Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 7
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 619 milljón smálesta. Þar sést enn farið eftir hann, míla í þvermál og 600 fet á dýpt og er kallað Canon Diablo. Nyrzt í Kanada hefur ann- ar loftsteinn fallið og er talið að hann hafi verið enn stærri, en far- ið eftir hann fannst fyrir fáum ár- um og hefur ekki verið rannsakað til hlítar enn. Frá þessum sprengju- gíg hefur áður verið sagt allítar- lega í Lesbók. Auk loftsteinanna sogar jörðin til sín ryk utan úr geimnum og telst mönnum svo til, að 600 smá- lestir af þessu ryki hlaðist á jörð- ina á hverju ári. Þetta blandast jarðveginum, án þess að menn veiti því athygli og á löngum tíma þyng- ir þetta jörðina svo að aðdráttar- afl hennar eykst og hún dregur meira til sín af ryki og loftstein- um. í marzmánuði 1951 fann ame- ríski stjörnufræðingurinn dr. Willi- am Markowitz nýtt smástirni, sem hann segir að muni vera milli 50 og 100 mílur í þvermál. Enn hefur ekki tekizt að finna sporbraut þess, en það er svo nærri jörðu, að vel getur verið að það rekist á hana einhvern tíma. Að undanförnu hefur mikið ver- ið talað um fljúgandi kringlur, sem muni vera komnar hingað frá öðr- um stjörnum og sé stjórnað af viti gæddum verum. Það er alveg ó- þarfi að seilast svo langt að get- gátum, þegar menn vita, að um þessar mundir er meira um loft- steina en verið hefur að undan- förnu. Þeir fara með geisihraða, en á þeirri stundu er þeir blossa upp vegna núningshitans, getur svo farið að það sé eins og þeir standi í stað um stund. Mestar líkur eru því til þess að hinar fljúgandi kringlur, sem sézt hafa svo víða um jörðina að undanförnu, sé ekki annað en loftsteinar. Norður ú SKÚTA sýslumannsins, sem kölluð er „Sýsla“, sighr út ísafjörð einn dag í september, á leið frá Long- yearþorpi til Nýa Álasunds. í leið- inni eigum við að skila pósti og appelsínum til loftskeytamann- anna á Kap Linné. Þeir eiga að koma á báti til móts við okkur úti í firði. En mugguhríð var á og við fórum fram hjá þeim og urðum að snúa við. Vitavörðurinn sér okkur í ratsjá sinni og hann gefur okkur rétta miðun. En Barmen skipstjóri er ekki ánægður. „Það er ekki gaman að þurfa að treysta á ratsjá annarra," segir hann. Hér má heldur ekki miklu muna. Ef örlítið skakkar á stefnunni, er skipið komið inn í skerjagarðinn, og þá er úti um það. Óheppilegt að „Sýsla“ skuli ekki hafa sína eigin ratsjá, svo að hún sé öruggari á hinum hættulegu siglingaleiðum meðfram Svalbarða. Allir stara milli vonar og ótta út í dimmviðrið, en muggan hefur lagzt eins og veggur að skipinu öllum megin. Allt í einu sést ofur- lítil ljósglæta. Þá verða allir ró- legir, því að þeir vita að þarna er þá vitinn. Og rétt á eftir kemur í ljós lítill vélbátur með þremur mönnum. Það er eins og honum hafi skotið út úr muggunni. Hann leggur að skútunni á hléborða. Á svipstundu er farangrinum fleygt ofan í hann, og það eru glaðir menn sem leggja frá borði út í hríðarmugguna, því að nú eru þeir með kveðjur frá konum og kær- ustum innan borðs — og auk þess ávexti, sem eru sælgæti þarna norður í fásinninu. Morguninn eftir siglum við fyrir heimsenda Fuglaklett á Prins Karls Forland og í hreinu frostviðri siglum við inn Kóngsfjörð. Fuglabjörgin eru í eyði um þetta leyti árs. Fuglarnir hafa fært sig suður á bóginn, þar sem er mildari veðrátta, og ekki sést nema einn og einn már, sem flögrar lágt yfir bárunum í leit að æti. Framundan er tilkomumikil út- sýn. Voldugir skriðjöklar ganga hver við annan niður að firðinum og í fjarska glitrar sólin á Kóngs- jökli, sem gengur út í hafið eins og grænn og þverhnýptur veggur. Yfir skriðjökulinn hreykir Þrí- hyrningur tindum sínum, og í norðvestri rís hinn hái og hvassi tindur Kap Mitras eins og vörður yzt á þessu hrikalega íslandi. Tveimur dögum seinna siglum við út fjörðinn og þá er skift um til hins verra. Þá er norðaustan stórhríð og enginn leikur að kom- ast út um Forlandssund. „Sýsla“ skoppar eins og skel á öldunum fyrir utan Kvadeklett og það er svo dimmt að við grillum aðeins í Forland, er við siglum þar hjá. — Þarna í sundinu eru grynningar og sker. Það er ekki víst að við séum á alveg réttri leið og menn stara milli vonar og ótta á línurit berg- máls-dýptarmælisins. Langa hríð stendur hann kyrr á 5 metrum — sýnir að ekki má miklu muna að skipið taki niðri. Grynnkar eða dýpkar? Menn bíða í ofvæni. Hver mínútan líður eftir aðra og svo — allt í einu fellur mælirinn niður á 20 metra, 50 metra, 60 metra. Við erum komnir yfir rifið, og þá er óhætt að ganga til náða. Nýa Álasund stendur norður undir 79. breiddargráðu, þaðan eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.