Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. AP/IMTB UTl.ÖNDI MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Tvísýn úrslit Kjörstaðir i Bretlandi voru opnaðir kl. 7 i morgun og þá strax streymdu kjósendur að til að greiða atkvæði i einhverjum tvisýnustu kosningum, sem gengið hefur verið til i Bret- Jeremy Thorpe, leiOtogi Frjálslyndra, er hér glaöur i bragöi, eftir að hann haföi veriö útnefndur vinsælastur stjórn- málaleiötoga og unniö þá Heath og Wilson. landi á siðustu áratug- um. Kosningunni lýkur kl. 22 i kvöld. Þá eiga um 40 milljónir kosningabærra manna að hafa skorið úr um það, hvaða flokkur skuli fara með völd i landinu næstu 5 ár. tJrslitin i fyrstu ein- menningskjördæmunum verða væntanleg kúnn um kl. 23, en ekki er talið, að endanleg skipting 635 þingsætanna liggi fyrir fyrr en siðdegis á morgun. Aðeins eru þrjár vikur slðan Heath forsætisráðherra rauf þing og boðaði til kosninga vegna verkfalls kolanámumanna og ástandsins i efnahagsmálum landsins almennt. Kosninga- baráttan hefur þvi verið bæði stutt og snörp. Framgangur Frjálslynda flokksins hefur komið einna mest á óvart i kosningabaráttunni. 1 gær var svo komið, að Jeremy Thorpe, leiðtogi flokksins, sá ástæðu til að lýsa þvi yfir á blaðamannafundi, að hann væri reiðubúinn til að mynda minni- hlutastjórn. Hann sagði einnig, að samsteypustjórn kæmi til greina, en leiðtogi hennar yrði að vera maður, sem gæti sameinað þjóð- ina og hvorki Wilson né Heath væru til þess fallnir. Aftur birtum viö mynd af risafiotvörpunni frá Bremerhaven, þvi aö nú er hún orðin að millirikjamáli milli Norömanna og Þjóðverja. Þegar varpan er dregin á venjulegri ferö, er hún 70 m i umfang og 50 m djúp. Möskvarnir i vörpunni eru aö alþjóðalögum. Stjórnleysi í Eþíópíu Svo virðist sem herinn i Eþiópiu sé að taka völdin i landinu i sinar hendur, eftir að rikisstjórn landsins sagði af sér i gærkvöldi t morgun flugu herþyrlur yfir Addis Abeba og dreifðu flug- miðum, þar sem almenningur var hvattur til að styðja Haile Selassie, keisara. Þar segir einnig, að herinn sé ánægður með afsögn stjórnarinnar. Rikisstjórnin lagði fram lausnarbeiðni sina, eftir að samn- ingaviðræður milli herstjórnar- innar og íeiðtoga uppreisnar- sveitanna i Asmara-borg i Eritreu-héraði fóru út um þúfur. Þeim lauk á þann veg, að uppreisnar'mennirnir tóku sendi- menn herstjórnarinnar til fanga og halda þeim nú öllum nema einum sem gislum. Kissinger til Kairo Henry Kissinger kom til Kairó i morgun til viðræðna við Sadat Egyptalandsforseta. Helzta um- ræðuefni þeirra verður, hvort ekki skuli að nýju tckið upp stjórnmálasamband miili rikja þeirra, en það rofnaði eftir 6 daga striðið 1967. Kissinger kom til Kairo frá Tel Aviv, þar sem hann dvaldist tæpan sólarhring. Hann afhenti þar Goldu Meir lista yfir 67 Israelska stríðsfanga i Sýrlandi, sem hann hafði með sér frá Damaskus i gær. Þar með virðist ekkert þvi til fyrirstöðu, að Sýr- lendingar og tsraelsmenn geti byrjað samningaviðræður um brottflutning herja frá Golan- hæðunum. í Bretlandi Edvvard Heath hefur eins og aðrir frambjóðendur notað síðustu dag- ana fyrir kosningarnar til að blanda geði við kjósendur. Hér er hann I knattborðsieik á krá einni. Af einbeitninni, sem skin af honum, mætti ætla, að úrslit kosninganna væru komin undir krambúiinu — svo sem hann vandar sig við að gera rauðu kúiuna i miðgat. Síðustu skoðanakannanir Gallup:Íhaldsfl.39,5%,Verkamannafl. 37,5% og Frjálsl. 20,5%. Harris: ihaldsfl. 38%, Verkamannafl. 34,5% og Frjálsl. 25%. Úrslitin 1970: i siðustu kosningum greiddu 72% kjósenda atkvæði. ihaldsfl. fékk 46,4% Verkamannafl. 43% og Frjálsl. 7,4%. Eftir kosning- arnar hlaut ihaldsfl. 31 þingmanns meirihluta i þinginu. Nota risavörpuna ekki við Noreg Þýzka útgerðarf yrir- tækið, sem ætlar að nota risaf lotvörpuna, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, sá ástæðu til að lýsa því yfir í gær, að ekki væri ráðgert að gera tilraunir með vörpuna úti fyrir ströndum Noregs. Þær munu fara fram á Suður- Atlantshaf i. Yfirlýsingin var gefin vegna þess, að norskir sjómenn, út- gerðarmenn og norsk stjórnvöld höfðu lýst áhyggjum sinum vegna vörpunnar og hugsanlegra veiða með henni við Noreg. Fyrst um sinn verða það aðeins skip eins þýzks útgerðarfyrir- tækis, sem fá vörpuna. Með henni er unnt að veiða 150 tonn i einu hali. Lögreglu- uppreisn Um 10 þús. lögreglumenn ' gerðu uppreisn i gærkvöldi I ' bænum Cordoba i Argentinu ' til að ýta á eftir kröfum um,' að rikisstjórnin fari frá vegna ( marxistiskra tilhneiginga. , Allt lögreglulið Cordoba,( sem er næststærsta borg< Argentinu, tók þátt i aðgerðun- < um. Læstu mennirnir sig inni i < stöðvum lögreglunnar og her- námu útvarpsstöð. Þaðan út-j vörpuðu þeir siðan áskorunum ( til þjóðarinnar, um að styðja i málsta sinn. < Þúsund manna lögreglulið I Mendoza greip til samskonar ( aðgerða_i gær, en þar voru | það kaup og kjör, sem sett, voru á oddinn. Venus Fyrstu myndir og 1 upplýsingar, sem borizt hafa 1 frá bandariska gervihnettin-1 um Mariner 10, sýna, að plá-' netan Vénus er sveipuð, brennisteinssýru-ský jum. Enn sem komið er hafa i aðeins fáar myndir verið < rannsakaðar úr fyrstu* sendingunum, en dr. Bruce' Murray, við geimferðastofnun Bandarikjanna segir, að þær , hafi veitt upplýsingar um at-, riði, sem menn vissu ekkert i um áður. Blaöakóngurinn, Randolp Kearst, og kona hans, Catherine, biða f ofvæni eftir þvi, að ræningjai dóttur þeirra standi við gefin loforöum aö slcppa henni, eftir að þau hafa uppfyllt skilmála þcirra. Ekkert hefur frétzt frá þeim siðustu daga. Liðsforingjanum, WiIIiam Calley, sem 1971 var dæmdur i lifstiðarfangeisi fyrir þátt sinn i fjöldamorðunum iMy Lai i S- Vietnam, var sleppt úr fang- elsi i gær gegn tryggingu. Hann hefur setið i stofufang- elsi i Benningvirki i Georgia. Var hann eini hermaðurinn, scm dæmdur var i sambandi við My Lai-málið. Mafiu-„capo" gaf sig fram Josep Yacovelli eða Joe Yak, eins og hann er annars kallaður, gaf sig fram við New York-lögregluna i gær, en hans hcfur verið ákaft leitað siðan undirheimalýðurinn réð mafiuforningjann Crazy Joe Gallo af dögum i hitteðfyrra. Joe Yak er sagður hafa verið „capo” eða sveitar- foringi i Colombofjöl- skyldunni, en hann hvarf skömmu eftir að Gallo var skotinn i april ’72. Lögfræðingur Joe Yak kom þvi i kring, að hann gaf sig fram við lögregluna og naut þarlika aðstoðar blaðamanns. Yacovelli var settur i gæzlu sem höfuðvitni saksóknarans. Vildi lögfræðingurinn ekkert segja um, hvar hann hefði haldið sig þessi tvö ár, sem hann hefur farið huldu höfði. Joe Luparelli, liðhlaupi úr mafiunni, hafði skýrt frá þvi i vitnaleiðslum við réttarhöld i fyrra yfir öðrum Capo Colombófjölskyldunnar, Vincent Aloi, að Yacovelli hefði verið þar viðstaddur, sem lögð voru á ráðin um morðið á Crazy Joe Gallo. Milljónir i verkfalli Margar milljónir verka- manna eiga hlut að allsherjar- verkfallinu á ttaliu, sem boðað var til að mótmæla verðbólguaðgerðum stjórnar- innar og atvinnuleysinu. Er þetta i sjötta sinn á fjórum ár- um, sem gripið er til allsherj- arvinnustöðvunar á Italiu. Talsmaður þriggja stærstu stéttarsamtakanna sagði, að alls væru 13 milljónir manna i verkfalli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.