Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 6
StTNNUDAGTTR 17. aprfl 19« é TlMINN Sjötugur í dag: HALLDÓR ASGRÍ MSSON alþingismaöur Áríð 1896 var aS mörgu leyti eftirminnilegt. Það ár, um mán- aðamótin ágúst — september, gengu ákafir jarðskjálftar á Suð- urlandsláglendi. Jörðin gekk í bylgjum sem hafsjór. Hús hrundu svo hundruðum skipti. Skriður féliu úr fjöllum, björg klofnuðu og fjöldi jarða skemmdist. Á Aust- uríandi var sumarið votviðrasamt, og 2. október gerði þar ofsarok af norðri með feikna fannkomu, og héilzt nær sex sólarhringa. Man ég, að fyrstu þrjá sólarhringana var veðrið svo afskaplegt, að full- röskir karlmenn treystu sér ekki út úr húsum. Fé fennti um allt Fljótdalshérað, og verið var að grafa það upp, lifandi og dautt í margar vikur. Tjón bænda varð víða mjög mikið. En þá hafði um skeið verið betri afkoma manna á Austurlandi en víðast annars- staðar á landinu. Margir bændur á Fljótdalshéraði voru þá sæmi- lega efnum búnir. Þá vonu enn fráfærur og gnægð mjólkurmatar og arðsöm saia á sauðum til Eng- lands. Flestir bændur á Héraði verzluðu þá við sitt eigið verzlun- arfélag, Pöntunarféiag Fljótdals- héraðs, er þá hafði aðalbækistöð sína á SeyðisfLrði. En þetta ár var í enska þinginu bannaður innflutn ingur 6 ..lifandi fé til Englands. Þetta tvennt, bann Breta á lif- andi fé- og fjárskaðaveðrið mikla, var mikið áfall fyrir bændur eystra. En ekki bugaðist kjarkur þcirra, og flestir bændur á Fljóts- dalshéraði munu um síðustu aida- mót hafa talið stétt sina sjálfstæð- ustu stétt þjóðarinnar, og unað vel hag sínum. Þegar þeir atburðir gerðust, sem að framan greinir, bjuggu að Brekku í Hróarstungu hjónin Ás- gríöiur Guðmundsson og Katrín Björnsdóttir. Ég rek hér ekki ætt- ir þeirra, en bæði voru þau kom- in af greindu og þrekmiklu skap- festu fólki. Einn langafi Ásgríms var Jón sterki Árnason í Höfn í Borgarfirði, sem var annar hinna nafnkunnu Hafnarbræðra, sem á sinni tíð voru taldir sterkustu menn á íslandi, en einig greind- ir sómamenn. Ásgrímur var at- orkumaður, fjörmaður mikill og karímenni, glæsimenni á velli, djarfur í framkomu, hreinskilinn, hreinskiptinn og vinfastur. Katrín kona hans var greind skapfestu- kona og drengur hinn bezti. Bæði voru þau hjón búmenn góðir og gestrisin. Hinn 17. apríl þetta um- rædda ár (1896) fæddist þeim hjónum sonur, er í skírninni hlaut nafnið Halldór. Mun hann hafa verið látinn heita eftir móðurbróð ur sínum, Halldóri Björnssyni í Húsey, kunnum góðum bónda og sómamanni. Frá Brekku fluttu þau Ásgrím- ur með böm sín til Borgarfjarðar og keyptu þar jörðina Gilsárvalla- hjáleigu, en fengu breytt á henni nafni, og nefndu hana Grund. Þar bjuggu þau góðu búi og bættu jörðina mikið. Borgarfjörður er fögur sveit og grösug. En stór- viðri geisa þar ærið oft og mikl- um snjó kyngir þar niður flesta vetur. Halldór Ásgrímsson ólst upp á Grund í sy'stkinahóp. Það sýndi sig brátt að hann hafði erft kosti foreldra sinna. Hann lærði par «ð vera viðbúinn átökum Dyrfjalla bylja og norðaustan stórhríða. Þessi átök voru í samræmi við meðfætt eðli hans. Að láta ekki bugast á hverju sem gekk var sterkur þáttur í upplagi hans og skapgerð. Ég sem þessar línur rita, flutti til Borganfjarðar haustið 1909 og stofnaði þar unglingaskóla. Næsta haust á eftir settist Haildór í skól- ann. Fann ég bnátt, að hann var bæði greindur og mannsefni, sem mikils mátti vænta af. Þá var með- ai nemenda í efri bekk skólans Anna Guðný Guðmundsdóttir, af- burða vel gefin og hugþekk stúlka, dóttir merkishjónanna Þórtiöllu Steinsdóttur og Guðmundar Jóns- sonar útgerðarmanns á Hóli í Bakkaþorpi. En hennar get ég hér, því seinna féllu hugir þeirra Hall- dórs saman og þau giftust árið 1922. Halldór lauk prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri vorið 1916. í Samvinnuskólanum sat hann veturinn 1920—21 og lauk þaðan prófi um vorið. Snemma bar á félagsmálaáhuga hjá Halldóri og í þeim efnum féllu skoðanir þeirra feðga í sama farveg. Ásgrímur hafði verið í Pöntunarfél. Fljótsdalshéraðs, og taldi hann bændum hagkvæmast, að þeir ættu sjálfir verzlanir þær, sem þeir skiptu'við: Ræddu'þeir feðgaf það oft við mig o. fl. sveit- unga sína, að nauðsyn bæri til þess, að Borgfirðingar stofnuðu kaupfélag. Aðeins ein verzlun var á Borgarfirði, útibú frá hinum sam einuðu íslenzku verzlunum. Alloft var vöruskortur hjá verzluninni, sem að einhverju leyti mun hafa stafað af slæmum samgöngum við Borgarfjörð, enda oft erfitt að ná í nægar nauðsynjavörur eftir að stríðið hófst 1914. Það var þó dug legur og mjög vinsæll verzLunar- stjóri fyrir verzluninni. Sumarið 1918 var svo komið, að allmargir bændur og þurrabúðarmenn í Bakkaþorpi stofnuðu kaupfélag fyr ir forgöngu þeirra Grundarfeðga. Nokkru seinna gengu nær allir bændur í Hjaltastaðaþinghá og víð ar af Úthéraði í félagið og flestir þeir Borgfirðingar, er voru heirn- ilisfeður og ekki höfðu verið stofn félagar. Eftir áskorun félagsstjórn ar og félagsmanna veitti ég kaup- félaginu forstöðu þann tima, er ég átti eftir að dvelja í Borgar- firði. En Halldór var formaður fé- lagsstjórnarinnar, og gegndi kaup- félagsstjórastarfinu, er ég sat á þingi, nema veturinn 1920—21, er hann var í Samvinnuskólanum. En þá um haustið flutti ég bú- ferium með fjölskyldu mína til Abureyrar, en Halldór var ráðinn kaupfélagsstjóri. Árið 1940 flutti Halldór búferl- um til Vopnafjarðar og tók þar við framkvæmdastjóm kaupfélags ins, jafnframt því, sem hann enn um tvö ár hafði yfirstjórn Kaup- féiags Borgarfjarðar. Auk kaupfé- lagsstjórastarfsins hlóðust á Hall dór opinber störf. Hann sat í sýslu- nefnd Norður-Múlasýslu árin 1923 —40 og 1942 — 1959. í hrepps- nefnd Borgarfjarðar sat hann 1928—40 og i hreppsnefnd Vopna- fjarðar 1942—‘46. Hann var kos- inn þingmaður fyrir Norður-Múla- sýslu 1946, og frá þeim tíma hef- ur hann átt sæti á Alþingi. Nú er hann einn af þingmönnum Aust urlandskjördæmis. Hann raik búskap á föðurleifð sinni Grund árin 1923—32. Eins og sjá má af framansögðu hefur Halldór um áratugi haft mikið að segja um framgang mála í Norður-Mulasýslu og taunar alls Austurlands. Fyrir hans atbeina kom ein af fyrstu dráttarvélum, er til landsins voru fluttar til Borgarfjarðar, enda hefur ræktun lands £ Borgarfirði átt mikinn þátt í þvi að engin jörð í Borgarfirði sjálfum hefur farið í eyði, heldur aðeins í nokkrum afskekktum vík- um, er tiiheyra hreppnum, enn- fremur, að byggðin hefur haldist við í Baifckaþorpi, þrátt fyrir margra ára fiskileysi. Einnig hef- ur síldarverksmiðjan þar veitt þorpsbúum talsverða atvinnu, en Halldór mun hafa átt drýgstan þátt í að hún var reist og sömu- leiðis í hafnarbótum þeim, er gerðar hafa verið á Borgarfirði hin síðari ár. Halldór beitti sér fyrir þvi, að síldarverksmiðja var reist á Vopna firði. Hún var fullgerð um sama leyti og aðalsíldveiðamar á sumr in hófust við Austurland. Á rekstri Vopnafjarðarverksmiðj- unnar mun hafa orðið mikiil hagn aður. Eins og kunnugt er, er Vopnafjörður mikil og góð sveit. Eftir að Halldór tók við stjórn kaupfélagsins þar, batnaði hagur þess, og er ég kom £ heimsókn til hans þangað fyrir nokkrum ár- um, sagði hann mér, að enginn félagsmaður hefði skuldað félaginu um síðast liðin áramót, og skild- ist mér, að svo myndi jafnan vera um hver áramót. Auðséð var á öflu, að hagur bænda var þar góð- ur, ræktun mikil, húsakostur næg- ur og menningarbragur á allri umgengni. Er Bunaðarbankinn stofnaði úti bú á Egilsstöðum árið 1960 tók Halldór við stjórn þess og M um leig af kaupfélagsstjórastarfinu á VopnafirðL Þá álitu margir, að útibú þetta myndi verða þungur baggi á aðalbankanum, og lítið var fé það, sem bankin nlét það fá. En Halldór sýndi i bankastjóra starfi sinu sömu hagsýni og dugnað sem i öðrum störfum sin- um. Hann fékk brátt ótrúlega mifc ið sparisjóðsfé inn í banfcann, og náði viðskiptamönnum víðsvegar um Austurland. Er útibúið á Eg- ilsstöðum nú þegar orðið ótrú- lega sterk stofnun undir stjóm Halldórs, og rekstursafkoma þess þannig, að til hreinnar fyrirmynd- ar telst. Jafnan frá því, að Halldór kom fyrst á Alþingi hefur hann setið í fjárveitinganefnd, og er mér sagt af öðrum þingmönnum, að enginn af þeim mönnum, er nú sitja á Alþingi sé eins kunnugur fjárlögunum serai Halldór. Nærri má geta, hve mjög saga Halldórs Ásgrímssonar er tvinn- uð sögu Norður-Múlasýslu, þar stm hann hefur lifað og starfað frá barnæsku og hverisu margan vanda hann hefur leyst fyrir kjör- dæmi sifct á tuttugu ára þingsetu- tímabili. „Ég held að vart geti verið til betri þingmaður fyrir sitt kjördæmi en Halldór,“ skrifaði samþingsmaður Halldórs í afmæl- isgrein um hann, er hann varð sextugur. Halldór Ásgrimsson hefur verið hamingjumaður um ævina. Það tel ég fyrst, að hann átti ágæta foreldra, er veittu honum gott uppeldi. Þar naest, að honum hef- ur auðnazt að hafa aðstöðu til að starfa alla sína ævi, þar sem hann var fæddur og uppalinn og ætt- menn hans hafa lifað um aldir. En þó var sú hamingja hans mest, að eiga þá konu, sem í engu var minni en hann sjálfur, og bjó honum það heimili, að allir undu sér þar vel, hvort sem þeir vqth þar lengri eða skemmri tíma. Syn ir þeirra Halldórs og Önnu Guð- nýjar eru: Árni, hrlm. í Kópavogi Ásgrfmur, kaupfélagsstjóri á Hornaifirði, Ingi Bjðm, sMpstjóri I Keykjavík, Guðmundur, stýrimað ur í Reykjavík og Halldór, kaup- félagsstjóri á Vopnaffirði. Sjötiu ár eru nú á dögum ekki talinn hár aldur. Halldór Ásgríms son er því enn ekM orðinn gam- all maður. En á þeim sjötíu ár- nm, sem hann hefur lifað, hafa orðið meiri breytingar, en á mörgum öddum áður, og sneggri og stærri þjóðfélagslegir jarð- skjálftar, ef svo má að orði kom- ast, en nofckm sinni fyrr. Margt hið gamla heffur hrunið til gmnna, enda var sumt af því feysMð og fúið. Margt nýtt, gott og glæsi- legt heffur risið á rústunum En þjóðfélagsbyltingin hefur orðið uggvænlega afdrifarik fyrir af- skekkt bændabýlii og jafnvel fyr- ir bændastéttina í heild. Bænda- menning heffur um aldir verið grundvöllur íslenzkrar menn'.ngar. En hvað verður um fslenzka menn ingu, ef svo verður þrengt að bændastéttinni, að menningar hennar gætir litfls eða einskis i þjóðfélaginu? Þessa hættu hefur Halldór Ás- grímsson skilið. Hann hefur um áratugi verið framarlega í flokki þeirra baráttumanna, er stutt hafa af alefli ræktun landsins, viðhald bændabýlanna og þjóðlega menn- ingu. Allir vinir Halidórs Ásgrímsson ar áma honum heilla með hin liðnu sjötíu ár, og óska 1' ss að hann lifi enn lengi, sjái byggð eflast i landi, og auðnist þannig að njóta ávaxrta af startfi sínu og baráttu. Þorsteinn M. Jónsson. Halldór Ásgrímsson, aliþingm maður verður sjötugur í dag. Hann er þannig nær tveim tugum ara fyrr á ferð en ég — eftir al- manaM og Mrkjubókum. Hér skilur þó meira á miUi. Á meðan ég var enn ungiingnr i skjóli foreldra og ættmenna, þá stóð hann í fylMngarbrjósti í bar- áttu austfirzkra alþýðumanna þar, og þá er barátta þeirra hefur hvað tvfsýnust orðið á þessari öld. En þótt ég minnist þess tíma fyrst og fremst sem ungmenni og áhorfandi þá hugsa ég jafnan með mikilli þökk og virðingu til þeirra manna er þá stóðu í eldlínunni, enda ruddu þeir margri hindmn úr vegi okkar, er síðar fómm. Viðhrögð þeirra síðar á ævi er mér gjamt að skoða með hlið- sjón af atburðum þessa tímabils. Því sumum varð baráttan ofraun, þeir urðu ekki síðan samir menn, aðra herti hún og stælti. Haildór Ásgrímsson var tvímælalaust J hópi hinna síðar töldu. Persónuleg kynni mín af Hail- dóri hófust fynst um 1950. Þá átti ég um skeið sæti á Alþingi ásamt honum. Frá þeim tíma er mér Halldér minnisstæðastur sem harðsnúinn og þrautseigur baráttumaður fyrir kjördæmi sitt og umbjóðendur. 1 öllum byggðum landsins biðu verk efni, brýn og mörg, miMu fleiri og stærri en möguieikarnir til að leysa þau með svo skjótum hætti, sem hugur stóð tfl, svo oft var við raman reip að draga. Á þessum árum störfuðu sam stjórnir Framsóknarflokksins og Sjálfstæðismanna. Stjórnarand stæðingar sögðu, að á stjórnar heimilinu giltu helmingasMpti! — Svo mikið var víst, að þannig vaj högum háttað, að eigi sMpti lith hvemig á spilum var haldið í sam sMptum stjómarflokkanna varð andi fjárveitingar og aðra með ferð máia á Alþingi. Og vitan lega því fremur, sem oft var ai Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.