Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1927, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1927, Blaðsíða 3
lö. jan. ’27. Jjakkii- skilið fyrir. Og hve gott sem snmum kann að þykja það, þá hygg jeg að það sje einmitt til ils að margir alþýðumenn halda okkur skólagengnu læknana miklu lærðari og hjrgnari en vjer erum og halda jafnframt að í lyfjabúðum voriun finnist lyf við hverjum sjúkdómi — í þessari skúffu við þessum sjúk- dómi og í þessum skáp við hinum. Og þegar vjer ekki hittum á rjetta lyfið, þá sje það af því, að við villumst uin skúffur og glös. Mjer finst, að allur lýður megi vita það, sem vjer læknarnir vitum altof vel, að það eru aðeins sárfá þau lyf, sem eru óyggjandi eða því sem næst óskeikul læknislvf. Ilins- vegar ráðum vjer yfir fjölda ágætra lyfja til að deyfa með þjáningar, til að örfa líkamskraftaria í bili og til að mýkja og græða, en öll þau lyf gera lítið til að flýta náttúrubat- f.num, heldur miða til þess að gera líðan sjúklingsins betri og og um ieiff aitka honum vonartraust um hata. Aðalstarf okkar læknanna er, að hugga og lina sársauka — eða í einu orði að hjúkra, en jafnframt f.ð vera andlegir lœknar. Sá er í rauninni enginn læknir, sem ekki kann að vekja tiltrú lijá sjúklingnum um bata og um leið beita dularfullum áhrifum á sálar- líf hans og taugakerfi. Ilver sjúklingur vill að freistað sje hins ítrasta til að flýta batan- um. Þó margir viti að venjulega batni einhver kvilli af sjálfu sjer, eru flestir svo gerðir, að Jieir hafa ekki þoliamæði til að bíða eftir slíku í aðgérðarleysi með sársauka og óþægindi, heldur vilja fyrir hvern mun revna að reka fjandann burt sem fyrst. Þess vegna verður la-knirinn að hefjast handa. Vei þeim lækni, sem ekki gerir það, heldur gapir eins og þorskur, með höndur í vösum. Hinn á aftur vissa lýðhylli, sem er snar í ráðum og á ráð undir hverju rifi og leggur sig allan fram. Auðvitað '.(jafnframt þó hann þá stund geri einhverja vitleysu í því brauki og bramli; franskt máltæki segir: sá sem aldrei hefir gert vitleysu hefir aldrei gert neitt!). Af þessu leiðir það, að nýjar og nýjar lækningaaðferðir ryðja sjer stöðugt rúm. Fólkið vill það. Og hver tími hefir sína tísku. LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 11 Það má vel vera, að nú sje í að- sígi öld andlegra lækninga með bænum og dáleiðslu, kristallagóni og kirkjublessun. Ef alt slíkt getur verulega lijálpað eða a. m. k. eins vel og mixtúrur, pillur og skurð- lækningar, þá segi jeg fyrir mitt leyti, að mjer væri ósárt um að slíðra hnífinn og láta botnlanga og ýmsar meinsemdir eiga sig og hætta öllum meðalaaustri. Við fáum nú að sjá livað tíðin ber í skauti sínu, en gleðja skyldi það mig ef ein- hver eining fengist um nýjar ein- faldar, allsherjar lækningaaðferðir, sem allir meðalmentaðir menn gætu um hönd haft, svo vjer losnuðum við .alt of mörgu sjerfræðingana og alt það syndaflóð af dýru meðala- gutli, sem fólkið verður að kaupa og kyngja. Það ergir mig oft að heyra greinda og góða menn halda því fram, að vjer læknarnir hugsum ekkert um sálina heldur einblínum eingöngu á efnið og líkamann. Lækningar okkar flestra eru þó eins nú og cetiff fyr á tímum í raun rjetti mestmegnis andlegar lœkn- ingar. í gamla daga þektust ekki nema hindurvitnalyf, sem vjer nú teljum algerlega álirifalaus nema máske beldur til skaða — eins og t. d. hundsgall og músasaur, tóulungu, kúamykja, gvlliniplástur o. s. frv. Og ótal húsráð gáfust vel þegar engin lyf voru fyrir hendi, ejrrna mergur, hor úr nösum, dordinguls- vefur, baun í handlegg og þvag í ýmsum myndum. Ilið síðastnefmla var altaf við hendina. Annaðhvort heitt eða kalt og keita út í eldhús- horni. Svo komu upp óteljandi j urtalyf og svo ný og ný efni þegar efnafræðin þroskaðist. Hver tíska rak aðra. Svo komu blóðtökur og laxeringar. Síðan hómópatalyf og Brami og Voltakross og Kínalífs- elexír o. fl. Á tímabili hjeldu snmir lijer á landi, þegar Braminn var í almætti sínu, að allir læknar yrðu óþarfir. Þá orti Grímur Thomsen: Jónas lækni og Lárus_þá legg jeg og Tómas saman, í einu gef jeg alla þrjá eitt fyrir glas af Brama. Af allskonar fánýtu gutli hefir mönnum getað batnað og getur enn, ef sá trúir sem gefur inn og getur komið öðrum til að trúa. Veldur hver á heldur. Þó vjer nú brosum að ónýtu lyfjunum, sem læknar týrri tíma höfðu úr að spila, þá urðu margir þeirra frægir fyrir sínar lækningar þá, engu síður en nú gerist. Hvernig mátti það ske! Iaff voru mestmcgnis andlcgar lœkningar, sem um var aff rœffa, fá, eins og enn þann dag í dag. Mörgum batnaði að vísu af sjálfu sjer, hvort sem var, en sumum batnaði snögglega fyrir trú — t. d. eins vel af músasaur eins og að leita Oxnafells. Það eru margar leiðir til Róm. Hjá okkur svonefndu lærðu lækn- unum eru afarmargar lækningaað- ferðir í brúki við sömu sjúkdóma — og getur sjúklingum batnað af þeim öllum hverri fyrir sig. Einn læknar gigtina með nuddi, annar með áburði, þriðji með bökstrum, fjórði með plástri, fimti með drop- um, sjötti með mixtúru, sjöundi með pillum, áttundi með ljósum, níundi með rafmagni, tíundi með soðnu vatni, ellefti með breyttu mataræði og tólfti með guðsbless- un. Og ef ekki eitt hjálpar, þá er annað prófað og svo þriðja, og svo koll af kolli, þangað til gigtar- skrattinn hverfur oft af sjálfu sjer. Þegar svo er í pottinn búið, þá er engin furða, þó að mörg vitleysan fæðist í veröldinni og sje tekin fyr- ir góða og gilda vöru. Og jafnvel hin bragðverstu lyf verða vcslings sjúklingarnir að leggja sjer til munns af j)ví tiskan hýffur svo. Þá var kraftalækningin eitthvað við- kunnanlegri, sem eitt sinn var í brúki hjer á landi og jeg las um hjá Dr. Páli Eggert í „Menn og menntir* ‘. Einni lúku af hvæiti var hnoðað saman við þvag sjúklingsins og gjörð úr því kaka. Síðan var kakan gcfin hundi þrisvar á dag, svo að sjúklingurinn sá, og við það tatnaði sjúklingnum. Það mundi eflaust gleðja margt barnið, ef í sama stað kæmi, þó hjeppa væri gefið lýsið og laxerolían og það slyppi. Svo jeg nú ekki orðlengi þetta frekar, þá skal jeg berlega játa, að jeg eins og fleiri er orðinn þeirr- ar trúar, að okkar nútímalækningar sjeu orðnar alt of óþarflega marg- brotnar, og vel sje þeim, sem úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.