Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 1
LAXINN í ELLIÐAÁNUM Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, sem manna best hefir gengið fram í því að vernda laxstofninn í Elliðaánum, ENGINN VAFI mun leika á því, að Elliðaárnar eru kendar við „Elliða“, skip Ketilbjarnar hins gamla á Mosfelli. Hann fluttist á skipi þessu hingað til íslands, og „kom í Elliðaárós“, segir Land- náma. Þannig er um nöfn á fleiri ám hjer á landi áð þau eru dreg- in af skipum landnámsmanna, t. d. Kúðafljót. Segir mjög líkt frá því í Landnámu: „Vilbaldur fór af ír- landi til íslands og hafði skip það er hann kallaði Kúða og kom í Kúðaflótsós“. Nafn Elliðaánna er því frá landnámstíð. Vera má og að annað örnefni við Elliðaárvog- inn sje frá sama tíma, en það er Gelgjutangi, og að það sje dregið af því að þar hafi þeir Ketilbjörn slegið landfestum. Gelgja er nafn á festi, og þarna hefir þá verið kjörinn staður til þess að leggja skipi, *eins og enn er, þar sem þarna hefir verið reist skipavið- gerðastöð. Engar sagnir eru um hvað af skipinu Elliða varð. Máske hefir það verið leitt upp í árósinn um haustið og gert að því hróf í lægðinni þar sem Suðurlandsveg- urinn liggur nú út á brúna, eða þá að Ketilbjörn hefir selt það, því að hann tók sjer veturvist á Skeggjastöðum í Mosfellssveit og fór vorið eftir austur yfir heiði. Er hann þar með úr þessari sögu. ----------------o---- Elhðaárnar voru í landnámi Ingólfs Arnarsonar og þar hafa sjálfsagt verið einhver mestu hlunnindi Reykjavíkur, laxveiðin. Ekki er nú vitað hvernig fornmenn haffl hagað laxveiði, en ætla má að þeir hafi veitt í net undir foss-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.