Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 11
f> LESBÓK MORGUNBLAÐSINS < 559 að íara. Þá má að síðustu geta þess, að um smala frá öðrum bæjum gat alls ekki verið að ræða í heiðinnL Ekki var þnð Gísli! Þegar Ingvelc.ur Bjarnadóttir var á 12. ári, átti hún heima hjá foreldr- um sínum, á bæ þeim í Selvogi er Klöpp heitir nú. Eitt sinn á Þorran- um um 6 leytið eða í rökkurbyrjun var hún send að Litla-Leðri, — bæ alimiklu austar í hverfinu. Veðri var svo háttað að loft var dumbungs- þykkt en frostlaust og stillilogn. Þeg- ar Ingveldur kemur á hlaðið á Litla- Leðri, sjer hún börnin úti í glugg- atium. Eru þau að leika sjer inni og sjer hún ljóstýru standa á borðinu hjá þeim. Nú kallar Ingveldur „gott kvöld“ hvað eftir annað upp í glugg- ann, en krakkarnir eru svo uppteknir af leikum sínum að þau taka ekk- ert eftir því. Meðan Ingveldur stend- ur þarna og bíður eftir því að ein- hver komi út, tekur hún eftir kvik- indi nokkru uppi á baðstofumænin- um, sem hún helt vera svartan kött. Hencist hann eftir mæninum ýmist fram á burst eða aftur að gafli og setur upp háa kryppu öðru hvoru. Loks kemur húsmóðirin út og fer telpan inn með henni, aflýkur er- indinu og þiggur góðgerðir. Á Litla- Leðri var líka stödd aðkomutelpa, Lára frá Ertu, eitthvað um 8 ára að aldri. Segir húsmóðurin við Ingveldi, að rjettast væri að þær Lára fylgdust að á meðan þær ættu samleið, því að Lára litla var afar myrkfælin. Litlu síðar leggja telpurnar af stað, en strax og þær koma út úr bæjar- dyrunum, stekkur Lára litla frá Ing- * veldi yfir kálgarðinn, sem var fyrir framan bæinn og vestur úr kálgarðs- hliðinu og á leið heim. En Ingveldi verður litið upp á baðstofuþakið og sýnist enn vera eitthvað kvikt þar, en nú var það einna líkast svartri fuglflygsu, því að þetta hefur sig á loft og flygsast vestur fyrir tjörn- ina, sem var fyrir vestan kálgarð- inn, og svo upp á brekkuhallann, sem lá upp og vestur af tjörninni. Held- ur nú Ingveldur vestur úr garðhlið- inu og krækir norður fyrir tjörnina, en ekkert sá hún til Láru litlu. Hef- ur hún ef til vill orðið hrædd og ekki lint sprettinum fyr en heima hjá sjer. Þegar Ingveldur kemur fyrir tjarnar- endann, sjer hún að fuglflygsan, sem hún helt fyrst vera, situr á brekku- hallanum. En nú sjer hún að þetta er ekki lengur neinn fugl heldur mó- rauður strákur. Tekur hann á rás upp brekkuna og Irgveldur á eftir honum og kallar til har.s um leið: „Jeg skal víst ná í þig, Gísli. Þú hefur víst ætlað að hraiða okkur eins og fyr“. Gísli þessi var bróðir Láru, lítið eitt yngri. Var hann nokkuð hrekkjóttur og uppátektarsamur og hafði það oft fyrir vana ásamt syst- ur sinni, að liggja fyrir öðrum krökk- um þarna í nágrenninu, þegar rökkv- aði og reyna að hræða þau og gera þeim ýmsar brellur. Nú telur því Ingveldur v!st að hjer sje Gísli á ferð með eitt hrekkjabragð sitt og hugsar sjer þegar að reyna að hafa hendur í hári drengs. Þýtur hún því eftir þessum strák upp alla brekku. En þegar hún er rjett komin að hon- un og í þann veginn að rjetta út hendumar eftir honum, snýr hann sjer við og að henni, en ekki getur hún frekar gert sjer grein fyrir út- liti hans að öðru en að hann var aliur eins og jafn mórauður álitum. Þegar strákur hefur snúið sjer að henni, teygir hann upp í loftið hand- leggjaskankana, sem hún helt vera. En nú líkist þetta engum venjuíeg- um handleggjum, heldur t.eygjast þarna upp geisilangir skankar eða angar í þá órahæð að þeir bera við þykkan og skýjaðan himinn. Ja::n- framt rekur þetta stráklíki upp ógur- legt hljóð eða vein, sem Ingveld- ur segist aldrei hafa getað líkt við neitt annað hljóð, sem hún hafi heyrt fyr eða síðar. Síðan snýr strákur sjer við og breytir um stefnu. Heldur hann nú suður alt tún og stefnir í átt til sjávar. í fyrstu brá Ingveldi illa, en hún heldur enn að þetta sje enginn annar en Gísli og hugsar hon- um nú þegjandi þörfina og að hann skuli nú ekki sleppa í þetta sinn. Þýtur hún því enn á eftir strák en beygir bráðlega í norður fyrir Nes og ætlar sjer að koma stráknum i opna skjöldu, er hann fari aft- ur uop með að vestanverðu, því að þá 1 dð varð hann að fara til að korrrst heim til sín. Þe-gar iTgveld- ur svo kemur þangað sem hún bjóst við að mæta strák, sjer hún engan. Er hún þess þó fullviss að hún hafi orðið vel á undan kauða, því að ekki geti hann hafa verið svo fljótur að vera kominn alla leið heim, þar sem hann var allmiklu yngri en hún og hafði því ekki í fullu trje við hana í víðavangshlaupi. Nú þegar Ingveld- ur sjer ekkert til stráks, dettur henni í hug að hlaupa heim að Ertu og vera þar fyrir, er dren?t ’ kaani heim. Stóðu bæjardymar á L'rtu opnar og lagði ljósbirtu út úr d/r- um og á hlaðið. Gengur Irgveldur beint inn í bæinn og inn í eldhúsið, sem stóð opið, því móðir Gísla var þar við matseld og kallar um leið: „Hefur hann Gísli komið heim?“ „Hann Gísh“, segir móðir hans, „liann hefur ekki farið fet út í allt kvöld. Þú veist nú að hann fer lítið út á kvöldin, eins og hann er myrkíæl- inn.“ Sá Ingveldur bráðlega að þetta hlaut að vera satt, því að á hlóðar- steininum hjá móður sinni sat Gísli litli ljóslifandi, uppstrokinn á milli- skyrtunni og sleikir í makindum af grautarausu. Það var algjöriegjt ó- mögulegt að hann hefði orðic á und- an henni og haft tíma til a.ð skipta um föt og koma sjer fyrir róleg- heitum á hlóðarsteininum. I n hver var þá mórauði strákurinn? líú fyrst greip afskapleg hræðsla Tng\e!di Utlu. Hún föinaði upp og t íraði á beinunum, stökk síðan út í r b m- um og hljóp d einu ofboði I’sim til sín, beint af augum yfir girð. jgaog hvað sem fyrir var. En þetta var bó nokkur vegalengd, að mins a ko ;ti 5 mínútna gangur. Hleypur ingveld- ur þar inn í bæinn og skell r öllum hurðum fast á eftir sjer, og sá fólk að telpunni var eitthvað n eira en lítið brugðið. Aldrei fekk Ingveldur nokkra skýringu á því, hver þessi móravði strákur hefði verið og ekki n;;m liún til að neinn atburður gerðist í hverf- inu um þetta leyti, sem hægt væri að setja í samband við það, scm fyr- ir hana kom. „Hvorn Oddinn, drottinn miín?“ Það var í tíð eins biskupsins í Sk;’ 1- holti að tveir húskarlar vor ■ þir á staðn’.un, er báðir hjetiS Oddu -. I r ði sá eldri þeirra umsýslu m 5 al ri fjárgærdu inni, gaf fje á g ð; og skamtaði heyi á kýrlaupan; . II m Oddurinn hafði á hendi að Iirtirsa kamra staðarins og birkja kapla í á, sem af voru slegnir. Var harn all ungur að árum og nýkominn á sta5- inn, enda valinn heldur til hinna ó- vandaðri starfa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.