Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 557 Ingibjörg þorgeirsdóttir KONA HEITIR Ingveldur Bjarnadóttir. Hún er nú búsett í Hafnarfirði og hefur verið þar í mörg ár, en fædd er hún og uppalin í Selvoginum. Ingveldur er skýr kona, fróð og stálminnug og svo vönduð, að hún vill það eitt segja er hún sannast veit. — Sumarið 1950 var jeg Ingveldi samvistum í nokkrar vikur. Sagði hún mjer þá margt frá uppvaxtar- árum sínum þar austur frá. Þótti mjer sumar þær sagnir svo at- hyglisverðar, að jeg fekk leyfi hennar til að festa þær á pappír, svo að þær týndust ekki með öllu. Auk þessa kunni hún ekki svo fáar þjóð- sögur, einkum frá hinu forna biskupssetri, Skálholti, sem lítt eða ekki hafa verið færður í letur. Fekk jeg einnig að skrifa upp fáeinar þeirra. ILrafnarnir á tjaldmæninum. ÞAÐ ER gamalt mál, að það viti oft á miður góð tíðindi, ef hrafnar láta mikið á húsþökum eða bæjarburst- um. Boði slíkt ekki sjaldan alvarleg slys, mikil veikindi eða bráða feigð á einhverjum í viðkomandi húsi. Ekki skal hjer lagður dómur á, hvort slík alþýðutrú hafi við rök að styðjast. Aðeins skal hjer sögð ein lítil sönn smásaga, er komið gæti heim við þessa þjóðtrú, og hjer kemur sagan. Sumarið 1909 var Ingveldur Bjarnadóttir í kaupavinnu í Skál- holti. Var þá legið við og heyjað á svonefndum Skálholtsmosum en tjaldað á bökkum Brúarár. Einn dag eftir hádegisverð, er fólk var við heyvinnu góðan spöl frá tjaldinu, veitti það því allt í einu eftirtekt, að hrafnar tveir voru komnir á tjaldmæninn og gullu þar hátt og jarganlega. Jafnframt rifu þeir öðru hverju í tjaldið með klóm og nefjum og það svo, að fólki kom í hug að þeir gætu stórskemt það, ef þeir heldu áfram slíku háttalagi. Var því unglingur sendur heim að tjaldinu til að reka þá burt, en ekki hreyfðu þeir sig fyrr en hann kom fast að tjaldinu. Þá fóru þeir loks cn ekki flögruðu þeir lengra en ofan að ánni. En varla var unglingurinn kominn aftur til fólksins, þegar ltrummar flugu aftur á tjaldið og tóku þar til með sama gargið og lætin. Heldu þeir þcssu þar til fólk- ið kom heim í tjaldið til miðdegis- verðar um kl. 4. Snautuðu þeir þá burt o£ komu ekki úr því. En illa var tjaldmænirinn leikinn eftir þá. Voru víða komin á hann smágöt, svo hart höfðu krummar spænt hann og höggvið. Þetta surnar gengu 5 stúlkur að heyvinnu frá heimilinu, sem Ingveld- ur var kaupakona á, en tvíbýli var á staðnum. Nú bar svo við, að fám dögum eftir heimsókn hrafnanna veiktist ein stúlkan um nótt í tjald- inu mjög mikið og hastarlega. Um morguninn eru boð gerð heim í Skál- holt og stúlkan svo sótt og flutt heim á hesti. Var hún þá svo illa haldin, að hún gat trauðla setið á hestinum. Nú var læknis vitjað til hennar, en hann gat lítið aðgert, og andaðist hún eftir tæpa viku og miklar þraut- ir. Enginn vissi neitt ákveðið, hvert banameinið var. Og þótt það hefði verið mein í botnlanganum, þekkt- ust þá tæplega uppskurðir við slíku. Ekki man Ingveldur til að hrafnar heimsæktu tjald þeirra þau 4 sum- ur, er hún var kaupakona í Skál- holti, nema þetta eina sinn. Eldurinn í Bjamarstaða- hjallinum. Maður er nefndur Stefán Valóa- son. Kringum aldamótin var hann um allmörg ár fjármaður á Bjarnar- stöðum í Selvogi. Fram undan bæn- um á Bjarnarstöðum er hólmi einn, sem nefnist Stórhólmi og fer að mestu í kaf um flæðar. Mikil fjöru- beit er í Stórhólma og sækir fjeð ákaft fram í hann. En þar sem flæði- hætta er þar allmikil, er fjeð ávalt rekið upp úr hólmanum undan hverju flóði jafnt á nótt sem degi. Hafði Stefán þann starfa á hendi á meðan hann var fjármaður á Bjarnar stöðum og einnig eftir að hann var fluttur að Beggjakoti, sem er býli rjett hjá Bjarnarstöðum og liggja saman túnin. Skammt frá sjónum, beint niður af bænum á Bjarnarstöðum var geymsluhjallur. Hafði hjallur staðið þarna svo langt sem menn mundu. Loft var í hjallinum, er þetta var, og var þar jafnan geymt fiskæti. Nú hagaði þannig til, að þegar gengið er niður að sjónum til að reka fjeð upp úr hólmanum, liggur leiðin íaat hjá hjallinum. Það bar svo við eina vetrarnótt að Stefán Valdason geng- ur út og niður að sjó til að reka upp fjeð sem hann var vanur og hafði hann tvo hunda með sjer. Þykt var í lofti en annars þurt veður. Þeg- ar hann kemur niður hjá hjalli, stansa hundarnir og taka til að gelta æðislega. Er einna líkast sem þeir standi þar „framan í“ einhverju og sjeu hvortveggja ákaflega reiðir og hræddir, því að hvert hár þeirra rís öfugt eins og burst. Hamast þeir nú þarna á sama blettinum og gegna engu, hvernig sem Stefán kallar til þeirra. Furðar Stefán £ þessu hátta- lagi þeirra, því að hann sjer ekkert hvernig sem hann hvessir sjón og horfir í kring um sig. Fer hann nú að athuga í kring um hjallinn og verður þá litið upp í gluggann, er var á hjallinum fyrir ofan dyrnar. Sjer hann þá blikandi eldblossa stíga upp fyrir innan hann, og er ýmist, að loginn stígur upp fyrir miðjan glugga eða hnígur niður og verður þá sem í skínandi glóð að sjá, en sindrandi gneistaflug stígur upp af henni og þyrlast í allar áttir. Verð- ur Stefáni fyrst að ætla að kviknað sje í inni í hjallinum og opnar dyrn- ar í skyndi og lítur inn. Þar er þá ekkert að sjá pema rnyrkrið eitt. Hann lokar því aftur, en þegar hann lítur svo aftur upp í gluggann, bloss-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.