Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1966, Blaðsíða 7
SUlVJfUItAGUK R. aprfl 1968 „Sumar í hvítavoðum“ Þessi vetur er á enda. Vikan, sem er að hefjast, ber í fangi sumardaginn fyrsta mesta fagn aðardag íslendinga að fomu og nýju. Eftirmæli þessa vetrar verða þau, að hann sé eina hinn harðasti á síðustu áratugum, þó að við höfum sloppið við hafís. Snjógþjmgsli hafa verið með ein dæmum að minnsta kosti urn norður- og austurhluta landsins en sunnan fjalla frosthörkur ó- venjulegar og fumbulkuldar, sem herjað hafa nakta jörð. f snjóahéruðum landsins hefur búfé verið á gjöf allt frá því um miðjan nóvember, og vafa- Iftið er nú viða farið að sneið- ast um heyjaforðann. Þótt lík- lega sé komin upp jörð víðast hvar nú og farið að beita, eru héruð ÖH norðan og austan fjalla og raunar meginhluti landsins snjóum vafinn enn. Sumarið heflsar í hvftvoðum, eins og Jón Þorsteinsson á Amarvatni sagði í vfcu sinni. Sk» má seinna á rós a rein röggvist sólar boðum, þó að birtist svanna og svein sumar í hvítavoðum. Og þrátt fyrir hvítavoðirnar mtm von manna um gott sumar vera söm og sterk, von um að rósir sumarsins röggvist sem fyrst og bezt boðum sólar EinangruD snjóanna í vetur hefur vafalaust orðið mörgum þung raun og því íremur, sem menn eru slíkri einangrun ekki vanir frá síðari árum. Heilar sveitir og byggðarlóg, hvað þá einstakir bæir, urðu í verstu og lengstu stórhríðarköflunum í vetur einangruð vikum saman, vegalaus, símalaus og rafmagns laus. Fðliki, sem er vaxið upp við það og vant því að geta alla jafna náð tfl. nágranna og notið venjulegra samfélagþæginda, brá mjög við þetta, og menn átta sig í raun og veru ekki á því, fyrr en yfir djmur, hve menn eru orðnir háðir ýmissi tækni og þægindum og telja slíkt sjálfsagða hluti. Áhrif slíkrar reynslu, sem áður fyrr fékk ekki mjög á þá, sem vanir voru að þreyja þorrann og gó- una, eru sálræn og dýpri en menn gera sér ljóst, og lítiil vafi er á því, að ótti við það, að þetta hendi aftur og aftur, veik- ir staðfestu manna til þess að búa á slíkum stöðum áfram, og er það að vonum. í vetur kom enn í ljós, hve góðir snjóbílar eru nytsöm og og mikilvæg tæki en við áttum of lítið af þeim. Við erum yfirleitt varbúnir til þess að létta þjóðinni baráttuna við veðurhörkur landsins. Þessi vetur kenndi okkur líka, að það er ekki nema á snjóléttum vetr- um, sem við getum vænzt þess að halda vegum opnum með því að ryðja snjó af þeim. Við þurt'- um nýja tækni í þeim efnum. einhvers konar snjóþjöppu, sem geti troðið braut í snjóinn sjálfan fyrir flutningatæki. Það er nauðsynlegt, að eftir slíkum tækjum sé hugað og reynt að þreifa sig áfram til nýrrar reynslu, er að haldi megi koma i næstu snjóavetrum. Þjóðin á að dæma Fyrsta lota umræðnanna á Al- þingi um álverssamninginn við TÍMINN 1 Siðleysi uppgjafar- manna. Það hendir oft smámenni, sem neyddir eru til uppgjafar í bar- áttu fyrir illum málstað, að þeir grípa til hinna furðulegustu óyndisúrræða í því skyni að reyna að bjarga skinni sínu und- an þunga sakar, sem þeir hafa sjálfir stefnt að sér og reynt að koma fram með blekkingum. Eftir því sem menn eru minni gerðar kemur þetta siðleysi upp gjafarinnar oftast betur i ljós. Þegar fokið var í öll varnar- skjól á málhrakningi rflcis- stjrnarinnar í meginatriðum ál málsins í umræðunum á dögun- um, greip Jóhann Hafstein iðn- aðarmálaráðherra til þess ráðs að segja, að Ólafur Jóhannesson sem gleggst og rökfastast hafði bent á óhæfi gerðardómsákvæð- isins, hefði fengið vitneskju um þetta ákvæði, er honum var sýnt uppkast samningsins sem trúnaðarmál eins og fleiri þing- mönnum, og hefði hann þá ekk- ert haft við þetta að athuga. Þannig gripu álmenn loks til hins smámannlegasta af óllu smámannlegu að reyna að minnka ábyrgð sína af unnum afglöpum með þvi að reyna að flækja aðra í sakarefni með sér. Ólafur lýsti auðvitað þegar yfir, að stjómin hefði aldrei beð ið sig um neitt álit eða leið- beiningar um gerð samningsins, þó að honum hefði verið sýnt eitthvert uppkast sem trúnaðar- mál. Er þá skörin farið að fær- ast upp í bekkinn, þegar stjóm- in ætlast til þess af andstöðu- þingmanni, sem hún sýnir mál, er hún hefur ein með höndum og krefst að sé trúnaðarmál, er hann má ekki ræða opinberlega um í einstökum atriðum, að hann fari að láta uppi við hana álit sitt, án þess að hún biðji um. Stjórnin hefur aldrei viljað þiggja nein ráð af stjómarand- stöðunni um þessi mál. En þeg- ar ráðherramir era fallnir í eigin gröf, segja þeir: f>etta er þér að kenna, þú áttir að vara mig við þessu. Nýr íslandsbanki? Ýmsir hafa haft orð á því, að íhaldsstjómin væri með álmál- ið á ferðinni á merkilegu af- mælisári. Það var fyrir réttum sextíu áram, sem hús íslands- banka reis af granni f Reykja- vík. Það var voldugt fyrirtæki, sem íhaldið tiúði á. Það var mesta bankahöll á íslandi þá, þar sem erlent auðmagn skyldi verða lyftistöng fslands. Síðar stóð þessi stofnun líka fyrir mesta bankahrani í landinu og hafði í för með sér ómæld vand ræði fyrir íslenzka atvinnuvegi. Á rústunum byggðu fslending- ar svo sjálfir haldbetra banka- kerfi af eigin rammleik. Það er von að ýmsum detti f hug: Nú era þeir komnir með nýjan fs- landsbanka, stærra, voldugra og meira fyrirtæki svo sem hæfir umsvifum nýs tíma en verður fall hans og ólán það, sem þjóð- inni stafar af þessu, aðeins því meira? Og þá kemur að fslend- ingum sjálfum að byggja á rúst- unum. Það er þó von allra góðra manna. að afglöp núverandi stjórnar i málinu verði ekki slfkt voðavopn í hendi óhamingju ís- I lands. Menn og málofni þess að ganga frá málinu að þjóðinni fornspurðri ber henni að verða við kröfum stjómar- andstöðunnar um þingrof og nýj ar kosningar um málið og stjórn arstefnuna nú, eða a.m.k. að leggja álsamninginn undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði. Þing, sem er að ljúka kjörtíma- bili, hefur ekki rétt til þess að binda þjóðina nær hálfa öld af slíkum áhættusamningi. Til þess hefur það ekki verið kjörið. Stjórnin hefur ekki nein hald- bær rök gegn þeirri kröfu. Tvö meginatriði í umræðunum um álsamning- inn sjálfan má segja, að komið hafi einkum í ljós tvö meginat- riði, sem eru þess eðlis, að ógang andi sé að þeim fyrir íslenzku þjóðina, og kemur þó fleira til. Umræðurnar sýndu algera upp- gjöf og rökþrot stjórnarinnar við að réttlæta þessi atnði. Hún varð að játa að rafmagnsverð það, sem hinn erlendi auðhring- ur á að fá, er miklu lægra en í nokkru öðru landi, bor sem hann kaupir rafmagn til ál- bræðslu. 28% lægra en í Nor- egi, sem er sambærilegast, og ekki einu sinni tryggt, að það sé kostnaðarverð frá fyrirhug- uðu orkuveri, en þvi fylgir þó geigvænleg fjárhagsáhætta fyrir bjóðina vegna skyldu um fram- leiðslu rafmagns með olíu fyrir sama verð i viðlögum. Þar að auki var flett svo rækilega of- an af gyllireikningum Jóhanns Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, um væntanlegan gróða af þess- ari sölu, að hann stóð eftir sem ábyrgðarlaus skramari með töl- ur, sem voru hjóm eitt og reyk- ur, og stóðust enga gagnrýni. Þannig var blefckingavef ál- manna flett gersamlega sundur. Hitt miginatriði samninganna, sem sýnir þjóðinni betur en flest annað, hvers eðlis þeir era, er ákvæði þeirra um erlendan gerðardóm í ágreiningsmálum ís lenzka ríkisins annars vegar og hins erlenda auðhrings og hins svonefnda „íslenzka álfélags“ hins vegar. Það sannaðist svo að stjómin varð að játa, að slíkt ákvæði er algert einsdæmi í samningum hringsins við þau sex eða sjö önnur ríki, sem hann hefur álbræðslu í. Þetta er óvirð ing við íslenzka dómstóla og réttarfar og ósæmandi sjálf- stæðri þjóð að skrifa undir slíkt. Allra sízt, þar sem með samn- ingnum er lögsaga um deilumál tveggja íslenzkra aðila færð út úr landinu. Ólafur Jóhannesson, prófessor, kvað fyrstur manna upp úr með það, að á þetta gæti sjálfstætt og fullvalda ríki ekki fallizt. Þetta er staðreynd, sem enginn hefur enn mótmælt með rökum, og tilburðir tals- manna rfkisstjórnarinnar til þess að afsaka þetta, hafa ver- ið svo fáránlegt, að þjóð- ina rak í rogastanz, og fyrir þessa tilburði eina og uppgjöf- ina, sem í þeim felst, hefur mönnum orðið enn ljósara en áður, hve gersamlega óhæft þetta atriði álsamningsins er. Hrunið vígi Stjórnin reyndi fyrst að hasla sér varnarvöll um þetta atriði í því vígi, að þetta væri gert í samræmi við alþjóðasamning, sem Alþjóðabankinn er að reyna að koma á og erlendi auðhring- urinn krefst nú að ísland ger- ist aðili að til þess að hann fái frekari tryggingu sinna hags- muna. Nú blasir við, að þessi samningur er gersamlega þýð- ingarlaus og ekki hafa einu sinni fullgilt hann enn nema fjögur framstæð ríki í Afríku, sem horfa ekki í alls konar bjónkun til þess að fá erient 4'ármagn og veita því þess vegna alls konar aukatryggingar eins og erlenda gerðardóma. Einnig sagði stjórnin, að slíkt gerðar- dómsákvæði hefði áður verið af íslands hálfu í samningum um olíukaup við Rússa, en þegar upplýstist að sjálfsögðu, að það er fíflska eða annað verra að bera þetta saman við milliríkja- viðskiptasamninga. sem gerast á öðrum grundvelli. Eftir umræð- urnar um þetta stóð .stjórnm að- eins í hrundu vígi, og gerði sinn hlut enn verri en áður. srvissneska auðhringinn leiddi 1 ljós nokkrar athyglisverðar stað reyndir um málið, bæði um með ferð þess og efni samningsins sjálfs. Um meðferð málsins er það að segja, að talsmenn ríkisstjórnar innar og allra sízt forsætisráðh. reyndu ekki að koma raka- stoðum undir það, að það væri eðlilegt, að Alþingi það, er nú situr gerði endanlega út um mál ið, og hefði til þess bæði sið- ferðislegan og lýðræðislegan rétt. Á öðrum vettvangi, í Reyk víkurbréfi Morgunblaðsins, ját- aði forsætisráðherrann m.a.s. að óhæft væri að leita ekki dóms þjóðarinnar um málið, ef það hefði ekki verið rætt fyrir kosningar. Hins vegar burðaðist hann við að halda því fram, að málið hefði verið rætt fyrir síð- ustu kosningar, og nefndi í því sambandi dæmi úr einni flokks- fundarræðu sjálfs sín. Það er auðvitað fráleitt að segja, að stóriðjumálið hafi ver- ið kosningamál fyrir síðustu kosningar. Það var hvorki kom ið á það stig, að um það væri hægt að ræða, né að kosning- arnar snerast á nokkurn hátt um það, hvað þá heldur að þjóð in gæti fengið nokkurn ávæn- ing hvað þá meira af þeim smn- ingskjöram, sem nú liggja fyr- ir. Þetta tvennt er því ljóst, að forsætisráðherra hefur játað, að slíkt mál eigi að leggja fyrir þjóðina áður en til ákvörðunar kemur, og einnig hitt, að það hefur ekki verið gert. Og þar sem stjórnin hefur á engan hátt rökstutt rétt núverandi þings til Senn hefst sauðburðurinn, og ekkert er tákrænna um nýtt iíf scm þroskast á nýju, íslenzku sumri. Enn þá eru til ung búmannsefni, sem knnna að fagna fallegum lömbum, og í minningum hinna eldri frá dögum æskunnar er fátt bjartara en önnin við Iambféð á góðu íslenzku vori

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.