Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 4
616 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS postuli þessarar kynslóðar, hann sem bj-argaði milljónum manna frá því að verða hungurmorða, mælti eitt sinn á þessa leið: Orsakir styrjalda eru þær, að menn vilja stríð. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Styrjaldir eru þeirra eigin smán. Hverjir eru það, sem vilja stríð? Nokkrir valdasjúkir harðjaxlar, nokkrir gráðugir auðkýfingar, nokkrir samvizkulausir vopnasal- ar? Ekki eru þeir allt mannkynið? En hingað til hefur þeim tekizt að sefja fjöldann, trylla hann, ginna hann eða neyða út á blóðvöllinn. Þetta var og er sorgin mikla, ör- lagadómurinn, bölvun jarðar. Það eru fleiri en herteknir menn í fangabúðum, sem misst hafa trúna á mannkynið. Engan skyldi furða, þó að minnsta kosti fimmtán hundruð milljónir hungraðra manna fylgdu að málum þjáðum bræðrum sínum. Stjórnmálamenn sitja friðarráðstefnur á daginn, um nætur dreymir þá um meiri völd, máttugri sprengjur. Skatt- píndar þjóðir vinna baki brothu til þess að hægt sé að smíða fleiri morðvélar og píslartól. Menn eru níddir í ræðu og riti, njósnir rekn- ar, lygin mögnuð og úlfúðin, og gegnum allan þann málflutning helstefnunnar berst angistarópið: Vér höfum.misst trúna á mann- kynið. AUt er þetta þungur dómur á ríki Qg kirkju, skóla og vísindi, listir og bókmenntir. Jafnvel Kristur og Beethoven komast ekki hjá lasti. — Engan furðar, þó að örvænting nísti bjargarlaust og ráðþrota fólk, en þeim mun meiri og þyngri eru skyldur hinna, sem hafa þrek og aðstæður til að vinna að ræktun landa og lýðs. ----o---- íslendingar standa öðrum þjóð- um fullkomlega jafnfætis að þroska og siðgæði og búa í dag við beztan kost allra Evrópuþjóða. Mikið hefur á unnizt frá því á dög- um bænaskránna, frá því á dögum konungdóms og kansellístíls, ein- veldis og einokunar. Gælum aldrei framar við þá drauga. En hver væntir ekki þess dags, er þjóðin fær að búa óáreitt, á ekk- ert undir högg að sækja — og sér síðasta erlenda hermanninn hverfa út fyrir landhelgina? Vel má vera, að menning dafni betur í svalviðri en svækjuhita — en týnd er hún ekki með öllu. Margir hafa þó tilhneigingu til að gylla hið liðna á kostnað líðandi stundar — jafnvel hins ókomna. Sýnu verra er að hyggja menn til þess eins borna að kveljast og kvelja aðra. Hitt mun sanni nær, að frelsi manna sé í raun og veru meira en þeir hafa ennþá þekkingu MENDEL tók eigi aðeins eftir því, að víkjandi eiginleikar komu ekki í ljós hjá fyrstu kynblendingum, og að víkjandi og ríkjandi eikin- leikar blönduðust alls ekki saman, heldur fann hann og hitt, að síðar komu hinir víkjandi eiginleikar alltaf fram í ákveðnu hlutfalli við hina. Að þessu komst hann með því að telja báðar tegundir. Og í hvert skifti komst hann að því, að hinir víkjandi eiginleikar komu fram hjá V\ hluta afkvæma kyn- blendinganna. Áður hefur verið getið um árangurinn af blöndun gulra og grænna bauna, að af 8023 baunum voru 2001 græn (hinn víkjandi litur) og er það 24,9%, eða og þrá til að njóta; að menn búi yfir meiri innibyrgðri gleði en þá sjálfa grunar, eigi meira afl til góðs en þeir ennþá beita, meiri kærleika en þeim er tamt að láta í ljós. Þó að margt glepji og hindri góð áform, eru íslendingar meðal hinna gæfusömu — þeir hafa ekki ennþá misst trúna á mannkynið. Meðan einn gneisti brennur, er ekki von- laust, að eldurinn glæðist. Meðan ein göfug tilfinning, ein fögur og frelsandi hugsjón kviknar í mann- legri sál, er von um björgun og frelsi alls mannkyns. Sýnum það, íslendingar, að sú hugsun verði aldrei viðskila við þióðina. Sýnum það í vilja og verki, að við trúum — á guð og menn. Hver, sem það gerir, gengur fagnandi inn í framtíðina. hér um bil nákvæmlega V*. En þar sem um aðra eiginleika var að ræða, varð árangurinn hinn sami: 1850 víkjandi af 7324 eða 25,26% 224 víkjandi af 929 eða 24,10% 299 víkjandi af 1181 eða 25,32% 152 víkjandi af 580 eða 26,21% 207 víkjandi af 858 eða 24,13% 277 víkjandi af 1064 eða 26,0% Samtals komu þarna fram víkj- andi eiginleikar hjá 5010 af 19,959, eða nær nákvæmlega 25%. Það vill nú svo til, að skýringin, sem Mendel gaf á þessu, verður auðskildari ef maður athugar aðra eiginíeika en þá, sém hann athug- aði. Það stafar af því, að af þeim Kynþættir og erfðir V. Ríkjandi og víkjandi eiginleikar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.