Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 16
564 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GLEÐIDAGUR — Það verður jafnan glatt á hjalla hjá ungu kvnslóðinni þeg- ar fyrstu frostin koma á haustin og hægt er að fara á skautum. Myndin hjer að ofan er tekiu á tjörninni í Reykjavík núna um daginn þegar Lsinn á henni átti fyrst að heita mannheldur. Þá var kvikt þar a fskautafólki og voru ekki allir háir í loftinu. Daginn áður hafði Lsinn verið svo veikur, að tvö börn föru niður um hann, en til allrar hamingju bar menn að í bæði skiftin og björguðu þeim. Nú var ísinn svo traustur, að ekki þurfti að fara varlega, og þarna iðaði alt af lífi, börn á skautum, börn með sieða og börn sem rendu sjer bara fótskriðu. Á slikum dögum kemst enginn skemtigarður i hálfkvisti við tjörn- ina. — (Ljósm. Ól. K. M.) tJr blöðum Jóns halta. Hvað er menntun ungu mannanna nú? Hvítt um hálsinn, úr í vasanum, stígvjel á fótunum, pípa í munninum, stóryrði á tungunni, háðglósur í hug- anum, dramb og fáfræði í sálinni og guðleysi i hjartanu. Þegar jeg sje þessa slöttólfa rigsa hjá mjer, þá blasir við mjer skömm og fyririitning þjóðar minnar í framtíðinni, því að svona menn eru skapaðir til að verða and- legur og efnalegur hreppsmatur lands og sveitar. Jeg tek með ánægju hatt- inn minn ofan fyrir dónanum, sem þessir menn kalla svo, þótt hann sje Lítt læs og ekki skrifandi, ef hann vinnur baki brotnu og hefir ofan af fyrir sjer og sínum; en hina get jeg ekki metið meira en góifið sem jeg geng á, því að þeir eru líka lítt læsir og skrifandi, en hefir tekist að tína upp það lakasta úr ytra yfirskini af útlendu menningarprjáli. — Það betra vilja þeir ekki sjá og geta ekki skilið. Aumingja þjóð — að eiga að byggja framtíðarvon þína á slíkum leiðtogum! Aumingja land — eldgosin og hafísinn eru þjer ekki verri en siðferðisgrund- völlur þessara manna. Guð sjeu þakkir — þá verð jeg kominn i gröfina.----- Skopparakringlan hringsnýst þangað til hún veltur um sjálfa sig — sönn ímynd íslenskrar staðfestu. Kötturinn liggur í sólskininu og hreyfir sig ekki til annars en að eta — fyrirmynd ís- lenskrar framtakssemi. Vindbólan þýt- ur upp í vatninu og verður stór og fögur, brýtur alla liti regnbogans í hvolfi sínu, og hrósar himinskærri fegurð, en springur síðan og verður að engu — sönn eftirmynd af íslensk- um fjelagsskap. (N. Kvöldvökur V. 4. h.) Jörðin hefur riðu Hengilsveifla nokkurskonar er talin vera á hnettinum, svo að heimskautin ýmist sækja í sama horfið, eða úr því aftur. Orsökina til þess að jörðin geig- ar svona á rásinni hyggja menn þá, sem nú segir: Upphaflega fylgdu jörðu tvö tungl, og hrundi annar máninn nið- ur á hana þar sem nú er Afrika. Varð höggið svo mikið, að jörðin fekk riðu af og hefur ávalt riðað síðan. Sje þetta rjett, þá er þarna fundin ein út- skýring á loftslagsþreytingum. Mikilfengar hugsanir eru líkar hringnum Hnituð, sem taka mátti sundur og setja saman aftur, án þess að skemdur væri. Eins er um úrvals-hugsanir. Þær eru á þá leið: sundurtækar og þó hægt að setja þær saman. Hringurinn Draupnir var svo gerður, að af honum drupu margir hringar jafnhöfgir honum. Svo er o’ um hugmyndirnar: þær geta af sjer nýar hugmyndir. (Guðm. Finnboga- son). Óskabarn mannlegs anda Andi hvers einstaks, hversu vel sem hann er af guði gjör, verður að eng- um þrifnaði, nema hann njóti annara að og taki birtu af hugum annara. En hver er þá þessi geisli sem hugur send- ir hug? Hvert er þetta ljós, degi bjart- ara og sólu varmara, sem skín yfir lönd og lýði, og sýnir mönnunum a5 þeir eru menn, en ekki skynlaus kvik- indi? Hvað annað en málið, óskabarn mannlegs anda. Og sje nokkur sá, að minnsta kosti í mentaðra manna tölu, að einu gildi hvernig málið er og hvernig með það er farið — er honum þá ekki nærri því ónefni að heita mað- ur?^(Konráð Gíslason). Maginn í fuUorðnum hailbrigðum manni rúmar vanalega 2—3 potta; en magi þeirra, sem daglega kýla vömb sina langt fram úr hófi, verður raörgum sinnum stærri — alt að 4—5 sinnum stærri.jí stað þess að ná aðeins lítið eitt niður fyrir bringspalirnar vinstra megin, nær magi þessara vambmiklu manna góðan spöl niður fyrir nafla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.