Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 15
LESJiÓK MORGUNBLAÐStNS 563 ÞYRILVÆNGJURNAR HAFA REYNST VEL í KÓREU HtNAR einkennilegu flugvjelar, sem geta flogið beint upp í loftið, aftur á bak og áfram, látið sig síga beint niður og staðnæmst á hvaða stað sem þær vilja í lausu lofti, hafa reynst svo vel í Kóreustríðinu, að þær eru nú taldar meðal hinna nauð- synlegustu hergagna. hvort sem er á landi, sjó eða í lofti. Upp frá þessu mun hvert einasta bandarískt herskip flytja með sjer þyrilvængju. Hver herdeild niun lika fá sínar þyrilvængjur. Þær munu verða notaðar tii þess að flytja lið á iand af herskipum, þær munu flytja hermenn aftur íyrir víglinu óvin- ahna, þær munu færa aðþrengdum mönnum vistir og þær munu bjarga særðum mönnum. Þær verða einnig notaðar til njósna og til þess að hafa yfirlit í hardögum. Þannig stjórnaðx Edward M. Almond. hershöfðingi einni sókn 10. hersins með loftskeyt- um úr þyrilvængju, sem sveif yfir vígstöðvunum. Herinn í Kóreu hefir fram að þessu ekki haft nema fáar þyrilvængjur og hafa þær aðallega verið notaðar til þess að bjarga særðum mönnum. En svo vel hefir þetta gefist að her- mennirnir kalla þær bjargvættir sín- ar. Einn af flugmönnunum, Gus Lueddeke liðsfoi'ingi, hefir bjargað fjórum flugmönnum, sem skotnir höfðu verið niður að baki herlínu óvinanna og auk þess 62 særðum mönnum af vígvelli. Fyrir þetta hef- ir hann verið sæmdur heiouismerki með eikarlaufi. Hann segir svo frá einni björgiminni: — Jeg var á fhigi með Edward Graig hershöfðingja og við vorum á heimleið frá vígstöðvunum. Heyrð- um við þá loítskeyti um að einn af fiugmönnum sjóliðsins hefði vei'ið skotinn niður. Jeg bað hershöfðingj- ann um leyfi til að í'eyna að bjarga honum. „Já, eftir hverju ertu að biða?‘‘ sagði hann. — Flugmaðurinn, Doyle Cole liðsforingi, var á floti á björgunarfleka skamt frá strönd- inni. Það var álandsvindur og flek- ann bar hratt að landi, en í fjörunni stóðu kommúnistar og biðu hlakk- andi eftir því að grípa hann þegar hann kæmi að landi. Við staðnæmd- urnst rjett yfir honum og rendum niður til hans stiga og holdvotur frá hvirfli til ilja komst hann upp í flug- vjelina. — Þegar innrásin var gerð hjá Inchon stjórnuðu þyrilvængjur skothríð skipanna. Og þar voru þeir með sína flugvjelina hvor, Lueddeke og Vic Armstrcng kapteinn, sem fyrstur manna hafði orðið til þess að bjarga særðum mönnum að baki víglínu óvinanna að næturlagi. Og einu sinni tókst honum að bjarga 40 helsærðum mönnum. Þessum tveimur flugmönn- um ber saman um, að þyrilvængjurn- ar hafi haft mesta ”þýc5ingu fyrir björgunarstarfið, og þær hafi gert hermennina öruggari og hugrakkari, því að nú viti þeir, að altaf er von um að þyrilvængja komi og sæki þá, ef þeir skyldu særast. Og mörgum mannslífum hafa þyrilvængjurnar bjargað. Þær hafa flutt heisærða menn til hjúkrunarstöðva, menn, sem voru svo langt leiddir, að þeir hefði ekki þolað að vera fluttir á bíl um vonda vegu. Árangurinn hef- ir einnig komið glögglega í ljós, því að í Kóreustríðinu hafa ekki látist nema tæplega 2% manna af sárum, en 4% dóu af sárum í seinni heims- styrjöldinni. Þetta björgunarstarf þyril\rængj- anna þykir svo nauðsynlegt, að nú er þeim gefið leyfi til þess að kalla orustuflugv'jelar sjer til fylgdar og varnar á ferðalögum sínum. Þessar þyrilvængjur eru ekki vopnaðar, þær eru ekki einu sinnj brynjaðar og hafa ekki skothelda bensíngeyma, og flugmannaskýlið var óvarið fyrir skothrið óvina. En þær flugvjelar, sem nú er verið að smíða verða brynjaðar og hafa skothelda bensíngeyma. Auk þess er verið að smíða miklu stærri vjelar. Sikorski-verksmiðjurnar eru að smíða fjölda af þeim fyrir flugliðið, og geta þær borið 8 manns, og verð- ur þá læknir í hverri þeirra. Og Piasecki-verksmiðjurnar í Morton eru að smíða þyrilvængjur, sem hafa rúm fyrir 12 sjúklinga, tvo lækna, flugmann og vjelarmann. Og þær verða þannig út búnar að þær geta sest hvar sem er, á vatni, mýri, sandi eða snjó. Piasecki er líka að smíða gríðarstóra þyrilvængju, sem ætluð er til herflutninga. Getur hún flutt í einu 40 hermenn með alvæpni og þurfa þeir ekki að stökkva út úr flugvjelinni með fallhlíf, heldur er þeim rent niður á kaðli og eins öll- um farangri þeirra. Þessar flugvjelar eiga að geta flogið 2000 mílur í ein- um áfanga. Bandai'íkjaflotinn er nú að útvega sjer þyrilvængjur til þess að leita að tundurduflum og kafbátum. Þegar flotinn ætlaði að ráðast á Wonsan í Kóreu, varð hann að liggja þar úti fyrir í sex daga vegna þess að komm- únistar höfðu lagt tundurduflum á siglingaleiðina inn til borgarinnar. Fjórir tundurduflaslæðarar fórust á þessum tundurduflum. Þá voru þyril- vængjur sendar þangað til þess að leita að tundurduflunum. Vegn;* þess að þær gátu svifið þarna yfir j hægðum sínum, tókst þeim að finna 17 tundurdufl, sem lágú fyrir fest- um 10 fet undir yfirborði sjávar. Þær merktu staðina með því að kasta þar út duflum. Síðan komu 'tundurdufla- slæðararnir og losuðu duflin svo að þau flutu upp, en síðap voru hern- aðarflugvjelar látnar sprengja þau með vjelbyssuskothi'íð. Ög áð þvi loknu gátu herskipin si^tt inn á Wonsan-höfn. Síðan heíir ek-kert ameriskt herskip farist þar á tund- urdufii. . Þyrilvængjur hafa flutt hermenn upp á ókleií fjöll að baki óvinanna. Þær hafa leitað uppi skothTeiður fjandmannanna í fjöUeöxum. Þæi hafa lagt talsíma með rneiri hraða en fótgöngulið getur gert. Þær hafa flútt blóð til lækninga, h?itan mat og ferskt vatn til einangráðra her- flokka. Þær hafa flutt lækna úr ein- um stað á annan. Þær hafa orðið að ómetanlegu gagni á fjölmörgum svið- um, svo að landher, flugher og floti telja sjer nauðsynlegt að hafa þær í framtíðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.