Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1927, Blaðsíða 6
u LE8BÓK MORSUNBLAÐSINS 10. jan. ’27. nota krafta sína' Það er nú orðið alsiða í þessu landi, að sameina þau börn í hverja deild, sem best eru fallin til þess að vinna sam- an, vegna svipaðra hæfileika. — Áður, meðan þ.au voru innan um meðal börn, fór þeim minst fram af öllum í bekknum í hlutfalli við vit sitt. Kenna.rinn ljet sjer nægja, að þau lykju því starfi, sem bekknum var sett fyrir. Þau luku því á svipstundu. Þeim v.ar það engin þraut. En svo sárleidd- ist þeim að hanga og bíða, meðan hin þreyttu við verkefnið. Starfs- þráin knúði þau td þess að gera eitthvað, og þá v.ar ekki annað fyrir hendi, en að glettast til við þá, sem næstir vo ru- Þetta olli oft angri og ama í öllum bekkn- um. Það vildi jafnvel til, að kennari efaðist um .að einhver órabelgurinn væri með ölluni mjalla. En svo þegar sálarfræð- ingurinn prófaði hann, kom upp úr kafinu, að hann v.ar mörgum árum á undan bekknum að viti. EfÞr að búið var að færa hann upp um tvo bekki, naut hann sín, v.ann og kepti við bekkjarsyst- kini sín. Þótt hann væri lægri í loftinu var hann jafnaldri og jafningi þeirra vitsmunaléga. — Þetta er eitt af hinu mikla gagni og margvíslega, er mæling.ar vits og þekkingar hafa gert, að nú er hægt að sameina þessi afburða- börn og ætLa þeim þroskandi starf. Þau þurfa ekki lengur að sitja hjá meðan öðrum er kent. TTr flokki þeirra koma vanalega leið- togar og foringjaí- í fr.amtíðinní, sem bera uppi þrif og hamingju þjóðarinnar. Mjer var forvitni á að sjá þennan hóp, því það var búið að segja mjer, að þau væru tveimur til þremui' árum á undan jafn- öldirum sínum að viti. Þegar jeg kom inn, stóðu öll börnin upp í einu og buðu mjer góðan dag, eins og með einum munni. Jeg talaði fyrst í 50 mínútur og sagði þeim frá íslandi. Eftirtekt þeirra var eins og best gerist rheð full- orðnum- Þá leyfði jeg þeim 'j5 spyrja, og stóð ekki á góðum spu*rningum. Til dæmis spurði eitt þeirra hvernig íslendingar hefðu farið að viðhalda norræn- unni, þar sem aðrar Skandinavíu- þjóðir breyttu henni og blönd- uðu. Ann.að spurði hvernig stæði á að svona mikill munu*r væri á loftslagi á Grænlandi og íslandi. Loks stóð ein stúlkan upp og hjelt stutta laglega tölu og þakk- aði mjer komuna. Þ.að átti að vera samkoma með- al barna úr neðri bekkjum, og var mjer boðið að vera viðstadd- ur. Þegar við komum út á leikvöll- inn, var búið að afgirða þar dá- lítinn blett undir hlið skólans. A blettinum voru ýms ,,listaverk“, sem börnin í þriðja bekk höfðu biiið til. Nú kom þriðji bekkur og raö- aði sjer við girðinguna- Þá kom hinn fjórði og rað.aði sjer þar utan við, og svo koll af kolli. — Yst stóðu kennararnir. Þá op-i- uðust dyrnar og átta ára stúlka kom út og hjelt ræðu. Hún var einörð og talaði skipulega. Fyrst sagði hún, að börnin í þriðja bekk hefði langað til að vita eitt- hvað um mjólk. Hún sagði ,að þau hefði lítið annað vitað um hana, en að hún var góð á br.agðið. Þá skrifuðu þau nokkrum húsfreyj- um og spurðu þær, hvaðan þær fengju mjólkina. Þeim va<r sagt að hún kæmi frá mjólkurbúimi- Þá kom þeim saman um að heim- sækja mjólkurbúið. „Jaek segír ykkur hvað við sáum þar“, sagði litla stúlkan og fór ofan af tröpp unum. Lítill drengur kom út og skýrði frá því, sem þau hefðu sjeð í mjólkurbúinu. Þegar þau komu heim þaðan, höfðu þau *rætt um það, sem þau höfðu sjeð, skrifað stílá um það og loks bú- ið til bæði heilt mjólkurbú cg heila búj;'rð með fjölda af kúrn. Þetta alt var þarn.a innan girð- ingarinnar. Litli fyrirlesarinn var lengi að útskýra alt viðvíkjandi nautgriparækt, fóð*ri, mjöltun o. s. frv. Þá kom stúlka og sagði frá meðíerð mjólkur, ostagerð, smjör- gerð og fleira. Jafnóðum og þáu sögðu frá, bentu þau á gripi þá, er þau höfðu gert og táknuðu það er þau voru .að lýsa. Að þessu loknu fó*r fiam dálít- ill sjónleikur. Borð stóð uppi á tröppunum. Á því stóð mjólkur- glas. Drengur kom að borðinu og horfði undrandi á mjólkina. Þá komu út nokkur börn, hvert af öðru- Þau höfðu svuntur og húx- ur úr hvítum pappíir og voru nauðalík til .að sjá og mjólkur- flöskur. Hvert barn átti að tákna víst efni í mjólkinni, og var nafn þess pr.entað á húfuna. — Fyrsta bámið gekk ,að drengnum cg spurði hann hvort hann drykki mjólk. Drengur neitaði því. Hon- um va*r sagt, að það mundi vera kominn tími til þess fyrir liann. Þá gekk næsta barn franr og sag5i: „Jeg er fitan í mjólkinni, sein held þjer heitum,“ það næsta sagði: „Jeg er eggjahvítuefnið, sem byggi upp blóð þitt og vöðva. Ekkert eggjahvítuefni er hollara en það, sem er í mjólkinni“ - — Næsta barn sagði: „Jeg er kallc- ið í mjólkinni, sem byggi upp bem þín og tennur“. Sykur, bætiefni, jám og fleitri komu, og sagði hvert sína sögu. Það bárnið, sem fyrst liafði komið, spurði nú drenginn, hvað hann hefði lært af þessu. Hann sagðist hafa lært, að það væri holt fyrir sig að drekka mjólk. Honum er sagt, að hann skuli þá láta sjá og drekka mjólk- ina. Hann gerir það, og leikurinn er á enda og allir klappa. Þetta er lítið sýnishorn á þeirri aðferð, að flokka námsefninu um áhugarík störf af barnanna hálfu. Telja það í athöfnum og reynslu- atriðum fremur en blaðsíðum. — Að leggja áherslu á að auka heil- brigði barnsins, fjelagsþroska þess og víðsýni ekki síður en kenna því að lesa, skrifa og reikna. Að það fái að lifa heilbrigðu starfslífi og glöðu og reyna á sem flest öfl sín, andleg og líkamleg. Ósvar.að á jeg spurningu í grein Sigurðar Nordals háskólakennara. Greinin stendur skrifuð í fyrsta hefti tímaritsins Vöku, og hljóð- ar spmrningin þannig: „Hvemig getur Steingr. leyft sjer að segj;a, að það sje margsannað, að mæl- ingarnar borgi sig.“ Mjer er ljúft að rökræða þetta merkilega mál við svo ágætau mann. Mun jeg áreiðanlega svara spurningunni á sínum tíma- En jeg ge*ri það ekki ,að þessu sinm, bæði vegna þess, að jeg þarf að verja tíma mínum til annars nú sem stendur, og eins vegna hius, að jeg vildi sv.ara svo rækilega,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.