Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 9
Ekkert múður, við vinnum Tékkana! — sagði Axel Axeisson í morgun. íslenzku leikmennirnir að hressast nema Ólafur H. og Gísli Frá Magnúsi Gislasyni, Karl Marx- stadt i morgun: íslenzku leikmennimir eru óðum að hressast eftir flensuna, sem stakk sér niður meðal landsliðshópsins eftir kom- una til Austur-Þýzkalands. Tveir eru þó enn rúmfastir — Ólafur H. Jónsson og Gisli Blöndal, en báðir þó með i liðsupp- stillingunni gegn Tékkum i kvöld — og þrir aðrir mættu ekki á æfingu, sem hald- in var i morgun, Gunnsteinn Skúlason, sem er hálflasinn, og Einar Magnússon og Guðjón Magnússon, en þeir hafa ekki fengið flensuna — voru hjá lækni til að fá sprautur gegn henni. Qkkar maður á HM! Okkar maður á hei msmeistara- keppninni í handknatt- leiknum verður Magnús Gíslason, fréttamaður Vísis á Suðurnesjum, og það er ekki í fyrsta skipti, sem Magnús tekur að sér slíkt verkefni fyrir Vísi. Hann var einnig fréttamaður blaðsins á heimsmeistarakeppn- irini í Frakklandi 1971 Magnús er þaul- kunnuguröllu þvi, sem er að gerast á íþrótta- sviðinu — var lengi virkur þátttakandi sjálfur í iþróttum — síðan dómari og hefur einnig unnið mjög að félagsmálum Lesið Magnús í Vísi á morgun — þá segir hann frá leik íslands og Tékkóslóvakíu á HM. England sigraöi Holland 1-0 i Haag i gær i UEFA-keppni ungl- ingalandsliöa og er England, sem sigraöi i siöustu keppni á ttaliu, nú nokkuö öruggt meö aö komast i úrslit i Sviþjóö i mai. tsland hefur tryggt sér sæti þar. Þaö var Swindlehurst, sem skoraði eina markiö i leiknum i gær, á 05. minútu. Hljóðið er mjög misjafnt i mönnum eftir þessa skrattans pest, sem stakk sér niður — helmingur leikmanna veiktist. Við komuna til A-Þýzkalands sagði landsliðsþjálfarinn Karl Benediktsson við sjónvarps- og blaðamenn.aðhann reiknaði með þvi, að islenzka liðið mundi vinna Tékka og Dani. Sú skoðun hans hefur nú breytzt — hann sagði við mig i morgun, að islenzka liðið mundi tapa fyrir Tékkum með tiu marka mun i kvöld eins og heilsufarið værihjá leikmönnum. Axel Axelsson, leikmaðurinn skotharði, heyrði þetta og sagði strax. — Ekkert múður — við vinnum Tékkana I kvöld, en Axel er einn þeirra leikmanna, sem ekkert hefur amað að. Geir Hallsteinsson hefur alveg náð sér eftir lasleikann, sem gerði vart við sig hjá honum fyrir leikinn i Osló. Hann saeði að slæmt væri ef Ólafur H. Jónsson gæti ekki leikið — en bætti viö. Ef rétt er á málum haldið á Gunnar Einarsson, FH að geta tekið að sér hlutverk Ólafs meö árangri. Liðiö i kvöld hefur verið tilkynnt og eru allir með á þeim lista nema Hörður Kristinsson, Gunnar Einarsson, Haukum, og Gunnar Einarsson, FH, — þó með þeim fyrirvara, að FH-ingurinn komi inn, ef ólafur getur ekki leikið. Ólafur Benedijttsson. markvörður, fékk ekki flensuna eins og i fyrstu var talið, heldur stafaði lasleiki hans, af þeim höfuðhöggum, sem hann hlaut i Osló, þegar Norðmenn miðuðu af ásettu ráði á höfuð hans. Einar Magnússon var heldur ekki með flensu — heldur kvef, sem lagðist i ennisholurnar. Viðar Simonarson hefur nú náð sér eftir meiðslin i öxlinni og veröur með i kvöld. Viðar var alls ekki vondaufur um úrslitin I leikj- unum. Hann sagði. Fyrst viö náðum jafntefli við Tékka i A-Þýzkalandi i desember án Geirs og Ólafs H. ættum við eins aö geta staöiö i þeim núna. Páll Jónsson, liöstjóri var ekki eins bjartsýnn. Það veröur kraftaverk ef við vinnum Tékka, sagði Páll. Jón Asgeirsson, fréttamaður sagði. — Ef við fáum ekki stig i kvöld — töpum viö einnig hinum leikjunum tveimur i riölinum — gegn Vestur-Þjóð- verjum á föstudag og Dönum á sunnudag. Guðjón Magnússon, Vikingur- inn mikli og alskeggjaði i liðinu, sagði. — Vist er maður hálfhræddur vegna slappleika margra leikmanna — en ef ekki gengur vel, er ekki annað að gera, en dreifa sér á eftir milli vestur-þýzku og dönsku leikmannanna og anda framan I þá. Þvi skyldu þeir ekki geta fengið flensu lika! Þannig var rætt fram og aftur um leikinn i kvöld. Tékkneska liðið kom til Karl Marxstadt seint i gærkvöldi og sögðu þeir ferðalagið frá Tékkóslóvakiu hið erfiðasta, sem þeir hefðu lent i. Leikmennirnir voru við komuna drifnir beint i rúmið. Langferða- bill sá, sem þeir ferðuðust með, reyndist hinn mesti garmur — bilaði hvað eftir annað og brotnaði svo alveg niður 15 km frá Karl Marxstadt, sem er 300 þúsund ibúa borg syðst i Austur-Þýzkalandi. Iþróttahöllin, sem leikið verður i, er hin glæsi- legasta — gólfið mjög gott að áliti leikmanna. Ekki var reynt, að fá leiknum við Tékka i kvöld frestað vegna veikindanna — þreifað var fyrir i sambandi við það mál, en greini- legt að þar var um tómt mál að tala við austur-þýzku fram- kvæmdanefndina. Um það þýðir ekki að fást — maður vonar aðeins það bezta i kvöld. — emm Basel tók Celtic! Basel frá Sviss, sem Fram lék við i fyrstu umferð Evrópukeppn- innar i knattspyrnu, lék i gær á hcimavelli sinum við Celtic i keppninni. Þetta var i átta-liða úrslitum og sigraði svissneska liðið með 3-2. í leikhléi stóð 2-1 fyrir Basel. Ahorfendur voru 25 þúsund. Eftir þessi úrslit ætti Glasgow Celtic að hafa mikla möguleika að komast i undanúr- slit — liðið ætti að vinna með meiri mun á heimavelli sinum. © Vörumarkaðurinn hf. 1 ÁRAAÚLA 1A • SÍMI 86-112 Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Visir. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Um$/ón; Hallur Símonarson lí jRóstock" |/Wismar SCHWERIN Brandenburg BERLÍN ^ Magdeburg \ Dessau \ Erfurt X X, KARL-MARX- 'NB STADT Þannig verður leikið ó HM! Riðlarnir i heimsmeistarakeppninni i handknattleik, sem hefst i Austur-Þýzkalandi, 28. febrúar verða þannig skipaðir. A-riðill Tékkóslóvakia V-Þýzkaland Island Danmörk B-riðill Rúmenia Sviþjóö Pólland Spánn C-riöill A-Þýzkal. Sovétrikin Japan USA D-riöill Júgóslavia Ungverjal. Búlgaría Alsir Fimmtudaginn 28. febrúar. A-riöill Tékkóslóvakia-tsland A-riöill V-Þýzkaland-Danmörk B-riöill Rúmenia-Pólland B-riöill Sviþjóö-Spánn C-riöill A-Þýzkaland-Japan C-riöill Sovétrikin-USA D-riöill Júgóslavia-Alsir D-riöill Ungverjaland-Alsir Föstudagur 1. marz A-riðill Tékkóslóvakia-Danmörk A-riöill V-Þýzkaland-tsland B-riðill Rúmenia-Spánn B-riöill Svlþjóð-Pólland C-riöill A-Þýzkaland-USA C-riöill Sovétrikin-Japan D-riöill Júgóslavia-Alsir D-riöill Ungverjaland-Búlgaria Sunnudagur 3. marz A-riöill Tékkóslóvakia-V-Þýzkaland A-riöill tsland-Danmörk B-riðill Rúmenia-Sviþjóð B-riöill Pólland-Spánn C-riöill A-Þýzkaland-Sovétrikin C-riöill USA-Japan D-riöill Júgóslavia-Ungverjaland D-riðill Búlgaria-Alsir Karl-Marxstadt Karl-Marxstadt Schwerin Schwerin Berlin Berlin Halle Halle Gera Erfurt Rostock Wismar Brandenburg Brandenburg Magdeburg Dessau Karl-Marx Erfurt Schwerin Rostock Berlin Brandenburg Halle Dessau 4. marz leika tvær efstu þjóöir i riölunum um úrslitasætin, eitt i A-riðli leikur viö 2 i B-riðli og einnig hefst þá keppnin um 9-12. sæti — það er keppni milli þeirra þjóða, sem verða I þriðja sæti I riölunum. Liðin i 4. sæti i riölunum keppa ekki meir. Siöan verður leikið 7. marz, 9. marz og úrslitaleikurinn veröur 10. marz. Sigur Víkings óvœntastur ó hraðmótinu Hraðkeppnismót Handknattleiksráðs Reykjavikur hófst i Laugardalshöllinni i gærkvöidi — en til móts- ins var efnt til þess, að handknattleiksmenn okkar hefðu einhver verkefni meðan á heimsmeistarakeppn- inni stendur. Fjórir leikir voru leiknir i gær og kom það helzt á óvart, að Vik- ingur sigraöi 1R með 13-10, þó svo beztu menn Vikings séu á HM, en 1R á þar ekki keppendur. Valur sigraði Ármann með yfirburðum, 17-8, en Fram lenti i nokkrum erfiðleikum meö unglingalandsliðið. Sigraði þó með 8-6. 1 fjórða leik kvöldsins vann Þróttur Fylki nokkuð örugg- lega með 11-8. önnur umferð verður leikin 1. marz — föstudagskvöld. Þá leika KR-Haukar, Vikingur-FH, Fram-Valur, og Þróttur gegn annað hvort Haukum eða KR. Leiktlmi er 2x16 minútur. Aian Hudson hefur staöið sig mjög vei meö Stoke síðan félagið keypti hann frá Cheisea. Hann átti frábæran leik, þegar Stoke vann Leeds 3-2 sl. laugardag. Anna María eykur ennþó forskotið! Hefur 118 stigum meira en nœsti kepp. andi í stigakeppninni um heimsbikarinn Rosi Mittermaier, Vestur-Þýzkalandi, sigraði i svigi, þegar keppnin hófst i heims- bikarnum i alpagreinum hjá konum í gær i Abe- tone á ítaliu. Anna Maria Moser-Pröll, sem þegar hefur sigrað i keppninni samanlagt, varð i öðru sæti og var mjög glöð eftir keppn- ina. Hún hefur aldrei fyrr verið svo framar- lega i svigi á stórmóti. Mittermaier fékk timann 87.36 sek. en Anna Maria 87.92 sek. 1 þriðja sæti varð heimsmeistarinn I stórsvigi, Fabienne Serrat, Frakklandi, á 88.22 sek. Fjóröa Lisa-María Morerod, Sviss á 88.89 sek. Fimmta Monika Kaser- er, Austurriki, 89.02 sek. og sjötta heimsmeistarinn I svigi, Hanny Wenzel, Lichtenstein, á 89.06 sek. 1 stigakeppninni hefur Anna Maria nú 248 stig — og eru yfir- burðir hennar hreint ótrúlegir. Hún er með 118 stigum meira en næsti keppandi. Það er Christa Zechmeister, Vestur-Þýzkalandi, með 130 stig. Siðan koma Monika Kaserer með 128 stig, Maria- Theresa Nadig, Sviss, með 123 stig, Hanny Wenzel með 118 stig og Rosi Mittermaier með 91 stig. 1 keppni þjóða er Austurriki efst með 1168 stig. Þá kemur ltalia með 591 stig, Vestur-Þýzka- land með 358 stig. Noregur er i ellefta sæti með 11 stig og Sviþjóð I tólfta með tvö stig. Sfc jfilf | ' Stokkið inn i sólarlagið mætti kannski kalla þessa fallegu mynd, sem okkur barst frá Falun i Svíþjóð, þar sem heimsmeistarakeppnin var háð. Þarna er einn af keppendum i stökkinu á æfingu fyrir keppnina. Sex lönd hafa sigurmöguleika Berlin, NTB-Reuter, — —lleimsmeistarakeppnin i handknattleik hefst i Austur- Þýzkalandi i dag og þar er ekkert land talið öruggt um sigur þó reikna megi með þvi, að heimsmeistaratitill falli ein- hverju austantjaldslandinu i skaut. Löndin i Austur-Evrópu hafa haft yfirburði i alþjóð- legum handknattleik siðustu árin. — Rúmenar þrivegis orðið heimsmeistarar og Tékkar hafa sigrað á HM. Júgóslavar urðu Olympiumeistarar 1972 i fyrsta skipti, sem keppt var á Olympiuleikum. Þrettán af hinum sextán þjóðum, sem nú taka þátt i loka- keppni HM, eru frá Evrópu — meðal annars öll löndin átta sem sluppu við að taka þátt i undankeppninni vegna frammistöðu sinnar á Olympiu- leikunum. Vestur-Þýzkaland, sem ný- lega sigraði silfurlið Tékka frá Olympiuleikunum, er talið af sérfræðingum eina landið i Vestur-Evrópu, sem möguleika hefurá heimsmeistaratitlinum. öll löndin, sem talin eru liafa möguleika á heimsmeistaratit- linum, hafa tapað leikjum siðasta árið — talið er að jafnvel sex lönd hafi möguleika til sigurs á HM. Norðurlönd hafa ógnað veldi Austur-Evrópu siðustu 10 árin. en hvorki Sviþjóð — tvívegis heimsmeistari á sjötta tug aldarinnar — eöa Danmörk, sem tapaði i úrslitum 1967, eru talin hafa möguleika nú. Japan og Bandarikin koma lengst að en geta gert sér litlar vonir um að komast áfram. Japan leikur við Austur-Þjóðverja i dag — og Sovétrikin eru einnig i sama riðli. (Ekkert var minnst á Is- land i þessu fréttaskeyti). Glaðir meistarar — Toril Förland situr á öxl Erik Haker, en þau u norskir meistarar i alpagreinum um siöustu helgi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.