Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1951, Blaðsíða 3
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 551 er, en allar eftirlegulaxinn kemst þó um síðir til ftjávar. Laxaklak hafið. Það var árið 1925 að bæarstjórn fcl Rafveitunni f.ð hafa alla um- sjón með laxveið nni í ánum. Var þá veiðin leigð Læstbjóðanda um nokkur ár og tóku ýmsir hana á leigu, og var leigumálinn mismun- andi ár frá ári. Það þótti nú sýnt, að ef veiði ætti að haldast í ánum, varð að gera einhverjar ráðstafan- ir til að vemda laxstofninn. Örugg- asta ráðið til þess var að koma upp laxaklaki, en vegna þess að það varð ekki gert í einum svip, þá voru keypt 100.000 laxaseyði á hverju ári af Árna bónda í Al- viðru og þeim slept í árnar. Fór þessu fram til ársins 1932, en þá ljet Raíveitan reisa klakhús hjá efri ánum. Þegar á öðru ári voru veiddir 282 hængar og 274 hrygn- ur til klaksins og úr þeim feng- ust 110.000 frjóvgaðra hrogna sem klakið var í stöðinni og öllum hleypt í árnar um vorið, nema 20.000, sem seld voru austur í Rangárvallasýslu. Þá voru einnig fengin 24.000 hrogn úr Þingva'la- silungi og seyðunum slept í árnar. Síðan hefir farið þama fram laxaklak á hverju einasta áii. A fyrstu árunum var slept um 750 þús. seyðum í árnar. Síðan var það lækkað niður í 500 þús. og nú sein- ustu árin mun að meðaltali hafa verið slept í þær 250 þús. seyð- um. Alt annað hefir ver- selt, því að eftirspurn hefir ver- ið svo mikil að hægt mundi að selja um milljón seyða á ári, en takmörk eru fyrir því hve miklu er hægt að klekja út. Þó hafa miljónir hrogna og seyða farið frá stöðinni út um alt land og verið sett í ár þar. Og víðar hafa þau farið. Árið 1939 voru til dæmis seld 200.000 lirogn til Skotlands. Gekk flutningurinn svo vel, að vanhöld urðu ekki nema um 2%. En fram- hald hefir ekki orðið á þessu, með- al annars vegna þess, að laxinn í Elliðaánum þykir of smár. Flutningur á laxi. Hjá frárennslisskurði rafstöðvar- innar eru voldugar laxakistur og í þær fer allur sá lax, s.em keppir að því að komast til klakstöðvánna í efri ánum. Snemma á hverjum morgni eru laxakisturnar tæmdar, laxinn látinn í vatnskassa og flutt- ur á bílum upp íil efri ánna. Þar er honum slept fyrir ofan lónið. Ekki ber stöðinni þó skylda til þess að flytja þangað allan þann lax, er í kistumar kemur, en fyrstu 1000 laxana á hún að flytja með tölu. Af óðru þúsundinu eru fluú 80%, af þriðja þúsundinu 60%, af fjórða þúsundinu og þar yfir 40%. Afgangurinn er hlutur stöðvarinn- ar fyrir að taka laxinn í kisíur og flytja hann, og þennan hlut sinn af aflanum má hún selja. Stundum hefir stöðin ekkert upp úr þessu annaö en ómakið, þegar laxgengd- in er lítil, en stundum fær hún talsverðan hlut. llvernig klakið fer fram. Þegar veiðitímanum er lokið fara menn að búa sig undir að ná i gotlaxinn handa klakinu, og er hann venjulega veiddur fram til októberloka. Síðan er hann geymd- ur fram í nóvember eða desember, en þá er hann tekinn og „strokinn“. Það gera klakmennirnir þannig að þeir þrýsta fingrum að laxkviðn- um framarlega og strjúka þjett- ingsfast aftur að rauf. Við það spýt- ast hrognin úr hrygnunum og svil- mjólkin úr hængunum, eins og sjá má á þeim myndum, sem hjer fylgja. Þegar nú svilmjólkin bland- ast hrognunum frjóvgast þau, og eru síðan gevmd í ren.nandi vatni þangað til þau lifna og verða að seyðum. Laxaseyðunum er siept í árnar á vorin um það leyti sem þau eru að losna við kviðpokann. Var þeim slept fyrstu árin í sjálfar árnar en nú hin síöari ár hafa þau verið flutt upp í kvíslarnar fyrir ofan Elliðavatn og í Bugðu. Búast menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.