Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 11
N LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 623 HVAÐ GERÐIST í NOVEMBER LANDHELGISDEILAN Merkustu og alvarlegustu tíðindin í þessum mánuði voru deilur Breta og íslendinga út af hinni nýu landhelgi. Þegar sýnt var, að enskir útgerðar- menn ætluðu að meina íslenzkum togurum að setja afla sinn á land í Englandi, var stofnað íslenzkt löndun- arfélag í Grimsby og var Þórarinn Olgeirsson formaður þess. Var nú í ráði að senda togarann „Hallveigu Fróðadóttur“ þangað, en þá bárust til- mæli frá ensku stjórninni til íslenzku Sjtjórnarinnar um það, að hún sæi til þess að islenzkir togarar lönduðu ekki fiski i Grimsby að svo stöddu, þar sen enskir útgerðarmenn höfðu haft í hótunum um að binda skip sín í höfn, ef íslendingar fengi að landa. Óskaði brezka stjórnin eftir viðræðum um málið, til þess að reyna að greiða fram úr þessu. íslenzka stjórnin varð við þessu. Togarinn „Hallveig" var lát- in halda áfram til Þýzkalands með farm sinn, og jafnframt fól stjórnin þeim sérfærðingunum Árna Friðriks- hefur húsið haldið sínu gamla nafni. Hann bendir enn fremur á það, að „bað“-stofurnar muni fyrrum hafa verið að húsabaki, þótt heppi- legt að þær væri sem lengst frá útidyrakuldanum. „Það er eftir- tektarvert", segir hann svo, „að einmitt á þessum stað sendur íbúð- arbaðstofan í flestum héruðum, og er með sama lagi, lágum veggjum, háu risi.... og að hugtakið „bað- stofa“ er nú fyrst og fremst bundið við lagið á húsinu: lágu veggina og ríflega súð sitt hvorum megin mænis. Þegar menn fóru síðar að gera baðstofur á lofti, heldu þær baðstofulaginu, enda var herberg- islagið mjög hið sama. Baðstofu- lagið á rót sína að rekja til fornu gufubaðstofanna". syni fiskifræðingi og Hans G. Ander- sen þjóðréttarfræðingi að tala við enska útgerðarmenn og skýra málið fyrir þeim. Það bar engan árangur. Brezkir togaraeigendur og skipstjórar neituðu að létta af löndunarbanninu og höfðu að engu rök hinna íslenzku sérfræðinga. — Hinn 19. kom svo tog- arinn „Jón forseti" til hafnar í Grims- by með afla sinn og var honum skip- að á land hjá hinu nýa löndundarfé- lagi. Sala aflans nam 11.360 sterlings- pundum. Urðu þá togaraeigendur í HuII og Grimsby æfir, heldu fundi og samþykktu að senda ekki togara sína á veiðar, nema útilokað væri að ís- lendingar gæti selt fisk á enskum markaði. Síðan fengu þeir fiskkaup- menn til að fallast á að kaupa ekki fisk af íslenzkum skipum. Málið var rætt í brezka þinginu og lagði einn fulltrúi Verkamannaflokksins til að stjórnin bannaði íslenzkum veiðiskip- um að koma til Englands meðan samn- ingar hefði ekki náðst um íslenzku landhelgina. Á Alþingi kom fram fyr- irspurn um málið og vildu sumir þing- menn að það yrði lagt fyrir SÞ. Ríkis- stjórnin lýsti yfir því, að hún mundi standa fast á rétti íslendinga og eigi kvika í neinu. — Nú hugðust útgerð- armenn senda togara sína til Skot- lands.og átti togarinn „Jörundur“ að selja í Abefdeen, en enskir togara- eigendur komust að því og kúguðu fiskkaupmenn í Aberdeen til þess að neita að kaupa fisk af íslcnzkum tog- urum. Varð Jörundur að snúa aftur við hafnarmynnið í Aberdeen og halda til Þýzkalands. — Ríkisstjórn íslands mótmælti harðlega við brezku stjórn- ina þessum yfirgangi brezkra togara- eigenda og skoraði á brezku stjórnina að sjá svo um, að löndunarbanninu yrði aflétt. Hinn 28. bárust skilaboð frá brezku stjórninni Um að brezkir togaraeigendur væri fúsir að ræða við íslenzka togaraeigendur og komast að samkomulagi um íslenzku landhelgina. íslenzka stjórnin svaraði, að þetta væri ekki einkamál útgerðarmanna, heldur stjórnarathöfn, sem stæði ó- högguð meðan henni væri ekki hnekkt með lögmætum hætti. Skoraði hún enn á ensku stjórnina að fá löndunar- banninu af létt, því að það gæti haft mjög skaðleg áhrif á sambúð ríkj- anna. — íslenzkir inðrekendur hvöttu til þess opinberlega, að vörur væri ekki keyptar af Bretum, né seldar hér í landi, meðan löndunarbannið stæði. ! J I U > VINNUDEILUR Ekkert samkomulag náðist millí samninganefnda vinnuveitenda og verk lýðsfélaganna og var : vinnudeilunni skotið til sáttasemjara hinn 21. nóv. Jafnframt tilkynntu verklýðsfé- lög í Reykjavík verkfall frá 1. des., ef samningar hefði ekki náðst. Trésmiðafélag Reykjavíkur boðaði og verkfall frá 4. des. ef þaff hefði ekki náff samningum við vinnuveitendur. Samninganefnd verkfallsboðenda leit- aði til rikisstjórnarinnar um það hvort hún gæti ekki skorizt í leikinn og gert einhverjar ráðstafanir. Rikisstjórnin taldi sig fúsa til þess, én taldi aff rannsókn þyrfti fyrst aff Fara fram á fjárhagsafkomu ríkisins, greiðslugetu atvinnuveganna o. s. frv. og taldi nefndin sig fúsa til aff taka þátt í henni. Ríkisstjórnin fór þá fram á, aff verkfalli yrði frestað meffan á slíkri rannsókn stæði og skyldi báffir máls- aðiljar taka þátt í rannsókninni. Þessu hafnaði samninganefnd verk’.ýðsfélag- anna. — Sáttasemjari var á fundum með samninganefndum fram á seinustu stundu, en ekki gekk saman. Var aff lokum samþykkt aðfaranótt 1. des. aff skipa undirnefnd, til að reyna að finna samningsgrunövöll. — Atvinnu- leysi var meff minnsta móti í nóv. Viff atvinnuleysisskráningu gáfu sig 80 fram í Reykjavík (269 á sama tíma í fyrra), 15 menn í Hafnarfirði og 25 á Akureyri. AFLABRÖGÐ í öndverðum mánuðinum voru 11 togarar að veiðum við Grfeenland, en ekki nema einn í mánaðarlok. Afli var sæmilegur þar og eins hér. Fóru flestir Grænlandstogararnir með fisk sinn til Esbjerg og seldu þar og gekk sú sala sæmilega. Fóru þeir síðan á ísfiskveiðar fyrir væntanlegan markað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.