Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 10
558 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar þar sami eldurinn sem fyrr. Nú eru hundarnir hættir ólátunum og heldur Stefán áfram til hólmans og rekur upp fjeð sem hann var vanur. Stefán segir nú frá því, sem fyrir hann hafði borið, bæði heima á Bjarnarstöðum og viðar, og sjer fólk- ið á Bjarnarstöðum einnig eldinn eins og Stefán, þegar dimmt er orðið á kvöldin. Virtist blossinn eiga upp- tök sín í bitanum fyrir neðan glugg- ann, en ef lagst var á gluggann og horft inn, sást þar ekkert inni fyrir nema myrkrið, og ef athugað var inni í hjallinum fannst þar aldrei neitt, sem bent gæti á að eldur eða ljós væri þar lifandi. Leiddu menn ýmsar getur að þessu og meðel ann- ars kom lólkinu á Bjarnarstöðum í hug, að eldurinn gæti verið endur- kast frá ljósinu í baðstofuglugganum á Bjarnarstöðum, því að stafnglugg- inn á baðstofunni stóðst rjett á við hjallgluggann. Eitt kvöld tekur því húsfreyjan >sig til cg breiðir vand- lega þykkt, svart stykki fyrir bað- stofugluggann, svo að hvergi sjer ljósglætu með. En ekki hafði þetta nein sýnileg áhrif á eldinn í hjall- inum. Kann íogaði jafn skær þar við gluggan sem fyrr. Er skemmst frá því að segja að eftir að Stefán veitti þessu fyrirbrigði fyrst athygli nótt- ina góðu, þegar hundar hans ruku upp við hjallinn, sjest þessi kynlegi eldur oft kyntur fyrir innan hjall- gluggan, öllum kvöldum eftir að dimmt vai' orðið. Barst frjettin um þetta vítt um nágrennið og lögðu ýmsir trúnað á en aðrir ekki. Margir, sem komu að Bjarnarstöð- um, sáu eldinn en þó ekki allir. Fór þá sem oft vill verða, að þeir, sem sáu þetta með eigin augum, rengdu ekki fyrirbrigðið lengur, en hinir, sem ekki gátu sjeð það, töldu það aftur hjegilju eina og tilbúning. Þannig liðu nokkur ár og eldurinn í Bjarn- arstaðahjallinum varð svo venjulegt fyrirbrigði að hætt var að mestu að færa það í frásögur. Veturinn 1909 var Ingveldur Bjarnadóttir vetrarstúlka í Þorkels- gerði í Selvogi. Þá var þar tvíbýli og var Ingveldur í „Austurbænum“ hjá þeim hjónum Þórunni og Bjarna. Þá var það eitt kvöld snemma vetrar í stiltu og fögru veðri að þau voru öll fjögur saman komin hjónin í Austurbæ, Guðný húsfreyja í Vest- urbænum og svo Ingveldur. Guðný í Vesturbæ var röskgerð kona og glaðsinna. Stingur hún nú upp á því við hin að þau taki sig nú til öll fjögur og fari yfir að Bjarnarstöð- um og viti hvort þau sjái nokkuð eldinn í hjallglugganum. Tóku hin vel í þetta og leggja þau öll af stað. Ekki var meira en tíu mínútna gang- ur frá Þorkelsgerði að Bjarnarstöð- um og ljettu þau ekki fyrr en þau koma að stórum fiskasteini vestur á hlaðinu á Bjarnarstöðum. Fóru þau mjög hljóðlega, því þau vildu ekki gera fólki á Bjarnarstöðum neitt ónæði, og taka sjer nú stöðu við fisk- steininn. Blasti þá við þeim hjallur- inn og gluggi hans. Fóru þau ekki erindisleysu, því að í glugganum sáu þau nú öll greinilega eldinn al- ræmda. Teygði hann ýmist loga- tungu sína upp fyrir miðjan glugga eða sýndi hvítglóandi glóðina, en neista hrannir stigu upp af og sindr- aði frá í allar áttir. Síðan ganga þau upp á hól einn að norðan verðu við bæinn. Sást þaðan einnig til hjalls- ins. Ekki hvarf þeim eldurinn að heldur og sást hann jafn glöggt það- an. Nú fara þau til fiskasteinsins aft- ur og sjest eldurinn þaðan sem fyr. Segir þá Guðný við Bjarna, að hann skuli fara niður að hjalli og gá inn um gluggann og vita hvort hann verði nokkurs vísari. Fer Bjarni þegar og kemur til þeirra aftur eftir litla stund. Segir hann að allur eldur hafi horfið, er hann hafi gáð inn um gluggann og ekkert hafi hann sjeð nema myrkrið þar inni fyrir. En hin þrjú höfðu öll horft á eldinn og ekki sjeð hann neitt dvína á meðan Bjarni var við þar. Enda sá Bjarni hann líka jafnskjótt og hann kom aftur til þeirra við fiskssteininn. Eftir þetta rengdi ekkert þeirra fráscgnina um eldinn í hjallglugg- anum á Bjarnarstöðum. Þess má geta, að aldrei hafði fólk orðið vart við néitt annað furðulegt í sambandi við hjallinn nema þenna dularfulla eldljóma. Ilvcrjir voru smalamennimir? Um aldamótin 1900 átti Ingveldur heima á bæ þeim í Selvogi er Klöpp heitir. Eitt sinn um veturnætur átti Ing- veldur, er þá var á fermingaraldri, og unglingspiltur á hennar reki að smala niður fjenu í Selvogsheiðinni. Þennan sama dag ætlaði bóndinn á bænum og annar bóndi, nágranni hans, að reka sláturfje út að Vogs- ósum til prestsins, og var ungling- unum þessvegna ætlað að reka nið- ur fjeð. Nú leggja þau Ingveldur af stað um dagmálabilið um morguninn upp í Heiði og ljetta eigi fyr en þau koma miðsvæðis þangað, er þau áttu að smala fjenu niður. Þar stansa þau á berghól stórum og litast um. Verð- ur þá Ingveldi litið fram heiðina. Sjer hún þá hvar við svonefnt Bjargar- horn kemur stór fjárhópur og tveir menn hlaupandi á eftir og hlaupa niður svokallaðan Leyni og fylgdu tveir rakkar mönnunum. Þar bar fyrir leiti, svo a& þeir hurfu þar sjónum hennar. Þá segir Ingveldur við piltinn: „Nei, sjáðu, þarna fara þeir þá Stefán og Eiríkur“, en svo hjetu bændurnir, sem fyr var minnst á. Sá Ingveldur þessa smalamenn svo greinilega, að hún sá vel, hvern- ig þeir voru búnir. Voru þeir eins klæddir og bændurnir* voru venju- lega, annar á mórauðri peysu en hinn á hvítum strigajakka. „Hæ, hvar eru þeir?“ spyr drengur. „Og þeir eru þarna hjá Bjamarhorninu“, seg- ir Ingveldur og bendir honum þang- að. „Sjerðu ekki hópinn, sem renn- ur á undan þeim?“ Drengurinn lít- ur í áttina og segir: „Jeg sje ekkert.“ Furðaði Ingveldi mjög þessi glap- skygni hans en segir svo við hann: „Nú skulum við hlaupa óg standa fyrir fjenu, svo að það fari ekki vest- ur úr hjá þeim.“ Þau taka þegar bæði til fótanna. En þegar þau eru komin á móts við leitið, þar sem Ingveldi virtist fjárhópurinn hverfa á bak við, er þar ekkert að sjá, hvorki menn sje skepnur. Varð Ingveldur þá mjög undrandi, því að landslagi er þar svo háttað, að ómögulegt var að fje gæti verið þar á ferð án þess að verða sjeð. Nú ganga þau um og gá um alt, en engin skepna verður á leið þeirra. Alt fje virðist vera hlaupið niður úr heiðinni og komið ofan að sjónum. Snúa því ungiing- arnir heim við svo búið og koma þar milli hádegis og nóns. Eru þá báðir bændumir þar fyrir og komnir úr för sinni út að Vogsósum. Kváð- ust þeir hafa haldið beina leið þang- að og ekkert gengið upp í heiðina. Enda gat slíkt illa samrýmst, þar sem leiðin út að Vogsósum lá í gagn- stæða átt við þá ,er smalarnir þurftu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.