Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 17. aprfl 1966 11 f BRÉF TIL BLAÐSINS ALÚMÍNMÁLIÐ Margt er nú hjalað í blöðum og manna í milli um ýmsar hliðar þjóðmálanna og ber þar einna hæst dýrtíðina og alúmínið. Þau mál ætla ég ekki að ræða, tel mig skorta til þess þekkingu. Hins veg ar finnst mér það dálítið ein- kennilegt, að enginn skuli láta sér detta í hug að nefna aðrar framleiðslugreinar, sem mundu gefa þjóðinni miklu meiri tekjur, en þær, sem formælendur alúmíns ins reikna með að það gefi, hvort sem þetta stafar af því, að þeir séu svona varfærnir í áætlunum eða hitt, að þeir kveinki sér við að fara hærra. En þeir um það. Það kom fram í blöðum nú ný- lega, að tvöfalda mætti útflutn- ingsverð fisksins með því að fullvinna hann hér heima. í sömu blaðagrein er talið, að útflutnings verð, eins og nú stendur, sé um fjögur þúsund milljónir og lætur það að líkum nærri sanni, eftir því sem heildarútflutningurinn er. Ef nú hægt væri að hækka út- flutningsverð fiskafurðanna um tvo þriðju af því sem það er nú, AFMÆLI Framhald af bls. 6. litlu að taka miðað við þarfir, svo sem fyrr er að vikið. Halldór átti þá sæti í fjárveit- inganefnd eins og löngum. Og það hygg ég, að þá hafi Fram- sóknarflokkurinn og málefni hans notið þjá'lfunar Haildórs frá þeim árum, er hann atti kappi við heims kreppuna og hafbrim á Borgar- firði austur. f misjafnlega frjóu stjórnmálla- þrasi og félagsmálavafstri er það hlutarbót ágæt hvensu menn kynnast mörgu fólki með mismun andi sjónarmið og ólík persónu- einkenni. Fyrir ótal slík kynni er ég þakklátur, því þau hafa miðlað mér margbreytilegum fróðleik og mikilili áægju. — Kynnin af Halldóri Ásgrímssyni eru þar sann arlega engin undantekning. Á meðan ég hripa þessar fá- tæklegu iíur í tilefni sjötíu ára afmælis Halldórs Ásgrímssonar, þá er hugurinn hálfur austur á landi. Bernskusveit sinni og síðar heima- byggð í víðri merkingu hefur hann unnið ævistarf sitt fram til þessa — og að því er mér virð- ist í fjórum meingáföngum: Hinn fyrsta í hópi Borgfirðinga í hörkulegri vörn á erfiðustu ár- um aldarinnar og héldu velli — Borgarfjörður er enn þétt setinn þrátt fyrir hafnleysi sitt og fleiri erfið skilyrði frá náttúrunnar hendi. Hinn- annan á Vopnafirði, fyr- irliði í sókn, sem leiddi til þess, að Vopnafjörður er nú eitt bezt byggða hérað þessa lands. Hinn þriðja sem fulltrúi Norð- -Mýlinga og síðar Austurlands- kjördæmis á Alþingi íslendinga, þar sem mörgum góðum málum hefur verið hrundið fram fyrir hans atbeina til hagsbóta fyrir þau byggðarlög. Og loks hinn fjórða er hann vann að stofnun bankaútibsúins á Egilsstöðum með slíkri alúð og harðfylgi að forystumönnum í vhöfuðistöðvum bankans kom i stanz er þeir litu árangurinn. f sérhverjum þessara áfanga hef ur farsæld fylgt störfum Halldórs Ásgrímssonar. Þeir verða því marg ir Austfirðingarnir, sem minnast hans í dag með virðingu og þökk, jafnt þeir sem urðu honum sam- ferða frá byrjun, og hinir er síð- ar koma til sögu og nú feta að nokkru varðaða slóð. Vilhjálmur Hjálmarsson. þá færi að vera lágt risið á þess- um áætlaða gróða af álverksmiðj- unni, þó sleppt sé alveg menning- arhlið þessa máls, sem er þó eng- an vegin lítilvæg fyrir þjóðfélagið í heild. En nú vil ég spyrja þessa háu herra, sem heita má að hafi tek- ið sér alræðisvald til að stjóma okkar litla þjóðfélagi, hve lengi landið eigi að búa við nýlendu- fyrirkomulag í verzlunarmálum. Við flytjum út meiripart af þorsk aflanum óverkaðan að mestu, að- eins búinn að liggja í salti í nokkr ar vikur. Þá er það síldin. Svíar eru búnir að kaupa af okkur salt- aða síld í áratugi, svo sérverka þeir hana á ýmsan hátt og senda síðan sem fullunna vöru út um allan heim. Enginn af þessum vitringum okkar lætur sér til hug- ar koma, að þetta megi öðruvísi vera. Það er gamli andinn, sem ræður ríkjum: Þetta hefur verið svona og svona skal það vera. Margt mætti fleira telja, sem er orðið langt á eftir tímanum. Það er t.d. langt síðan minnst var á, að hér þyrfti að byggja lýsisherzlustöð, en framkvæmd hef ur engin orðið, og þó er það vit- að mál, að slík stöð mundi hafa margfaldað verð síldarinnar í er- lendum gjaldeyri. Já, og fleira kemur í hugann. Hvað má segja um ýmsar landbúnaðarafurðir, t. d. skinnin. Á hverju hausti falla til 7—800.000 kindagærur og sjálf sagt nokkur þúsund af stórgripa- skinnum. Tölur um þau fær ekki almenningur að vita, a.m.k. hef- ur það ekki borið fyrir augu mín í blöðum. Eitthvað munu verk- smiðjur kaupfélaganna á Akur- eyri vinna úr þessari vöru, en að líkindum mun þó meiri hlutinn fara út óunninn. Já, þannig mætti lengi halda áfram með þessa upp talningu. Ekki er ósennilegt, að hægt væri á einhvem hátt að hagræða dilkakjötinu okkar, svo það yrði frambærileg vara á útlendum mörk uðum og bágt á ég með að trúa því, að það séu mjög soltnir menn, sem ekki fengjust til að éta jafn góða fæðutegund og ís- lenzka dilkakjötið er. Hitt er svo aukaatriði, að sennilega þyrfti að láta kjötið í smekklegri um- búðir heldur en grisjupokarnir eru, sem alltaf sýnast skítugir og eru það raunar oft. Eina grein iðnaðarins vil ég hér nefna til viðbótar þessum bollaleggingum, en það er stál- skipasmíðin. Nokkur reynsla er þegar komin á þessa iðngrein og hefi ég ekki heyrt annað, en að hún hafi farið vel og myndarlega af stað og líki í hvívetna vel. Ekki leikur á tveim tungum, að það yrði þjóðinni til mikils sparnaðar ef unnt reyndist að flytja þennan iðnað allan inn í landið, og það sem fyrst. Hér að framan hefi ég minnst á nokkur þýðingarmikil atriði í þjóðlífsframvindu fslendinga, sem ég tel nauðsyn bera til að fram- kvæmt verði hið fyrsta, enda mundi enginn vafi á því leika, að slíkar framkvæmdir mundu færa þjóðinni mikið meiri tekjur, held- ur en þessi margumtalaða álverk- smiðja. Ekki þarf að óttast atvinnuleysi í landinu, ef nokkuð af því, sem að framan er nefnt, kemst í fram kvæmd, hvað þá, ef öllum þeim nauðsyniamálum væri sinnt á verðugan hátt. Og sem betur fer hafa margir íslenzkir athafna menn augun opin fyrir þessum sannindum. Mætt í þvi sambandi vitna 1 fréttaviðtal útvarpsins nú TÍMINN fyrir skemmstu við forstjóra skipa smíðastöðvarinnar í Njarðvikum, Bjarna Einarsson, þar sem hann áætiar að til starfseminnar þar þurfi um 500 manns, þegar allt er komið í fullan gang. Hvað viðkemur vatnsvirkj unum, þá er okkur engin vorkunn að virkja sjálfir á eigin kostnað, það afl, sem við hverju sinni þurfum að nota. Þjóðin er fátækari, þeg- ar ráðizt var í Sogsvirkjunina fyrstu og fór þó allt vel. Svo að endingu þetta: Væri það of mikil heimtufrekja að ætlast til þess af hinum vísu landsfeðr- um, að íslenzki iðnaðurinn fengi að búa við ekki lakari kjör, en búið er að lofa erlendum aðilum, sem hér ætla að setjast að. Á ég þar fyrst og fremst við rafmagns verðið. Nær það yfir höfuð nokk- urri átt, eða á það sér hliðstæður hjá nokkurri annarri þjóð, að hlut- ur útlendinga sé gerður betri og öruggari, en þeirra innfæddu? Sjálfsagt er það svo í hinni frægu Rhódesíu og afríkönskum negra- ríkjum, en með iðnmenntuðum' þjóðum munu þess finnast engin dæmi. Ég slæ nú botn í þessar hug- leiðingar, þó ég búizt ekki við að þær beri mikinn árangur, enda hætt við að hér sem oft áður eigi við hin viturlegu orð Sögualdar- spekingsins, sem sagði eitt sinn, er hann var í vanda staddur og hafði án árangusr leitað ráða hjá mönnum sínum: „Því verr þykir mér, sem oss muni duga heimskra manna ráð, sem þau koma fleiri saman.“ Karl úr GarSL CL-84 Framhald af bls. 1. vig ýmsar aðstæður og síðan, ef engir gallar koma fram verð ur hafin fjöldaframleiðsla á CL-84. CL-84 getur flogið á 350 mílna hraða á klst. Sýnt þykir að mikil þörf verði fyrir slíka vél á styttri flugleiðum t.d. milli stórborga, þar sem þær geita lent í hjarta borganna og losna farþegar þá við að eyða löngum tíma í ferðir til og frá flugvöllum. Þá væri hægt að nota CL-84 í hernaði, við flug björgunarstörf, og hún getur athafnað sig á flugvélamóður- skipum, eins og venjulegar vél ar eða hafið sig til flugs af palli á minni skipum. Ekki er fráleitt að láta sér til hiugar koma, að fslendingar hefðu mikla þörf fyrir slíka vél, sem gæti lent hvar sem er á landinu. HEITT VATN Framhald af bls. 24. Öll þessi hús hafa, ásamt íbúðar- húsum á staðnum, verið hituð upp með heitu vatni. Það hefur sýnt sig að undanförnu, að magnið af heita vatninu hefur ekki verið nægjanlegt og réðist sveitin því í að bora þama eftir heitu vatni. Fyrsti árangur borananna var sá, að á 40 metra dýþi fengust 10 sek-lítrar af heitu vatni. Sú bor- hola gerði hins vegar það að verk um að mjög minnkaði í holum í nágrenninu. Til dæmis hvarf allt heitt vatn í Gröf. Er þessi árang- ur hafði fengizt, var ráðizt í að bora á öðrum stað, en þar fengust í gærkveldi 20 sek.Iítrar af heitu vatni. Er ekki fyrirsjáanlegt ann- að en að hin nýja borhola muni nægja staðnum um fjölmörg ár. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaSur. Laugavegi 28b, II. hæð, slmi!8783. MINNING Jochum M. Eggertsson f. 9. sept 1896, d. 23. febr 1966. Fallimn er hlynur, styrk var sftoð. Einfarinn mikli á alfaraslóð. Vígi þér bjóist úr gróðri og mold, ræktaðir skóg og græddir fold. Á köldum útmánaðardegi, er hríðarkólgan huldi fjallasýn, barst sú fregn út um landsbyggðina á öldum ljósvakans, að Joohium M. Eggertsson væri látinn. Hann, skáldið og listamaðurinn, sbóg- ræktarmaðurinn frá Hnausabúð- nm í Skógaskógi í Þorskafirði, var faHinn. Jochtun var bæði skáld og fræði maður, ritaði hreint og þróttmikið mál, og þó að rit hans vœru ekki rnikil að vöxtum, verkuðu þau þannig á þá, er þau lásu, að þeir fundu, að þar stóð maður að baki. Maður, sem fór ekki troðnar slóð ir og þorði að segja meiningu sína, hver sem hlut átti að máli. Jochum skrifaði fagra rithönd, sum rit sín skrautritaði hann, en skrautritun hafði hann lært af bróður sínum og fóstiurföður, Sam- uel Eggertssyni skrantritara. Einn ig var Joehum teiknari góður og hiafði vel vit á málverkum. Mat hann þar mest meístarann Ásgrím. Fyrir rúmum 15 árum keypti Jocbum jörðina Skóga í Þorska- firði, fæðingarstað Matthíasar Jochumssonar, föðurbróður síns. Gerði hann það til að heiðra minn ingu skáldsins, en öll verk Matthí- asar mat Jochum mikils og kunni skil á þeim eins og fingrum sér. í Skógum ræktaði Jochum fagr an skógarlund. Tvö fyrstu trén er hann gróðursetti, nefndi hann Þóru og Joohum eftir forfeðrum sínum, Jochum Magnússyni og Þóru Einarsdóttur í Skógum. Skógurinn var Jochum paradís. Þar ræktaði hann tré og hlúði að ungum gróðri. Hlustaði á söng fuglanna og þýddi dulrúnir nátt- úrunnar; safnaði steinum og lék sér við blómálfa og hulda vætti, á sumrin, sem eru tími lífs og blóma í náttúrunni, þegar vorfugl arnir komu, þá hvarf Jochum úr ys borgarlífsins vestur yfir t'jöll- in til að planta nýjum trjám og hlú að öðrum í skógarlundinum sínum vestur við Þorskafjörð. Þar dvaldi hann á hverju sumri og hvarf burt á haustin, er hann hafði búið jurtir sínar undir hinn kaida íslenzka vetur. Á síðastliðnu vori fór hann með seinma móti vestur i lundinn Þá hafði hann tekig hinn þunga sjúk dóm, sem leiddi hann til dauða Varð hann því að hverfa fyrr úr| lundinum sínum en venjulega. Hamin kom suður í ágústmánuði og dvaldi á sjúkrahúsi um táma. Er hann komst af því, fór hamn vest- ur til að kveðja trén og blúmin sín í hinzta sinnd. — Og nú liðtir senn að vori. Og þá er það trú mín, að andi Jochums svífi vestur yfir fjöllin og setjist að f skógar- lundinum fagra, sem hanai unni svo mjög og var hans Paradís. J. G. HITAVEITAN Framhald af bls. 1. að ræða, og síðast hefði verið kveikt í þarna fyriir tæpum mán- uði. Blaðið hefur fregnað, að lok á stokkinn væru til, en það ætti aðeins eftir að koma þeim á, en ekki vitum við, hvort það er á rök um reist. INFLÚENSAN Framhald af bls. 1. vart við inflúensu, en þó munu nokkrir hafa veikzt þar. Rúm vika er síðan veikinnar varð fyrst vart. Á ísafirði er sömu sögu að segja þar hafa fáir tekið veikina og litl ar trufl'anir orðið á skólahaldi o. þ.h. Á Blönduósi hefur lítið sem ekk ert orðið vart við inflúensu og sömu sögu er að segja af Akur- eyri. Á Höfn í Hornafirði hefur ein hver veiki herjað að undanförnu, en efazt er um, að það sé inflú ensa. Hins vegar virðist inflúens- an nú vera að stinga sér niður þar í vaxandi mæli. BLÓMASENDING Framhald ai bis. 1. í leikinn og ætlað að stöðva blómasendinguna, þar sem álitið var, að hún kæmi frá Danmörku. Málið leystist þó fljótlega. Þá sagði Jóhanna, að Fær eyingar hefðu tekið blómun um mjög vel og hefðu þau runnið út eins og heitar lumimur. Fólkið væri énægð ara með íslenzku blómin en hin dönsku, því þau væru yfirleitt nýrri og fallegri og stæðu lengur. Hefðu eyjar skeggjar ekkert séð athuga vert við að kaupa íslenzku blómin, þó að þau væru dýrari. Auglýsið í Tímanum Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, ; Rósu Leósdóttur Sérstaklega þökkum við hjúkrunarliði handlæknisdeildar F.S.A. og séra Birgi Snæbjörnssyni. Þorleifur Þorleifsson, Margrét Þorleifsdóttir, Georg Jónsson, Brynhildur Þorleifsdóttir, Ananías Bergsveinsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Sigurðardóttur Guðjón Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.