Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 5
SGNNUDAGUR 17. aprfl 1986 'jr <$■ Útgefandi: FRAMSÓ.KNARFLOKKURINN 1 Framkvæmdastjóri: Kristján Benedibtsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi 6. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómarr Tómas Karlsson. Aug- Iýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, sfmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusfmi 12323. Auglýsingasimi 19523. ASrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasolu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hJC. Rógsherferðin gegn Olafi Jóhannessyni Þótt stjórnarblöðunum gangi illa að vonum að verja álsamninglnn, veitist þeim langverst að afsaka gerðar- dómsákvæði hans. Forsvarsmenn samningsins hafa enn ekki getað bent á mtt einasta samibærilegt dæmi. Hjá Jóhanni Hafstein varð þrautalendingin sú að reyna að afsaka stjórnina með dylgjum um, að Ólafur Jóhann- esson hefði látið í Ijós það álit sem stjórnlagafræðingur, að hann hefði ekkert að athuga við gerðardómsákvæðið í áisamningnum. Þessu var strax hrundið á Alþingi og síðar hér í hlaðinu með því að skírskota til þeirra um- maela Ólafs, að hann hefði ekkert nálægt þessari samn- ingagerð komið, og ekki gefið neitt áfrt um gerðardóms- ákvæði álsamningsins né önnur ákvæði hans. Bæði Jó- hann Hafstem og Mhl. hafa nú orðið að játa, að þetta sé rétt, og hvorki hafi verið beðið af hálfu ríkisstjórnar- innar nm slíkt álit Ólafs né hann gefið það. í framhaldi af þessu hefði vitanlega hver heiðarlegur aðili beðizt af- sökunar, en hvorki Jóhann né Mbl. eru á þeim buxunum. tstáð þess er nú reynt að ala á þeim áróðri, að ekki að- p£ns Ótefur Jóhanneson, heldur líka fulltrúar Framsókn- arflóldrsóns í þingmannanefhdinni svokölluðu og raunar ctTTtt þingmenn Framsóknarflokksins hafi vitað um gerð- ardómsákvæðið meðan á viðræðunum stóð og ekki gert neina athttgasemd við það. Þess vegna séu þessir aðitar raunverulega jafnsekir ríkisstjóminni. Sá fölsun, sem hér er viðhöfð, hlýtur að vera öllum þeim augljós, sem eitthvað hafa fylgzt með gangi þess- ara mála. Framsóknarflokkurinn, málgögn hans og full- trúar, hafa við öll tækifæri lagt á það megináherzlu, að álfyrirtækið, ef til samninga kæmi, lyti að öllu leyti ís- lenzkum lögum og lögsögu. Af því hefur það verið svo Ijóst, að ekki þarf að taka það fram sérstaklega, að Framsóknarflokkurinn hefur alltaf talið gerðardóms- ákvæðið fráleitt og óaðgengilegt. Árásir stjórnarblaðanna á Framsóknarflokkinn í þessu sambandi og þó alveg sérstaklega árásir Jóhanns Haf- stein og Mbl. á Ólaf Jóhannesson, eru því hinar órök- studdustu og fjarstæðustu. Þær hafa ekki við minnsta sannleikskorn að styðjast. Með þeim hefur verið sokkið ÖHu dýpra í for óheiðarlegrar stjórnmálabaráttu og blaðamennsku en áður eru dæmi um. Vegna þess að Ólafur Jóhannesson hefur borið fram þunga gagnrýni, sem ekki er hægt að hnekkja, er hafin gegn honum persónuleg rógsherferð. í stað þess að biðjast afsökunar á rógnum, þegar hann er afhjúpaður, er hert á honum í nýju formi. Ólafur Jóhannesson mun ekM tapa vegna þessara árása, heldur mun þessi rógsherferð gegn honum auka traust hans og álit. Svona hefur íhaldið jafnan ofsótt alla þá, sem það hefur talið sér erfiðasta. Þegar röMn hefur þrotið, hefur verið gripið til rógsins. Rógsherferð- in gegn Ólafi Jóhannessyni staðfestir betur en nokkuð annað, að íhaldið treystir sér ekki til að verja álsamn- ingana með rökum. Hún skýrir það jafnframt vel hvers vegna stjómarflokkarnir þora ekki að leggja málið und- ir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún sannar þjóðinni betur en flest annað hinn vonda málstað ríkisstjórnarinnar í ál- málinu. Talsmenn góðs málstaðar þurfa ekki að grípa til svona vinnuhragða. TÍMINN Walter Lippmann ritar um aiþjóSamál: Það er ekki mesti vandinn að vinna sigra í kosningum AðstaSa Johnsons og Wilsons svipuð á margan hátt Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands og Lyndon B. Johnson, forseti Bandarikjanna, ræSast viS. KOSNINGASIGUR Wilsons í Bretilandi var hvergi nærri eins mrkiíll og signr Johnsons for- seta hér í BandaríkjnnMiim árið 1964, en engiu að síður veknr hann sumar hinar sömu spurn- ingar. Ef til vill er sú sprun- ingin forvitnislegust, hve lengi sé unnt að hailda miðri braut- inni mitt milli ofganna með þeirri aðferð einni ag varpa hulu yfir alvarlegustu og mik iXivægustu málin. Aðstaða Wilsons er veik að því leyti, að hann hefur að vísu fengið leyfi til að finna úrræði gegn kyrrstöðudofa brezka efnahagslífsins, en hann liefur ekki umboð tii að framXcvæma neinar ákveðnar úrbætur. f umboðsheimild Wilsons má telja að gert sé ráð fyrir, að stjórn Verkamannaflokkisins reyni ekki að leysa efnaXiags- vandann með atXcvæðamiklum samdrætti, sem hefði í för með sér verulegt atvinnuleysi, né með því að fella gengi sterX- ingspundsins. Wilson sezt held- ur ekki að völdum í krafti neinnar utanríkisstefnu, sem samXcomulag sé um, hvorki að því er varðar Evrópu né lönd- in fyrir austan Suesskurð. WILSON forsætisráðherra hefur hlotið mifeið frægðarorð fyrir kænsfeu og snilli í stjórn- málabaráttu, alveg eins og Johnson forseti hér í Banda- rflcjunum. En sennilega á hann effltir að komast að raun um, eins og JoXmson forseti er tek- in að reka sig á, að meira þarf en hugfevæmni, kænsku- brögð og fimi í stjórnmálabar- áttu til þess að koma á ein- ingu almennings og gera hana varanlega. Hvað stjórnmálin áhrærir blasir sú staðreynd við þeim báðum Wilson og Johnson, að aðalandstöðuflofekurinn á báð- um löndunum er sjálfur sér ósamþyklcur og sundraður. Hið feikna mikla meirihlutafylgi, sem Johnson forseti Maut í kosningunum 1964, byggðist að töluverðu leyti á atkvæðum, sem greidd voru fyrst og fremst gegn Barry Goldwater. Skoðanakannanir sýna að vísu viðvarandi meiriXilutafylgi al- mennings við Joimson svo að nemur um 60 af hundraði, en ljóst liggur fyrir, að lokið er þeirri einingu Demoikrata, sem birtist í kosningaúrslitunum ár ið 1964. Demokrataflokkurinn er al- varlega klofinn í afs'töðunni til stríðsdns í Vietnám og í ófriðar- málunum sækir forsetinn í raun og veru siðferðilegan stuðning í samvinnu við hina gömlu varðsveit repúblikana. Þegar litið er í svip yfir ákaf- asta stuðningsmannahóp forset ans og þeir taldir upp öldunga- deildarþingmennirnir, Long, Russel, Dirksen og Hickenloop- er, sér áhorfandinn í hendi sér, að þarna er endurvakin eining demokratanna frá Suður-fylkj- unum og íhaldsamra repubXik- ana, en þessi samfylking réði lögum og lofum á þinginu allt fram að hinum stórfenglega kosningasigri árið 1964. ÖGUGGASTA sönnunin fyrir að þessi gamla eining sé að komast á að nýju kemur fram í því að lagt er æ fastar að for setanum að stinga undir stól velferðaráformum sínum („hinu mikla þjóðfélagi“), til þess að unnt sé að kosta ófrið- inn í Vietnam án þess að hækka skatta. Hin gamla varð- sveit repuhlikana kann á þann háitt að koma fram alvarlegri skerðingu á u mb óta áformum, sem þeir fyrirlíta, til endur- gjalds fyrir stríðsstuðninginn, sem forsetinn á ekki völ á í sínum eigin flokki. Óhætt mun að taka þannig til orða, að úrsiit brezku kosn- inganna hafi, þrátt fyrir hinn mikla meirihluta Wilsons, ver- ið að því leyti óákveðinn, að ekld er um neina virka ein- ingu að ræða bak við sigurinn eða sigurvegarann, hvorki í inn anlandsmálum né utanríkis- málum. Þegar Johnson forseti hlaut kosningu gegndi allt öðru máli að þessu leyti, og hann hafði virka einingu að baki sér. En hann hefur glatað þessari einingu, ekki aðeins hvað ut- anríkismálin áhrærir, heldur einnig í innanlandsmálunum. Einingin frá kosinguum 1964 hefur þokað um set og við tekur af henni hin gamla samvinna hægrisinna á báðum ílokkunum, en hún réði lögum og lofum á stjórnarárum Eisen howers forseta og olli Kenne- dy forsetameiri erfiðleikum en nokkuð annað. EF REYjNT er að gera sér grein fyrir, hvað valdið hafi afihroði einingarinnar, sem við naut í kjöri Johnsons árið 1964 hygg ég að fyrst ber að minn- ast þess, að þessi eining varð til meðan á sjálfri kosninga- baráttunni stóð. Aðstaða JoJm- sons hvíldi á því heiti hans, að störfum ríkisstjórnarinnar yrði fyrst og fremst beint að lausn innanlandsmálanna í ofek ar síbreytilega þjóðféXagi, en þessi lausn hafði lengi verið vanrækt. Þetta heit fól í sér að í afstöðu til utanrífeismál- anna myndi ríkisstjóm John- sons forðast þjóðrembing Barrys Goldwateris, inna af hendi störf sín án alls yfirlætis og sneiða hjá þeirri afskipta- semi, sem einkannandi var á fyrstu árunum eftir stríðið. Einingunni um Johnson for- seta í kosningunum 1964 var sundrað með því að ganga á bak heitunum, sem þá voru gefin. Heitunum hefur í raun og sannleika verið snúið við. Ákveðið var að heyja banda- ríska styrjöld í Vietnam og láta mæta afgangi vegna striðs- ins að efna fyrirheitið um lausn vandans í innanlandsmáX- unum. Af öllu þessu má berlega sjá, að eining byggist ekki á því að draga hulu yfir viðfangsefn in eða skrökva um þau, heldur hinu gagnstæða, að ná skýru ljósu samkomulagi um megin- málin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.