Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1927, Blaðsíða 2
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. jan. ’27. á, að allir samviskusamir læknar mundu hiklaust senda sjúklinga þá, er þeir sjálfir örvæntu um að geta 'laknað, þangað, sem slíka dásam- lega lækningu væri að fá, öldungis eins og nú er vant að vísa til sjer- fræðinga, þar sem þá er fyrir að liitta. Lækningaaðferðir hins nafn- kunna franska læknis Coué (sem • dó í vor) hafa talsvert verið próf- aðar í Ameríku. Þær aðferðir gáf- LLst í fyrstu afarvel í höndum sumra, líkt og Coué sjálfs. Ilann hafði alls engar bænir og studdist ekki við neina guðstrú í lækningum sín- um. Eigi að síður varð honum eigi minna ágengt gegn ýmsum sjúk- dómum heldur en hinum bænheit- ustu klerkum og kapellánum. En það vildi brenna við um þær lækn- ingar, eins og mörg kraftaverkin Iderkanna, að batinn reyndist ekki haldgÓður nema stöku sinnum. Dr. A. Poulsen lýkur máli sínu á þessa leið: Ef jeg í stuttu máli á &ð segja, hvers jeg hefi orðið vís- ari eftir bestu heimildum, um virði hinna mörgu andlegu lækningaað- ferða, þá er niðurstaða mín þessi: 1. Taugaveiklaðar manneskjur — ofdrykkjumenn og aðrir eitur- nautnasjúklingar fá oft góða bót. 2. Kjarkur margra sjúklinga, sem þjást af líkamlegum sjúkdóm- um, vex oft á dásamlegan hátt, svo að allar þjáningar hverfa eða minka talsvert, þó að sjálf- ur sjúkdómurinn haldi sinni venjulegu rás. Það er ógjörlegt að gera upp á milli árangursins af bæna- lækningum samfara guðstrú, og andlegum lækningum án bæna og guðstrúar. En það er áreið- anlega hægt að fá sjúklinga til að gleyma sorgum og þraut án nokkurra trúarlegra seremónía. 3. Það er sennilegt, að í öllum andlegum lækningum trúaðra jafnt sem fríhyggjumanna, fel- ist sameiginleg atriði, afar þýð- ingar mikil til hvers konar lækninga. Þetta verður að rann saka ítarlega og gera sjer grein fyrir þeim náttúrulögmálum, sem hjer ráða, svo að hjer komi vissa í stað trúar, eins og á öðrum sviðum hagnýtra læknisvísinda. Jeg vona, að jeg þreyti ekki les- arann, þó jeg hnýti aftan við all- an þennan ofanritaða ameríska fróðleik nokkrum atliugasemdum og bollaleggingum. Jeg varð satt að segja fyrir tals- verðum vonbrigðum, þegar jeg kom að niðurlaginu í ritgjörð Dr. Poid- sens. Jeg var farinn að lialda, að hann tryði sjálfur á kraftalækning- ar þær, sem Hr. Dowie og aðrir hrósuðu sjer af, eins og t. d. þær, að geta læknað krabbamein, garna- flækju, sullaveiki o. fl. með bæn og hugskeytum. Svo trúir liann þá svo sem engu sjálfur. Jeg var farinn hð hlakka til að heyra, að krabbi gæti horfið fyrir andleg áhrif, líkt og sagt er að vörtur geti. T. d. las .jeg nýlega um franskan lækni, sem fullyrðir, að sjer takist æfinlega að lækna vörtur með því, að koma þeirri sannfæringu inn hjá sjúk- lingnum, að vörturnar hverfi eftir ákveðinn tíma. Hví skyldi þá ekki mega lækna krabbamein á líkan Iiátt ? Reyndar liefi jeg heyrt sögur af slíku frá Lourdes og voru þær hafðar eftir læknum. En hvort- tveggja var, að það átti að hafa komið afar sjaldan fyrir, og svo var ekki tvímælalaust, hvort um krabbamein liefði verið að ræða í þau skifti. Jafnvel með vandlegri Aefjarannsókn í smásjá er stundum afar ’ erfitt að átta sig á, hvað sje krabbamein og hvað ekki. Þess vegna er svo hætt við blekkingum. En sannarlega hefði mjer þótt vænt um að heyra, að nii hefði andleg krabbalækning tekist í Ameríku, því mig hungrar og þyrstir eftir að geta sjeð andann sigrast á efninu út í ystu æsar. Eru þá bænalælmingarnar í Ameríku engu fullkomnari en huldu lækningarnar á Oxnafelli? Mjer finst sorglegt vegna kirkju og kristindóms, ef svo er ekki, því af gamalli rækt við íslenska kirkju og klerka, hefði mjer fundist það mik- ið gleðiefni að sjá nýja leið opnast til að kristna fólkið í landinu. Tákn og stórmerki undralækninga mundu sennilega umvenda mörgum sálum og fylla kirkjurnar (a. m. k. vegna forvitni). Lækningar huldumannains hafa ekki enn getað vakið aðdáun mína, þó hann sje orðinn átrúnaðargoð margra. Jeg hefi sjálfur sjeð og tal- &ð við marga sjúklinga, sem leitað hafa til hans, en jeg hefi þó aldrei orðið var við neinn lækningaárímg- ur meiri hjá honum en oft sjest fyrir tilstilli ómentaðra hómópata. Hinsvegar skjátlast honum engu síð ur en þeim. Áheitin á „Friðrik“ hafa áreið- anlega ekki gefist eins vel og á- heitin á dýrðlingana forðum, eftir því sem sjá má í Biskupasögunum; jafnvel ekki betur er bramalækn- ingarnar hjer á árunum. Það er að vísu góðra gjalda vert, að „Frið- rik“ sýnist stundum geta bætt þau rcein, sem okkur læknunum hefir ekki tekist að bæta. En sama gat Braminn, og það er sannarlega ( kkert nýtt, að mönnum geti batn- að ýmsir kvillar fyrir trú — jafn- vel trú á stokka og steina og ótal hindurvitni. Slíkt hefir átt sjer stað frá því lækningar hófust. Það sem ,,Friðrik“ tekst nú, er senni- lega að þakka því hve andatrúin á roikil ítök í fólki, en það er aftur að þakka því, að jafn snjallir menn 'eins og Einar Kvaran skáld og prófessor Ilaraldur Níelsson hafa boðað svo duglega þá trú. Með allri virðingu fyrir þeirra mikla trúarvakningarstarfi, get jeg ekki látið vera að andæfa þeim í þeirra miklu aðdáun á svonefndum dulrænum lækningum. Jeg geri það af því, að jeg veit, að raargar sög- ur þar að lútandi, eru afar ýktar og mjer finst hætta á að þeir vekji upp að nýju gamla oftrú fólksins á úreltar lækningaaðferð- ir, sem tíðkuðust í myrkri miðalda og fornaldar, úieðan læknavísindin voru í bernsku. Og jeg geri það af því, að mjer finst þeir ganga frara hjá því, að vjer læknar notum ein- mitt að miklu leyti svo margar dul- rænar eða andlegar lækningaað- ferðir, að óþarfi er á að bæta. Þegar verið er að tala um lækn- ingar fyrir hinar eða þessar að- gerðir, má aldrei gleyma því, að mikill þorri sjúkdóma batnar af sjálfu sjer. Sú trú er hinsvegar alt of algeng, að sjúkdómur batni ekki nema einhverra lækninga sje leitað. Okkur læknum er oft þalckað mest fvrir það, sem vjer eigum engar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.