Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. 3 Kúrekar og Indíánar vinsœlastir — á öskudagsskemmtun hjá krökkum á Nesinu „Kúrekabúningurinn og indiánabúningurinn er vinsælastur hjá börnunum. Þessir búningar eru kannski ekki alveg jafn vin- sælir hjá okkur, þvi þeim fylgja töluverö læti. Annars er kominn menningarbragur á þetta, ef svo má segja. Aöur vissu börnin ekki, hvaö um var aö vera, en nú hlakka þau tii þessa dags og vildu sennilega alltaf vera svona.” Þetta sagði forstöðukonan á barnaheimilinu Fögrubrekku á Seltjarnarnesi, Geirþrúður Arnason, en I gær var glatt á hjalla á þvi barnaheimili. öskudagurinn er haldinn hátiðlegur þar ár hvert, og krakkarnir kunna svo sannarlega að meta það. Þau komu saman yfir 55, á aldrinum 2ja til 5 ára I hinum skrautlegustu búningum, og svo var gefinn is á milli þess, sem krakkarnir hvfldu sig frá dansi og söng, þvi að sjálfsögðu var haldið uppi dansi. Og öskudagsskemmtunin er orðin svo vinsæl hjá krökkunum, að þótt þau eigi að hætta á barnaheimilinu fyrr, biðja þau sér- staklega um að fá að vera með þennan dag. — EA Nýstárleg hjálp á vegum Hjálparstofnana kirknanna: Senda vatns- bora til þurrka- svœða Eþíópíu Þau eru nokkuö nýstárleg hjálpargögnin, sem Hjálpar- stofnanir kirkna á Norðurlöndum sendu til þurrkasvæöa Eþiópiu fyrir stuttu siöan. Þaö eru tveir stórir jaröborar, sem fluttir voru frá Stokkhólmi, og á aö freista þess að ná vatni úr iðrum jarðar til hjálpar langhrjáðum ibúum og eftirlifandi búpeningi. Borar þessir geta borað niður á allt að 250 metra dýpi, og standa nú vonir til, að á næstu 2-3 mánuðum verði unnt að ná vatni upp á 20-30 stöðum i Wolló-héraði, þar sem milljónir þjást nú vegna þurrkanna undanfarin ár. Búizt er við, að heildar- kostnaður Hjálparstofnananna vegna þessa verkefnis næstu 2-3 mánuði verði um 13 milljónir isl. króna. Sænskur verkfræðingur frá framleiðanda boranna mun hafa umsjón með uppsetningu og tilfærslu þeirra, og einnig mun hann kenn.a innfæddum meðhöndlun þeirra. Einnig fóru tæknimenn frá Osló, mikið af matvælum og fleiri nauðsynjar i flugvél frá Cargolux. Þessi hjálparaðgerð er alveg ný af nálinni, en ef vel gengur, má vænta þess, að unnt verði á næstu árum að bjarga þúsundum og jafnvel koma i veg fyrir hörm- ungar eins og þarna eiga sér stað nú. Það eru Hjálparstofnanir kirkna i Sviþjóð, Danmörku, Nor- egi og á Islandi sem hafa sam- vinnu um þetta verkefni. — EA ,0pinber stjórn- sýsla' að verða aðalatvinna okkar? Slagar hátt upp í iðnaðinn íslendingar hafa i vaxandi mæli snúið sér að opinberri stjórn- sýslu, á kostnað land- búnaðar og fiskveiða. í engri „atvinnugrein” hefur orðið slik fjölgun siðasta áratuginn, úr 17,0 i 21,2%. Hins vegar hefur litið vaxið hlutur þeirrar greinar, sem flestir Islendingar starfa við, iðnanarins. 25,6 af hundraði komu i hlut iðnaðarins árið 1960 og 25,9 af hupdraði árið 1971. Landbúnað- urinn hafði 16,0 prósent 1960, en aðeins 11,0% 1971. Fiskveiðar fengu i sinn hlut 8,2 prósent 1960 og 6,1 prósent 1971. Viðskipti juku hlut sinn úr 13,4% i 14,9% á þessum rúma áratug. Þessar tölur eru byggðar á skiptingu i „mannár”, sam- kvæmt tölum um slysatryggðar vinnuvikur i hinum ýmsu grein- um og áætlun samkvæmt mann- talinu 1960. Þetta er nokkuð svipað og skipting starfandi fólks i landinu milli atvinnu- greina. 1 byggingastarfserhi voru hlutfallslega nokkuð ámóta margir 1960 og 1971, 10,7% fyrra árið og 11,3% hið siðara. 1 hlut samgangna komu 8,2% 1960 og álika mikið, 8,5%, 1971. Þá kom eitt prósent bæði árin í flokkinn „rafmagnsveitur og þess hátt- ar”. Ef við hugsum okkur, að hlut- ur „opinberrar stjórnsýslu” yxi jafnmikið næsta áratuginn og hann hefur vaxið undanfar- inn áratug, yrði þessi grein komin upp að hlið iðnaðarins sem aðalatvinnugrein okkar. Tölur þessar eru úr „Hagtöl- um iðnaðarins”, bæklingi, sem Félag islenzkra iðnrekenda gef- ur út, ásamt handhægu almanaki. — HH Mallorca eim í efsta JdJWnÆa 1 - en sfa^‘r farnir að sœkja á. 11 • Fólk ráðgerir sumarleyfi sín fyrr nú en áður Mjög mikið er um þaö, að fólk sé farið að skipuleggja sumar- leyfi sitt, eftir þeim upplýsing- um sem viö fengum hjá ferða- skrifstofunum (Jtsýn, Sunnu og Úrvali. Fólk virðist einnig tals- vert fyrr á ferðinni núna en áður og ætlar sér sennilega alls ekki að missa af þeirri ferö, sem það hefur áhuga á. Og enn er það Mallorca, sem er hæst á vinsældalistanum hjá þeim íslendingum sem hyggjast eyða sumarleyfinu einhvers staðar utan við land- steinana. Hjá Úrvali fengum við þær upplýsingar, að Mallorca og Kanarieyjar væru vinsælustu staðirnir, og t.d. hefur alltaf verið uppselt i Kanarieyjaferðir frá þvi i desember. Mallorca og Costa del Sol virðast vinsælustu staðirnir hjá Útsýn, en örn Steinsen skrif- stofustjóri þar spáði þvi, að aösóknin þangað myndi varla aukast mikið ennþá, heldur ykjust vinsældir Italiu þá frekar meira, en Útsýn býður nú upp á ferðir þangað. „Mallorca er hér, eins og i nágrannalöndunum, vinsælasti staðurinn,” sagði Guðni Þórðarson i Sunnu, þegar við ræddum við hann. Þó sagði hann, að mikil eftirspurn væri nú einnig orðin i staði eins og Róm, Sorrento, Capri, Nizza og Monte Carlo, en þangað býður Sunna upp á ferðir. Þá er einnig Costa del Sol vinsæl. Það er þá kannski kominn timi til fyrir þá, sem ekki eru eins fyrirhyggjusamir og þeir, sem þegar hafa pantað far út fyrir landsteinana, að leggja höfuðið i bleyti. -EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.