftum við að koma okkur heim hið bráðasta. Við vorum nokkrir tslendingarnir, sem komum til London og ætl- uðum þaðan til Glasgow. En þá er okkur tilkynnt að það verði engin ferð út af verkfallinu,” sagði þessi ferðamaður. Og hann helduráfram: „Við vorum flest vita peningalaus og höfð- um treyst á að geta gengið inn i áætlunarterðina og verið komin til Islands eftir nokkra klukku- tima. Það var þvi drjúgur timi, sem við biðum i óvissu eftir að vita, hvort við ættum að dúsa þarna þangað til verkfallið leystist, án þess að hafa krónu á okkur. En það vildi svo vel til, að ég fann gamalt ávisanahefti i fórum minum og gat leyst út nokkur pund i banka. Þar þurfti ég að borga 250 krónur fyrir pundið, þótt opinbert gengi sé 200 krónur.” Óvænt fengu tslendingarnir að vita, að þeir kæmust i lausu sætin i vélinni frá Kaupmannahöfn. Þeir voru drifnir til Glasgow, þar sem þeir fóru um borð i vélina. Það varð þá eftir allt gagn af þvi, að ekki mættu allir, sem höfðu bókað sig i ferðina. Gagn fyrir suma, en ekki alla, þ.e.a.s. þá sem urðu strandaglópar i Kaupmannahöfn þess vegna. Heildaraflinn á loðnuveríiðinni er nú kominn i 340 þúsund tonn. Aflinn á allri vertiðinni I fyrra var 160 þúsund tonnum meiri en aflinn núna, þannig að loðnubátar ættu auðveldlega að slá metið frá i fyrra. Núna er bræla á miðunum og spáð vondu, skást er veðrið hér i Faxaflóanum á grunnum sjó, og þar fengu fjórir bátar afla i nótt. Keflvikingur fékk 70 tonn, Jón Garðar 50 tonn, Tálknfirðingur 90 tonn og Bjarni ólafsson 80 tonn. þessi afli fer allur i frystingu, en sjómenn segja.að loðnan i flóanum sé léleg, hún mun að þvi komin að gjóta, og úr þvi verður hún varla nýtanleg. Tveir bátar fengu afla á 2. veiðisvæði i nótt þ.e. austan við Ingólfshöfða. Flosi tS fékk 50 tonn og Sæberg 120 tonn. Þeir fara á einhverja Austfjarðahafna. 4.700 tonn veiddust i gærdag austan við Ingólfshöfða, og væntanlega verður talsverða veiði að hafa þar eystra á næstunni, ef veður verða ekki þeim mun verri. Skirnir fékk svo stórt kast á 1. svæði i gær út af Eystra-Horni, að nót hans rifnaði. —GG Þaö gekk erfiðlcga aö koma hinum stóru flutningabílum yfir snævi þakta Holtavörðuheiðina i gær. Slóðin var erfið, og einn bill- inn fór út af henni, þannig að langan tima tók að koma honum inn á aftur. Bilstjórum finnst, að Vegagerðin hefði átt að moka þennan dag, þótt það væri ekki venjan. Ljósm: Gunnar Jónsson. Átti að moka? „Það var fullkomin ástæða til þess, að Vegagerðin hefði að- stoðað þessa bflalest vegna þess ástands, sem hafði orsakazt af verkfallinu,” sagði Gunnar Jónsson, bilstjóri hjá Kaup- félagi Húsavikur, i viðtali við Vísi i morgun. Gunnar lenti ásamt öðrum flutningabilstjórum i erfið- leikum á Holtavörðuheiði i gær- dag, en þá reyndu 25 flutninga- bilar að komast yfir heiðina, án þess að hún hefði verið mokuð. Það tókst á endanum, en hafði tekið 5 til 7 tima. Einnig voru tvær rútur þar á ferð. „Það var mikill snjór á heiðinni og erfiðleikar við að halda bilunum á slóðinni. Astæðan fyrir þvi, að við vorum á ferð á þessum tima, var sú, að vegna verkfallsins komumst við ekki af stað fyrr en einum degi seinna en venjulega. Holta- vörðuheiðin er mokuð á þriðju dögum, en bilarnir komu ekki að henni fyrr en á miðvikudag. Þá hafði verið mokað daginn áður. Siðan hafði snjóað og heiðin orðin illfær. Samt sem áður lögðum við á hana, og það tókst eftir allt saman,” sagði Gunnar ennfremur. A meðan voru snjóruðnings- tæki Vegagerðarinnar stödd i Fornahvammi, sem er sunnan Holtavörðuheiðar. Visir hafði samband við Arnkel Jónas Einarsson, sem stjórnaði snjóruðningnum. „Til okkar hjá Vegagerðinni kom aldrei beiðni um, að við að- stoðuðum þessa bilalest”, sagði hann. „Hins vegar hafði Magnús Gislason i Staðarskála samband við okkur og sagði, að bilar værufarniraf stað yfir heiðina. Fyrir þennan dag var búið að ráðstafa snjóruðningstækj- unum. Þau áttu að ganga frá ruðningnum við veginn sunnanmegin Holtavörðu- — já, segja flutningabílstjórar sem fóru yfir illfœra Holtavörðuheiði — aldrei haft samband, segir Vegagerðin heiðar. En þegar þangað var komið, var hætt við vegna skaf- rennings”. Arnkell sagðist hins vegar vera undrandi á þvi,að ekkert hefði heyrzt frá þeim, sem ætluðu yfir heiðina þennan dag.. „Það er föst áætlun að moka Holtavörðuheiði á þriðjudögum og föstudögum, og þetta vita þeir, sem þarna fara. En vegna verkfallsástandsins hefði vitan- lega komið til greina að færa til moksturinn, sleppa honum á þiiðjudag og færa hann yfir á miðvikudag, þegar flestir þurftu á honum að halda. En þá hefðu þurft að heyrast ein- hverjar raddir frá bilstjórum um það.” Arnkell sagði, að ef beiðni hefði komið frá bilstjórunum um aðstoð, þá hefði verið hægt að veita hana. Þó með þeim skilyrðum, að verkstjóri hefði talið ástæðu til þess og að þeir, sem aðstoða átti, greiddu helming kostnaðar. Að visu á Vegagerðin að greiða allan kostnað við mokstur ákveðinna samgönguleiða, en ekki nema ákveðinn dagafjölda i viku eða mánuði. Einnig ber verkstjórum að varast að láta moka i óhagstæðu veðri, sem gæti ónýtt moksturinn sam- stundis. „Við mokuðum eins og venju- lega á þriðjudag, en á miðviku- dag var orðið ófært. Þá sendum við út tilkynningu um, að heiðin væri ófær. Samt reyndu bil- stjórarnir að fara yfir, og það var algjörlega að þeirra eigin frumkvæði. Það kemur aftur á móti iðulega fyrir, að svona lagað er gert, og þá freista mennirnir þess að pina Vega- gerðina til að bregða út af reglum sinum,” sagði Arnkell að lokum. —ÓH HITAVEITAN HÆKKAR UM 131/2 PROSENT 790 milljóna lán tekið í Bandaríkjunum vegna framkvœmda í nágrannabyggðum Reykjavíkur Gjaldskrá Hitaveitunnar hækkar um 13 1/2% núna um mánaðamótin. Jóhannes Zoéga, hitaveit;u- stjóri tjáöi Visi, að þessi hækkun væri sú sama og farið hefði verið fram á seint á siðasta ári, en hún kæmiseinna til en beðið var um Nú standa yfir samningar Hita- veilunnar við Aðalbraut h.f. um lagningu hitaveitu i Hafnarfjörð, og er búizt við að framkvæmdir hefjist með vorinu. Vegna þessara framkvæmda Hitaveitunnar utan Reykjavikur mun hún taka lán I Banda- rikjunum, samtals um 9 milljónir dollara, eða rúmlega 790 milljónir „Við vonum, að þetta náist nú saman með þessu móti”, sagði Jóhannes Zoéga, „en verðlags- málin hér á landi taka breyt- ingum. Sennilega verða tölurnar orðnar allt aðrar áður en þessu verki lýkur”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.