Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 1
46. tbL XXVII. árg. JílorgLinWatið in$ Sunnudagur 7. desember 1952 Davíð Stefánssofi: GRÖÐIIR OG GÆFA Ræða flutt 1. des. á svölum Alþingishússins EKKI ALLS fyrir löngu kvað er- lendur vísindamaður upp þann úr- skurð, að ísland gæti með naum- indum talizt byggilegt land. Áður þóttist annar hafa leitt að því rök, að öll menning hörfaði undan hit- anum — í norðurveg. Þriðji taldi vestrænt menningarlíf ekki aðeins á hraðri ferð norður, heldur norður og niður. Stundum bera staðhæfingar vís- indanna svo ótvírætt mark sleggju- dóma, að jafnvel leikmenn dirfast að hreyfa andmælum. Enginn neit- ar því, að víða er loftslag mildara en á íslandi, gróður meiri og fjöl- breyttari, og þó er það sízt verr sett ýmsum öðrum löndum og landshlutum á norðurhveli jarðar. Víst er hér við marga erfiðleika að etja, og ná þó ekki hingað ýmsar meginplágur, sem þjá íbúa annarra landa. Hér frýs jörð í frostnepj- um, í suðri sviðnar hún í eldi sól- ar. Uppskerubrestur er hér sízt tíð- ari en í öðrum löndum, frjómoldin íslenzka fóstrar kjarngresi, þótt ekki sé hávaxið, loftið er hreint Davíð Stefánsson og heilnæmt, enda hefur hér þjóð dafnað rúm þúsund ár, — og ber engar menjar kyrkings eða úrkynj- unar, en er fyllilega jafnoki ann- arra þjóða að líkamsþrótti og and- legu atgerfi. í lífsbaráttu sinni hef- ur hún treyst guði og sjálfri sér og getur í dag, án þess að blygðast sín, horfzt í augu við alheiminn — frjáls og stórhuga. Hún hefur sigr- azt á ótal plágum, sem yfir hana hafa dunið, engu síður en aðrar þjóðir, og sannað það með lífi,sínu, að staðhæfing vísindamannsins, sem kvað land hennar lítt byggi- legt, — eru staðlausir stafir. En það eru fleiri en þessi and- legi samherji Hrafna-Flóka, sem fundið hafa hvöt hjá sér til að niðra landi okkar, bæði á innlend- um og erlendum vettvangi. Fyrr og síðar skráðu erlendir ferðasögur héðan. Sumir þeirra höfðu jafnvel aldrei til íslands komið, en höfðu farmenn að sagnaranda, gaman- sama og gífuryrta. Þá góðu drengi, sem fyrstir andmæltu þessari fár- ánlegu fræðslu, mun óhætt mega telja til fyrstu fylkingarinnar í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. En svo bættust fleiri í hópinn. Okkur er margt annað tamara en hefja aðra til skýjanna, og kunna þó margir að meta það, sem vel er gert. Fáir munu þeir ís- lendingar, sem ekki minnast Jóns Sigurðssonar með lotningu. Hann var foringinn með fólkið að bak-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.